Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

25.11.2015

Neytendastofa sektar Íslenskt meðlæti

Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.
23.11.2015

Heimkaup sektað fyrir brot á útsölureglum

Neytendastofa tók til skoðunar framkvæmd Heimkaupa við tilboð og útsölur. Málið snéri fyrst og fremst um það að stofnunin gengi úr skugga um að vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en afsláttur var auglýstur. Við meðferð málsins kom fram að flestar af þeim vörum sem málið snéri að höfðu ekki verið til sölu áður og var að sögn Heimkaupa um að kynningartilboð að ræða.
20.11.2015

1909, Múla og Hraðpeningum gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur nú tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., rekstaraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeningar, skuli greiða 250.000 kr. dagsektir.
20.11.2015

Upplýsingagjöf í tengslum við neytendalán

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir um að Heimkaup og Elko hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að birta ekki fullnægjandi upplýsingar á heimasíðum sínum um lán sem veitt eru til kaupa á vörum.
19.11.2015

Tölvuskeyti Beiersdorf til viðskiptavina Celsus

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur ehf. yfir fullyrðingum í tölvupósti Beiersdorf ehf. til tiltekins hóps viðskiptavina félaganna.
18.11.2015

Hundasnyrtistofur þurfa að bæta verðmerkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í kjölfar ábendinga verðmerkingar í gæludýraverslunum, hundasnyrtistofum og á vefsíðum þeirra. Í byrjun nóvember var farið í 10 gæludýraverslanir og fjórar hundasnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort vörur í verslununum væru verðmerktar og hvort verðskrá yfir þjónustu hundasnyrtistofa væri sýnile
17.11.2015

Bernhard innkallar 414 Honda Jazz bifreiðar

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 414 Honda Jazz bifreiðar af árgerðinni 2004-2006.
16.11.2015

Hekla hf innkallar tvær Mitsubishi Outlander bifreiðar

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á Mitsubishi Outlander PHEV vegna möguleika á að tengistykki milli bensínrörs og hosu sé
12.11.2015

BL ehf innkallar 186 Hyundai bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 186 Hyundai I30 bifreiðum, framleiddar frá 1.nóvember 2009 til 30. apríl 2010.
9.11.2015

Neytendastofa sektar 365 miðla

Í kjölfar ábendinga frá neytendum tók Neytendastofa upp að nýju mál vegna tilkynninga í tengslum við verðbreytingar hjá 365 miðlum. Stofnunin tók árið 2009 ákvörðun um að 365 miðlar hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að tilkynna viðskiptavinum sínum ekki með fullnægjandi
9.11.2015

Útvarpsauglýsing Skeljungs villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverzlun Íslands hf. vegna auglýsinga Skeljungs á Orkulyklinum, en í auglýsingunni kom fram fullyrðingin: „[Orkulykillinn] veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“
6.11.2015

Neytendastofa sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á Suðurlandi og í Reykjavík sektað sex fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga hjá þeim. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða almennt
4.11.2015

Verðmerkingar í verslunum og á vefsíðum golfverslana

Neytendastofa kannaði verðmerkingar og merkingar á vefsíðum golfverslana á Höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hjá Golfbrautin, Golfbúðin, Golfskálinn, Hole in One og Örninn Golfverslun.
2.11.2015

Lindex innkallar barnavesti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Lindex á bleiku barnavesti með vörunúmeri 7233167 sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að hnapparnir hafa ekki verið festir
30.10.2015

Ólavía og Oliver innkalla Julia barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Ólavíu og Oliver á barnarúmi frá Basson sem heitir Julia. Barnarúmið getur verið hættulegt börnum þar sem þeim getur stafað hengingarhætta af því hvernig horn rúmsins eru hönnuð.
28.10.2015

Toyota innkallar 2249 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2249 Yaris, Corolla, Auris, Rav4, Urban Cruiser bifreiðar af árgerðum frá 2005-2010.
23.10.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um loftið

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Boltabarsins á heitinu væri til þess fallin að valda ruglingshættu við Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Taldi Neytendastofa að líta yrði til þeirrar ríku
22.10.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 53/2014 vegna kvörtun Norðurflugs ehf. vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND
21.10.2015

Innköllun á Silver Cross Micro kerrum

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Silver Cross Micro kerru. Ástæða innköllunarinnar er að hætta er á að barn geti skorið sig á skörpum brúnum eða klemmt
15.10.2015

Lokun skiptiborðs Neytendastofu vegna verkfalls SFR

Skiptiborð Neytendastofu verður að óbreyttu lokað frá fimmtudeginum 15. október til miðvikudagsins 21. október vegna verkfalls félagsmanna SFR. Ekki verður brugðist við tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is fyrr en að verkfalli loknu á miðvikudag.
14.10.2015

Toyota innkallar 32 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 32 Toyota Proace bifreiðar árgerð 2013.
6.10.2015

Öryggi neytenda í Evrópu

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem fram koma ábendingar til allra ríkja um hættulegar vörur aðrar en matvæli, lækningavörur og lyf. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum um hættulegar vörur eins fljótt og auðið er.
5.10.2015

Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer

Mynd með frétt
Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á loftpúðum. Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Lancer árgerðum 2003 til 2008.
1.10.2015

Villandi samanburðarauglýsingar Gagnaveitunnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna auglýsinga Gagnaveitunnar á ljósleiðara. Í auglýsingunum var vatnsglas og vatnsflaska meðal annars notuð sem myndlíking fyrir eiginleika ljósleiðara samanborið við aðra gagnaflutningstækni á markaði.
30.9.2015

Neytendastofa sektar Símann

Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.

Page 38 of 92

TIL BAKA