Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

29.12.2003

Verum skotheld um áramótin!

Fylgið ábendingunum hér að neðan um meðferð skotelda og stuðlið þannig að slysalausum áramótum
19.12.2003

Látum ekki jólaljósin setja brennimark sitt á jólin.

Um þessar mundir er notkun hverskyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt.
13.11.2003

Varasamt leikfang - blikkandi leikfangasnuð

Markaðsgæsludeild vekur athygli á hættueiginleikum blikkandi leikfangasnuða sem auðvelt er að taka í sundur.
11.11.2003

Hátt í helmingur rafmagnsbruna á heimilum vegna eldavéla

Nær fjórir af hverjum tíu rafmagnsbrunum á heimilum eru vegna eldavéla segir í nýrri skýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2002. Áætlað um 600 milljón kr eignatjón í rafmagnsbrunum á síðasta ári.
10.9.2003

Fyrsta konan hlýtur löggildingu til rafvirkjunarstarfa.

Jarþrúður Þórarinsdóttir varð þann 8. sept. s.l. fyrsta konan til að hljóta löggildingu til rafvirkjunarstarfa á Íslandi.
24.6.2003

Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun Járnblendifélagsins

Þann 24.júní viðurkenndi Löggildingarstofa öryggisstjórnunarkerfi Íslenska járnblendifélagsins hf.
2.5.2003

Sölubann á gúmmíboltum með teygjuþræði úr gúmmí.

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu hefur bannað hér á landi gúmmíbolta með áföstum teygjanlegum gúmmíþræði með hring á endanum, svokallaðir Yoyo gúmmíboltar.
14.3.2003

15. mars - alþjóðadagur neytenda

Þann 15. mars ár hvert er tileinkaður neytendum, "World consumer Day". Að því tilefni hefur Evrópusambandið opnað nýtt vefsvæði.
11.3.2003

Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun Dalsorku

Þann 7.mars viðurkenndi Löggildingarstofa formlega öryggisstjórnun Dalsorku.
6.3.2003

Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun SR-mjöl í Helguvík

Þann 5.mars viðurkenndi Löggildingarstofa formlega öryggisstjórnun SR-mjöl hf í Helguvík. Verksmiðjan er þriðja iðjuverið til þess að hljóta viðurkenningu stofnunarinnar.
14.2.2003

Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun Norðurorku

Þann 11.febrúar sl. gaf Löggildingarstofa út formlega viðurkenningu á öryggisstjórnun Norðurorku.
4.2.2003

Raflögnum og rafbúnaði á sveitabýlum víða ábótavant

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur gefið út skýrslu um ástand raflagna á sveitabýlum eftir umfangsmikla könnun. Ljóst er að ástandinu er víða ábótavant og brýnt að eigendur fái fagmenn til þess að yfirfara og lagfæra raflagnir.
13.1.2003

Öryggi leikvallatækja og leiksvæða aukið

Gefin hefur verið út reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002
27.12.2002

Meðhöndlum skotelda með varúð

Verum skotheld um áramótin, setjið ekki ykkur eða aðra í hættu með óvarlegri notkun skotelda og munið að skoteldar og áfengi eru hættuleg blanda. Fylgið meðfylgjandi ábendingunum um meðferð skotelda og stuðlið þannig að slysalausum áramótum
16.12.2002

Val á leikföngum

Afar mikilvægt er að kaupa leikföng sem hæfa aldri og þroska barns. Markaðsgæsludeild veitir kaupendum leikfanga nokkuð góð ráð sem gott er að hafa í huga við val á leikföngum nú fyrir jólin.
29.11.2002

Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin.

Nú fer hátíð ljóssins í hönd og þá er kveikt á fleiri ljósum og lengur en aðra daga ársins. Af því tilefni vill rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu benda á eftirfarandi:
28.11.2002

Könnun á merkingum leikfanga sem seld eru yfir Netið

Gefin hefur verið út skýrsla Norræns vinnuhóps um vöruöryggi sem fjallar um könnun á merkingum leikfanga sem seld eru yfir Netið.
14.11.2002

Skýrsla um bruna og slys vegna rafmagns 2001 komin út

Komin er út skýrsla Löggildingarstofu um bruna og slys af völdum rafmagns árið 2001. Fram kemur í henni m.a. að bruna vegna rangrar notkunar eldavéla séu algengustu brunarnir, að 80% rafmagnsslysa séu vegna mannlegra orsaka og að stofnunin áætlar eignatjón ársins vegna rafmagnsbruna 850 milljónum kr.
12.11.2002

Nýjar reglur um festingar barnabílstóla í Bandaríkjunum

Athygli er vakin á því að eftir 1. september 2002 gengu í gildi í Bandaríkjunum nýjar reglur varðandi festingar FMVSS merktra barnabílstóla.
3.10.2002

Nýr samhæfður evrópskur staðall um snuð

Þann 1. október 2002 var samþykktur samhæfður evrópskur staðall um snuð, EN 1400 - Snuð fyrir ungabörn- og gildir staðallinn einnig hér á landi
22.6.2002

Hættuleg safapressa

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á tilkynningu frá ELKO: Ákveðið hefur verið að innkalla safavél af gerðinni Melissa sem seld hefur verið í ELKO frá því í vor. Vörunúmer vélarinnar er JEC-500 og er hún hvít að lit með bláu loki. Kaupendur ofangreindra véla eru beðnir um að hafa samband við upplýsingaborð ELKO í síma 544 4000 sem veitir nánari upplýsingar um innköllun vélarinnar."
6.6.2002

Handfangi breytt á barnavögnum

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu óskar að koma því á framfæri við kaupendur barnavagna af tegundinni Capri Collection sem eru með stillanlegu handfangi og rauðum hnappi, að hluti af handfangi barnavagnsins hefur verið endurhannaður þar sem hann reyndist ekki uppfylla kröfur. Komið hefur í ljós að hnappurinn á handfangi barnavagnsins, sem notaður er til að stilla hæð handfangsins, getur brotnað við ákveðnar aðstæður. Til þess að fyrirbyggja slys við notkun barnavagnsins er þeim tilmælum beint til kaupenda vagnsins að þeir hafi samband við verslunina Barnahúsið ehf. sem endurgjaldslaust skiptir rauða hnappnum út fyrir nýjan og endurhannaðan stillihnapp. Allar frekari upplýsingar veitir verslunin Barnahúsið ehf. Hafnarstræti 99, Akureyri. Sími 462 6030.
29.5.2002

Hættulegur sturtuhitari

Hættulegur Sturtuhitari Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á tilkynningu frá Húsasmiðjunni: Rafmagnssturtuhitari af gerðinni Angelotty model DS 230 reyndist ekki uppfylla þær kröfur sem ætlast er til af slíkum vörum
7.4.2002

Laus handföng á könnum kaffivéla frá Philips.

Nýlega barst rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu ábending þess efnis að hér á landi hefði orðið það óhapp að handfang glerkönnu sem fylgir kaffivél losnaði með þeim afleiðingum að af hlaust brunasár auk skemmda á innanstokksmunum. Um er að ræða kaffivél af gerðinni Philips Essence HD 7603 þar sem handfangið er fest við könnuna með lími á tveimur stöðum.
7.1.2002

Rafræn skil tilkynninga um neysluveitu

Rafræn skil til Löggildingarstofu, Rafræn tilkynning um neysluveitu frá rafverktaka. Löggiltum rafverktökum býðst nú að skila skýrslu um neysluveitu á rafrænan hátt til Löggildingarstofu. Rafverktaki þarf fyrsta að skrá sig fyrir sínu eigin heimasvæði á Form.is áður en hann getur hafið sendingu. Á heimasvæðinu munu síðan varðveitast afrit af öllum skýrslum og þangað mun LS einnig senda svör við tilkynningum.

Page 91 of 92

TIL BAKA