Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
6.8.2019
Askja innkallar Kia Optima
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 11 Kia Optima bifreiðar af árgerðum 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að hugbúnaðarvilla í MFC myndavél sem getur valdið truflunum á öryggisbúnaði bifreiðanna.
6.8.2019
Innköllun á Stokke ungbarnastólum
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á Steps Bouncer og Newborn sætum frá Stokke. Komið hefur fram öryggisgalli sem tengist læsingu á ungbarnasætunum á Stokke steps stólunum. Það getur gerst að ungbarnasætið festist ekki á stólinn þrátt fyrir að lásinn sýni að sætið sé fastur. Steps Bouncer og Nerborn sætið getur því oltið ef einhver rekst utan í hann.
2.8.2019
Lagfæra þarf vöggur frá Blindravinnustofunni
Neytendastofa barst tilkynning um að bast barnavöggur frá Blindravinnustofunni hafi verið teknar tímabundið úr sölu. Neytendastofa hafði fengið ábendingar um að vöggurnar væru óstöðugar og að að dýnan sem seld er með vöggunni væri of lítil.
1.8.2019
Neytendastofa sektar Heimkaup
Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingar Heimkaupa þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur í tilefni af 17. júní án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2018 hafði stofnunin bannað Heimkaup að auglýsa Tax Free afslátt með þessum hætti .
31.7.2019
Auglýsing Hreyfingar
Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Hreyfingar um árskort. Í auglýsingunni sagði m.a. „ÆFÐU FRÍTT Í SUMAR!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ þrátt fyrir að svo virtist sem skilyrðið fyrir því hafi verið að aðili kaupi árskort hjá félaginu.
30.7.2019
Viðskiptahættir Bílaumboðsins Öskju
Neytendastofu barst erindi Neytendasamtakanna vegna markaðssetningar Bílaumboðsins Öskju á DRIVE WiSE aksturstækni Kia Optima Plug-in Hybrid bifreiða.
30.7.2019
BL ehf. innkallar Renault Traffic III
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 25 Renault Traffic III bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa virki ekki sem skild
25.7.2019
Toyota innkallar Yaris árgerð 2018-2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 37 Toyota Yaris bifreiðar af árgerðunum 2018 til 2019.
23.7.2019
Ákvörðun Neytendastofu um innköllun á snjallúrum staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Hópkaup í desember 2018 vegna ENOX Safe-Kid-One krakka snjallúra. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöður að alvarlegir öryggisgallar væru á snjallúrinu
22.7.2019
Brimborg innkallar Volvo
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga
17.7.2019
Fífa innkallar HeroHolder snuddubönd
Neytendastofu barst tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á snuddubandinu HeroHolder frá Herobility. Borist hafa kvartanir um að klemman á snuddubandinu, sem er notuð til að festa bandið á börnin
15.7.2019
Fisher Price innkallar Ultra-Lite Day & Night svefn og leikgrind
Neytendastofa vekur athygli á nýrri innköllun Mattel á Fisher Price Ultra-Lite Day & Night leikgrind með svefnaðstöðu fyrir ungabörn. Ástæðan er að svefnaðstaðan er ekki örugg fyrir börnin þegar þau eru farin að velta sér
12.7.2019
Airbnb gerir verðframsetningu skýrari
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem hefur verið gert við Airbnb.
10.7.2019
Kvörðunarþjónustan lokuð 15. - 23. júlí vegna sumarleyfa
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 15. - 23. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Vinsamlega athugið að þetta á einungis við um kvörðunarþjónustuna, önnur starfsemi stofnunarinnar helst óbreytt. Þeim tækjaeigendum sem þurfa að nálgast tæki sem þegar hafa verið kvörðuð er vinsamlegast bent á að hafa samband við afgreiðsluna.
Gleðilegt sumar.
25.6.2019
Hættulegar svefnvöggur eða svefnstólar á markaði
Neytendastofa vill vekja athygli á hættulegum vöggum fyrir kornabörn. Að minnsta kosti 50 börn hafa látist í þessum vöggum eða stólum. Nýlega innkallaði Mattel, framleiðandi Fisher Price, allar vöggur af tegundinni Rock‘n Play.
19.6.2019
Vaxtaendurskoðunarákvæði ófullnægjandi
Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, nú Arion banka.
18.6.2019
Heimkaup innkallar á Stiga barnahjálma
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Vetararsól um innköllun á Stiga barnahjálmum af gerðinni Sum XI. Barnahjálmarnir hafa verið til sölu í netverslun Heimkaups.
12.6.2019
Auðkennin Netökuskóli og Netökuskólinn
Neytendastofu barst kvörtun Akt ehf. vegna notkunar Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn.
Í kvörtuninni kemur fram að Akt sé eigandi orð- og myndmerkisins NETÖKUSKÓLINN og vörumerkið væri skráð hjá Einkaleyfastofunni. Var krafist að Ekli yrði bönnuð öll notkun á auðkenninu.
12.6.2019
Jaguar innkallar 48 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremskukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
11.6.2019
Suzuki innkallar 490 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.
7.6.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz bifreið. Um er að ræða afturhjóladrifna bifreið með rafmagsstýri. Rannsóknir benda til þess að við ákveðið högg á hjólbarða getur ró á stýrismaskínu brotnað.
7.6.2019
Bílabúð Benna innkallar Opel Vivaro-B
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi Opel Vivaro-B bifreið. Ástæða innköllunarinnar er að handbremsubarki getur veirð gallaður. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis
4.6.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Sprinter
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Um er að ræða 2 bifreiðar.
28.5.2019
Fyrra verð á útsölu Byggt og búið
Neytendastofu bárust ábendingar þar sem kvartað var yfir því að kaffivélar hafi ekki verið seldar á því verði sem var tilgreint sem fyrra verð á raftækjadögum Byggt og búið. Í svörum Byggt og búið kom fram að vegna mikilla gengisbreytinga hafi félagið þurft að hækka verð.
27.5.2019
Lengd útsölu hjá ILVU
Neytendastofa hefur bannað versluninni Ilvu að hafa vörur á útsölu lengur en í sex vikur. Fyrirtæki mega aðeins auglýsa verðlækkun ef hún er raunveruleg. Hluti af þeirri reglu eru takmörk fyrir því hversu lengi í senn fyrirtæki geta auglýst verðlækkun.
Page 19 of 92