Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

5.11.2019

Kvörðunarþjónustan lokuð 6. - 11. nóvember vegna námskeiða

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 6. - 11. nóvember vegna námskeiða sem starfsmenn sækja á þessum dögum. Vinsamlega athugið að þetta á einungis við um kvörðunarþjónustuna, önnur starfsemi stofnunarinnar helst óbreytt á meðan. Vonum við að þetta valdi sem minnstum vandræðum.
1.11.2019

Fairvape innkallar rafrettuvökva

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun rafrettuvökva sem seldur var í verslunum Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop. Vökvinn heitir Nasty Ballin og er frá framleiðandanum Nasty Juice. Ástæða innköllunar er sú að það er ekki barnalæsing á loki vökvans. Þar af leiðandi eiga börn auðvelt með að opna vökvann, sem er í litríkum flöskum.
31.10.2019

Barnaloppan innkallar snuddubönd

Innkallað snudduband Barnaloppan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Barnaloppunni um innköllun á snudduböndum vegna slysahættu. Snudduböndin eru ekki merkt en hafa verið seld í bás 16.
30.10.2019

Endurupptaka ákvörðunar

Neytendastofa mun endurupptaka ákvörðun sína nr. 44/2019, Rangar og villandi staðhæfingar í markaðssetningu FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder, í ljósi þess að rangar upplýsingar komu fram í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar og í frétt um ákvörðunina. Í ákvörðuninni og í fréttinni kom ranglega fram að sá hluti framleiðslu Feel Iceland sem fari fram erlendis fari fram í Kína.
29.10.2019

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók þá ákvörðun að vaxtaendurskoðunarákvæði fasteignaláns útgefnu af Frjálsa fjárfestingarbankanum væru ófullnægjandi.
28.10.2019

Skanva sektað fyrir brot gegn ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Skanva ehf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar. Með fyrri ákvörðuninni var Skanva bannað að veita villandi upplýsingar um verðlækkun.
25.10.2019

Innköllun á leikfangahringlu hjá Fífu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á leikfangahringlu með uglu frá Smallstuff
25.10.2019

Kvörðun rennimála hafin á ný

Algengt mælitæki sem finna má á flestum verkstæðum og mörgum vinnustöðum eru svokölluð rennimál, en það eru handhæg og nokkuð nákvæm tæki til að mæla lengd. Tvær tegundir slíkra mælitækja eru til, annars vegar með rafeindabúnaði sem auðvelt er að lesa af og hins vegar gamaldags rennimál með kvarða. Eigendur slíkra tækja vita kannski ekki allir að hægt er að fá slík tæki kvörðuð hérlendis, en þegar tæki er kvarðað fær eigandi vottorð sem segir til um skekkju mælitækisins.
21.10.2019

Subaru Forrester innkallaðir

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 587 Subaru Forrester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018. Ástæða innköllunarinnar er að skynjari í farþegasæti getur bilað.
15.10.2019

Toyota innkallar Landcruiser, Avensis, C-HR og Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 20 Toyota Landcruiser bifreiðar af árgerð 2019 og 5 Toyota Avensis, C-HR og Auris bifreiðar af árgerð 2016-2017.
14.10.2019

Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingu Húsasmiðjunnar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 18. júní 2019, þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins.
10.10.2019

Auglýsingar um Tax Free afslátt

Neytendastofa tók til meðferðar mál vegna Tax Free auglýsinga Húsfélagsins Fjarðar og Ellingsen. Í báðum tilvikum var auglýstur Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Bæði fyrirtækin sögðust þekkja þær reglur sem giltu en vegna mistaka hefði prósentuhlutfall afsláttarins ekki komið fram í öllum auglýsingum.
8.10.2019

Póló innkallar rafrettuvökva

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun rafrettuvökva sem seldur var í verslun Póló. Vökvinn heitir Nasty Ballin og er frá framleiðandanum Nasty Juice.
30.9.2019

IKEA innkallar bláa og rauða MATVRÅ smekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA bláum og rauðum MATVRÅ smekkum sem seldir eru 2 í pakka. Samkvæmt tilkynningu IKEA er viðskiptavini sem eiga þessa vöru hvattir til að skila henni til IKEA og fá hana endurgreidda að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.
27.9.2019

Ferskar kjötvörur fá heimild til að e-merkja forpakkaðar vörur.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti nú í mánuðnum fyrirtækinu Ferskar kjötvörur ehf. heimild til að e-merkja ákveðnar vörur frá þeim. Um er að ræða nautgripahakk og nokkrar stærðir að hamborgurum. Notkun á e-merki á forpakkaðar vörur er einungis heimil þeim fyrirtækjum sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 437/2009 um e-merktar forpakkningar.
26.9.2019

Auðkennið SUPERDRY

Neytendastofu barst erindi frá DKH Retail LTD. þar sem kvartað var yfir notkun Arnarlands ehf. á auðkenninu SUPERDRY og öðrum sambærilegum auðkennum.
25.9.2019

Samanburðarauglýsingar Sýnar villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum yfir samanburðarauglýsingum Sýnar. Í auglýsingunni, sem beint var til viðskiptavina með Risapakkann frá Stöð 2, var fullyrt að viðkomandi gæti sparað verulegar fjárhæðir á hverju ári með því að færa fjarskipti sín í þjónustuna Heima sem Vodafone býður.
20.9.2019

Blandaðar nikótínáfyllingar

Neytendastofa hefur fengið ábendingar um söluaðila sem selja nikótínáfyllingar sem þeir blanda sjálfir. Um er að ræða tilfelli þar sem nikótíni er bætt út í nikótínlausa vökva sem seldir eru í verslunum.
19.9.2019

BL ehf. innkallar Nissan Micra

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 144 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2016 - 2017. Ástæða innköllunarinnar
17.9.2019

Bannaðar „heilsu“ rafrettur

Neytendastofa vill af gefnu tilefni minna á að það er bannað að selja einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem gefa til kynna að varan hafi heilsubætandi eiginleika, lækningamátt, eða lífsþrótt. Neytendastofa hefur þegar haft merkingar á vöru til skoðunar sem gefa í skyn að um „heilsu“ áfyllingu fyrir rafrettur sé að ræða.
13.9.2019

Forstjórar norrænna neytendaeftirlita ákveða nánara samstarf

Mynd með frétt
Samstarf neytendaeftirlita á Norðurlöndunum er til þess fallið að styrkja mjög eftirlit, svo sem varðandi villandi fullyrðingar fyrirtækja um sjálfbærni að umhverfisáhrif sem ekki eiga við rök að styðjast. Einnig verður lögð áhersla á eftirlit með neytendalánum og duldum auglýsingum samkvæmt niðurstöðu af fundi forstjóra norrænna neytendaeftirlita sem fram fór í Kaupmannahöfn. Fundinn sótti Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
11.9.2019

Dagsektir lagðar á dekkjaverkstæði

Neytendastofa gerði könnun í aprílmánuði 2019, á upplýsingagjöf dekkjaverkstæða. Skoðaðar voru vefsíður 15 dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
11.9.2019

Litrík úlpa er ekki nóg

Neytendastofa hvetur fólk til að huga að endurskinsmerkjum nú þegar dagurinn fer að styttast og skólarnir að byrja. Að ýmsu þarf að huga þegar valin eru endurskinsmerki því þetta er ein af þeim vörum sem ekki er hægt að meta hvort sé í lagi með því einu að horfa á hana.
9.9.2019

Askja innkallar Sprinter vegna ljósrofa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 21 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar af árgerð 2019
6.9.2019

Törutrix sekt fyrir brot á ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Törutrix ehf. fyrir brot gegn ákvörðun. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var Törutrix bönnuð birtingu fullyrðinga um virkni vörunnar SKINNYCOFFEECLUB þar sem ekki tókst að sanna þær. Í banninu fólst m.a. að Törutrix skyldi fjarlægja fullyrðingarnar úr vefverslun sinni.

Page 17 of 92

TIL BAKA