Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
22.5.2019
Auðkennið EKILL
Neytendastofu barst erindi ökuskólans Ekils ehf. þar sem kvartað var yfir að ökuskólinn Akt ehf. notaði auðkennið EKILL sem leitarorð á leitarvefnum Google. Í svari Akt var því hafnað að Ekill nyti einkaréttar á orðinu þrátt fyrir að Ekill hefði skráð það hjá Einkaleyfastof
20.5.2019
Innköllun á KIA Niro
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi KIA Niro bifreiðar. Um er að ræða 132 bifreiðar af undirtegundunum DE, HEV og PHEV
16.5.2019
Innköllun á SMOK tanki fyrir rafrettur.
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á SMOK The Cloud Beast - TFV8 tanki fyrir rafrettur í gegnum Safetygate kerfið. Tankur á rafrettum er sá hluti rafrettunnar þar sem vökvinn er geymdur, hitaður og breytt í gufu
9.5.2019
Hekla innkallar Audi A3
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi A3 Saloon bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 2 bifreiðar.
7.5.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Askja ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz X-Class. Um er að ræða 8 bifreiðar
7.5.2019
Hekla innkallar 246 Volkswagen Polo
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2018 og 2019. Um er að ræða 246 bifreiðar
2.5.2019
Hættuleg vagga
Neytendastofa vill ítreka tilkynningu um innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur fengið frá Amazon hefur ein vagga Rock 'n Play verið send til Íslands.
2.5.2019
BL ehf. innkallar 109 BMW bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi BMW bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2003. Um er að ræða 109 bifreiðar af 3 series E39 og 5 series E53
2.5.2019
Brimborg innkallar Ford Mustang og Ford GT
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Mustang og Ford GT bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 44 bifreiðar
30.4.2019
SUNDVIK skiptiborð/kommóða IKEA geta verið hættuleg
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA um mögulega hættu ef SUNDVIK skiptiborð/kommóða ef hún er er notað á rangan hátt. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem skiptiborðið/platan hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu.
30.4.2019
Múrbúðin innkallar þrefaldan SAN tröppustiga
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á þreföldum SAN Tröppustiga frá Múrbúðinni. Komið hefur í ljós að í einni sendingu af SAN þreföldum tröppu-stigum vantaði öryggisband á einhverja stiga.
29.4.2019
Ford innkallar Mustang, Edge, Ranger og Lincoln MKX
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2010.
26.4.2019
BL ehf. innkallar Isuzu D-Max
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
24.4.2019
BL ehf innkallar Nissan Qashgai bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Nissan Qashqai bifreiðar af árgerð 2018. Alls er um að ræða 10 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þéttir fyrir stýringu kæliviftu getur bilað. Viðgerð felst í því að skipt verður um kæliviftu umræddra bifreiða. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
24.4.2019
BL innkallar Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru bifreiðar af árgerðunum 2011 til 2014. Um er að ræða 189 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
23.4.2019
Toyota innkallar Toyota og Lexus bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar
17.4.2019
Fullyrðingar Guide to Iceland um mesta úrval ferða og lægsta verðið
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga á heimasíðu Guide to Iceland. Um var að ræða fullyrðingar um stöðu fyrirtækisins á markaði.
Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði fullyrðingar um að það biði upp á mesta úrval ferða á Íslandi og lægsta verðið. Guide to Iceland sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um stöðu félagsins á íslenskum markaði.
17.4.2019
Facebook breytir skilmálum sínum og skýrir notkun á gögnum
Að kröfu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Facebook breytt skilmálum sínum og skýrt fyrir neytendum notkun sína á gögnum um þá. Krafan var gerð í kjölfar rannsóknar á notkun Facebook á gögnum.
16.4.2019
Auðkennið PRENTLIST
Neytendastofu barst erindi Prentlistar sf. þar sem kvartað var yfir notkun einkafirmans Plakats á auðkenninu PRENTLIST á vefsíðunni prentlist.is. Prentlist taldi hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman. Auðkennin væru samskonar og báðir aðilar starfandi á skyldum mörkuðum, þ.e. prentþjónustu. Plakat hafnaði kröfum Prentlistar og taldi auðkennið vera of almennt og lýsandi fyrir starfsemina. Auk þess væri starfsemi fyrirtækjanna og markhópar gjörólíkir.
16.4.2019
Tilboðsauglýsingar husgögn.is
Neytendastofu bárust ábendingar um að Barnaheimilið ehf., rekstraraðili vefverslunarinnar husgogn.is, hefði auglýst barnakerrurnar Baby Jogger Elite ásamt fylgihlutum með afslætti í meira en sex vikur. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umræddan afslátt á heimasíðu sinni samfellt í a.m.k. 12 vikur.
15.4.2019
Verðmerkingar hjá 18 af 33 dekkjaverkstæðum í lagi
Neytendastofa gerði, daganna 1. til 5. apríl sl., könnun á ástandi verðmerkinga hjá 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu.
Afdráttarlaus skylda hvílir á seljendum að birta verð því neytendur eiga að geta séð verðskrá þar sem kemur fram hvað þjónustan kostar og geta út frá því borið saman verð á milli fyrirtækja.
15.4.2019
Fisher Price innkallar hættulegar Rock ‘n Play vöggur
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Ástæðan er að vöggurnar eru ekki öruggar þegar börn fara að hreyfa sig. Tilkynnt hefur verið um 30 ungbörn sem hafa látið lífið við það að vaggan valt. Slysin hafa orðið þegar barn snýr sér á hliðina eða veltir sér.
15.4.2019
Base Capital gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Base Capital skuli greiða dagsektir kr. 100.000 á dag þar til félagið gerir viðeigandi breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu. Þetta er önnur sektarákvörðunin sem stofnunin tekur vegna sömu viðskiptahátta Base Capital.
12.4.2019
Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
12.4.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz X-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
Page 20 of 92