Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
19.3.2021
Auðkennið BRÚIN
Neytendastofu barst kvörtun frá Hótel Grindavíkur ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Alex Airport Hotel ehf. á auðkenninu BRÚIN. Í kvörtuninni var rakið að Hótel Grindavík hafi frá árinu 2011 notað auðkennið BRÚIN veitingahús sem heiti á veitingahúsi sínu og nú hafi Alex Airport Hotel tekið í notkun auðkennið BRÚIN fyrir veitingahús sitt sem sé staðsett í Marriott Cortyard hóteli fyrirtækisins í Keflavík. Taldi Hótel Grindavík að notkun Alex Airport Hotel á auðkenninu væri villandi, veitingastaðirnir á sama markaðssvæði og notkunin myndi leiða til þess að neytendur myndu ruglast á fyrirtækjunum.
18.3.2021
BL ehf. innkallar 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
17.3.2021
Askja ehf innkallar 7 bifreiðar af tegundinni Mercedes-Benz Sprinter
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
15.3.2021
Skorkort neytendamála sýnir að neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
12.3.2021
Bílabúð Benna innkallar Opel Ampera
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019.
10.3.2021
Brimborg innkallar MX-30
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020.
10.3.2021
BL innkallar Nissan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 4 Nissan eNV-200 bifreiðar af árgerð 2019.
2.3.2021
Rafrettueftirlit í 42 matvöruverslunum og bensínstöðvum
Neytendastofa fór í 42 matvöruverslanir og bensínstöðvar í febrúar þar sem athugað var hvort seldar væru ólöglegar rafrettur og áfyllingar og hvort slíkar vörur væru sýnilegar viðskiptavinum. Rafrettur og áfyllingar mega ekki vera sýnilegar viðskiptavinum verslunar og þurfa að vera geymdar í t.d. lokuðum skáp eða skúffu. Athugaðar voru um 60 tegundir og reyndust þær allar vera í lagi. En aftur á móti kom í ljós að í 48% verslananna voru rafrettur og áfyllingar sýnilegar.
24.2.2021
Samanburðarauglýsingar Múrbúðarinnar
Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsinga Múrbúðarinnar ehf. Kvörtun Húsasmiðjunnar laut að auglýsingum sem fram komu á fésbókarsíðu Múrbúðarinnar þar sem Colorex málning var auglýst með 20% afslætti fram að páskum. Í auglýsingunni var gerður verðsamanburður á Colorex málningu frá Múrbúðinni og Lady 10 málningu frá Húsasmiðjunni og þau verð borin saman við verð á málningu erlendis. Var það mat Húsasmiðjunnar að auglýsingar Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar komu fram væru villandi og að um ólögmætar samanburðarauglýsingar væri að ræða.
24.2.2021
Bílaumboðið Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
22.2.2021
Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
18.2.2021
Flying Tiger Copenhagen innkallar tréleikfangabíla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla.
Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.
18.2.2021
Brimborg ehf innkallar 44 Ford Mondeo bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
17.2.2021
Toyota á Íslandi ehf innkallar 51 Toyota Proace bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
11.2.2021
Um helmingur „grænna“ fullyrðinga fyrirtækja órökstuddar
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður úr fyrstu samræmdu skimun á vefsíðum þar sem fram koma fullyrðingar um umhverfisvænar vörur og/eða þjónustu. Verkefnið var unnið í samstarfi við systurstofnanir Neytendastofu í Evrópu. Neytendastofa tók þátt í verkefninu líkt og stofnunin hefur gert undanfarin ár.
11.2.2021
Bílasmiðurinn innkallar Recaro bílstóla
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bílstólum frá Recaro. Um er að ræða 17 stóla, Recaro Tian Core og Recaro Tian Elite sem gætu verið með gallaðar festingarólar. Umræddir stólar voru framleiddir frá júní 2020 og til október 2020. Kaupendur umræddra stóla eru hvattir til að skila þeim til Bílasmiðsins og fá nýja stóla.
5.2.2021
Fullyrðingar Kiwisun um virkni ljósabekkja
Neytendastofu barst ábending vegna kynninga Kiwisun sólbaðsstofu um virkni ljósbekkja fyrirtækisins. Var þar fullyrt að 3UV ljósin í ljósabekkjunum verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Einnig kom fram að 3UV ljósin veiti meira D-vítamín auk þess sem græni liturinn á ljósinu geti dregið úr streitu og veiti þannig afslöppun og hugarróandi reynslu.
28.1.2021
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Stofnunin taldi ekki tilefni til að banna notkunina þar sem heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur.
26.1.2021
BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga
Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu.
BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.
20.1.2021
BL innkallar 86 Land Rover bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Land Rover Discovery Sport MHEV og Range Rover Envoqe MEHV bifreiðar af árgerð 2019 - 2020.
11.1.2021
BL Hyundai ehf. innkallar 16 Hyundai bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 16 Hyundai OS PE, OS PE HEV/EV, TM PE, PE HEV/PHEV, BC3, NX4e bifreiðar af árgerð 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að skráningarnúmer bílsins sé ekki sent til neyðarþjónustu ef loftpúði spryngur út. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
8.1.2021
Villandi viðskiptahættir Bílainnflutnings frá Evrópu
Neytendastofu barst kvörtun frá Toyota á Íslandi hf. vegna viðskiptahátta Bílainnflutnings frá Evrópu. Gerðar voru athugasemdir við auglýsingar um sölu á nýjum og óskráðum Toyota Land Cruiser bifreiðum með 5 ára verksmiðjuábyrgð. Í kvörtuninni kom fram að verksmiðjuábyrgð á Toyota bifreiðum væri aðeins 3 ár og að bifreiðarnar sem auglýstar væru til sölu væru skráðar erlendis áður en þær væru fluttar til Íslands. Því væru þær ekki nýjar þó ekki endilega væri búið að aka þeim.
8.1.2021
Brimborg ehf. innkallar 33 Volvo bifreiðar.
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.
7.1.2021
BL Hyundai ehf. innkallar 49 Hyundai KONA EV bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 49 Hyundai KONA EV bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupetali verður þungur. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
6.1.2021
Booking.com og Expedia laga viðskiptahætti sína
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com og Expedia. Í tilkynningunni kemur fram að Booking.com og Expedia hafi samþykkt að breyta því hvernig leitarniðurstaða á gistingu birtist á vefsíðum síðum auk þess að gera grein fyrir þáttum sem hafa áhrif á röðun niðurstaðna. Með breytingunum eiga neytendur að fá skýrari upplýsingar svo auðveldara sé að bera saman gistimöguleika.
Page 9 of 92