Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

26.9.2016

Áfrýjunarnefnd úrskurðar um lán tengt rafbókakaupum Kredia og Smálán

Neytendastofa tók ákvarðanir í maí um að Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og upplýsingagjöf til neytenda í tengslum við lán sem félögin veita neytendum.
20.9.2016

Bílabúð Benna ehf innkallar Chevrolet Cruze

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 4 Chevrolet Cruze bifreiðum, árgerð 2010. Ástæða innköllunarinnar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað að í umræddum bílum er mögulegt að tæring geti myndast í rafgeymafestingu.
15.9.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 2 Prius og 2 Lexus bifreiðum árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggispúði fyrir farþega í framsæti getur blásið út að ástæðulausu.
14.9.2016

BL ehf innkallar Hyundai

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 165 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Tucson TLe bifreiðar framleiddar á árunum 2015 og 2016.
12.9.2016

Skorkort neytendamála 2016: staðan á mörkum batnar

Annað hvert ár er gerð könnun á neytendamörkuðum ESB ríkja og á Íslandi og Noregi og athugað hvernig staðan á þeim er. Kannað er traust neytenda til fyrirtækja, vandamál og kvartanir. Einnig er athugað hvernig sé fyrir neytendur að bera saman vöru og þjónustu og ánægju neytenda með fyrirtæki.
8.9.2016

BYKO innkallar barnaöryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun BYKO á barnaöryggishliðum af gerðinni Supergate Stairway vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að öryggishliðið uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Sem dæmi
5.9.2016

Innköllun á Alva snudduböndum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Verkefni vikunnar vegna innköllunar á Alva snudduböndum gerð úr trékúlum. Ástæða innköllunarinnar er að þau uppfylla ekki kröfur um öryggi og geta valdið slysahættu
2.9.2016

Húsasmiðjan innkallar öryggishlið fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnaöryggishliðum af gerðinni GuardMaster - Plastic Mesh Gate / Model 276 vegna mögulegrar slysahættu.
1.9.2016

Bannað að kenna sig við konditori

Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti.
29.8.2016

BL ehf. innkallar bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Renault og Dacia bifreiðum. Um er að ræða Dacia Dokker, Renault Megane IV og Renault Talisman bifreiðar framleiddar á árinu 2016
24.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla 827 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 827 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2010 til 2015. Ástæða innköllunarinnar er sú að Þegar sætishitari er notaður og hitastig hans eykst gæti límborði sem festir hitamottuna
22.8.2016

Eftirlit með skartgripum

Fulltrúi Neytendastofu hefur í sumar kannað ástand ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa unnum úr eðalmálmum.Tilgangurinn var að fá yfirlit yfir hvernig staðan er varðandi lögbundna stimpla á skartgripum unnum úr gulli og silfri.
19.8.2016

BL ehf. innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum
17.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 86 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014 til 2015
16.8.2016

BL ehf. innkallar BMW

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 125 BMW bifreiðum. Um er að ræða BMW F25 og F26 bifreiðar framleiddar á árunum 2014 til 2016.
15.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 50 Suzuki Jimny bifreiðum af árgerðum 2013 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sumir hemlakútar (Hjálparátak)
11.8.2016

Vogir í verslunum

Mynd með frétt
Þegar neytendur greiða fyrir vöru eftir vigt eiga þeir að geta treyst því að mælingar séu réttar og að mælitækin sem notuð eru séu með gilda löggildingu. Kaupandinn á að sjá greinilega niðurstöður vigtunar og þá greinilega verð á þeirri vöru sem keypt er.
8.8.2016

Neytendastofa fylgist með forpakkningum

Það er alltaf að aukast að vörur séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Sem dæmi um forpakkaðar vörur eru: kjötvörur, smjör, ostar, skyr, álegg, grænmeti, ávextir og heilsuvörur.
5.8.2016

Auglýsingar um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgist vel með auglýsingum um neytendalán, m.a. varðandi birtingu og útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í mörgum tilvikum skortir upplýsingar um ÁHK og yfirleitt var útreikningur fyrirtækjanna á ÁHK rangur.
2.8.2016

Er vínmálið í lagi!

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í sumar verið að kanna notkun vínmála á vínveitingastöðum. Neytendur eiga að sjá á vínseðli hvað greiða á fyrir vöruna og hve mikið magn um sé að ræða. Veitingastaðir mega ekki áætla magn heldur verða þeir að nota mælitæki sem eru í lagi til að mæla magn áfengra drykkja við sölu til neytenda
29.7.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun með bréfi dags. 8. júní 2016 að afhenda ekki gögn er varða öryggi fullgildra rafrænna undirskrifa og öryggi burðarlags fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir í farsíma. Neytendastofa taldi að mikilvægir almanna- og einkahagsmunir krefðust þess að takmarkaður væri aðgangur að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.
26.7.2016

BL ehf innkallar Nissan X-Trail bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum árgerð 2014- 2015, af tegundinni X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera.
19.7.2016

Erindi neytanda vegna rafrænna skilríkja Auðkennis ehf.

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.
18.7.2016

Veitingastaðurinn Silfur sektaður

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja.
14.7.2016

Toyota innkallar Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 3 Toyota Auris bifreiðum árgerð 2013.

Page 35 of 93

TIL BAKA