Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

8.7.2016

Toyota innkallar Prius, Auris, Corolla og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 657 Toyota Corolla, 71 Prius, 119 Auris og 28 Lexus CT200h bifreiðum árgerð 2006-2014.
7.7.2016

„Verð frá“ og vörur Verkfæralagersins

Neytendastofu bárust annars vegar ábendingar um að röng verð fylgdu ljósmyndum af þeim vörum sem kynntar voru í auglýsingum Verkfæralagersins og hins vegar að vörur hefðu ekki verið seldar á auglýstu verði sem „verð frá“.
7.7.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 58 Toyota Prius, 38 Prius PHV og 20 Lexus CT200 bifreiðum árgerð 2009-2012.
6.7.2016

Notkun á vörumerki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á léninu dyraverndarinn.is og myndmerki í eigu félagsins. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árni Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.
5.7.2016

Hekla innkallar Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up!

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up! árgerð 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili.
4.7.2016

BL ehf innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 43 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Discovery 4, Range Rover og Range Rover Sport bifreiðar framleiddar á árunum 2012 - 2014.
1.7.2016

BL ehf innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Juke bifreiðar framleiddar á árunum 2014 og 2015.
28.6.2016

Bönd í gluggatjöldum

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunarinnar (OECD) vegna banda á gluggatjöldum. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra og umönnunaraðila barna, um hættur sem tengjast böndum á gluggatjöldum. Neytendur eru hvattir til að athuga vel hvort hætta sé að börn geti komist í böndin og gera þá viðeigandi varúðarráðstafanir, ekki aðeins á heimili sínu heldur einnig á öðrum
26.6.2016

GG Sport innkallar Osprey barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá GG Sport vegna innköllunar á barnaburðarpoka vegna galla á sylgju. Ef þú átt Osprey barnaburðarbakpoka sem keyptur er hérlendis eða erlendis frá og með 29. janúar 2016
24.6.2016

IKEA innkallar PATRULL öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á öryggishliði. IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl.
21.6.2016

Bætt umhverfi netviðskipta á EES svæðinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum fyrirhugaðar aðgerðir til þess að auðvelda neytendum netviðskipti á EES svæðinu. Aðgerðirnar byggja á stefnu framkvæmdastjórnarinnar um samtengdan stafrænan innri markað EES svæðisins (e. Digital Single Market) og eru í meginatriðum þríþættar.
16.6.2016

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna
15.6.2016

Villandi merkingar Sports Direct

Neytendastofu berast reglulega kvartanir frá neytendum vegna vefsíðunnar sportsdirect.com. Kvartanirnar snúa að því að bæði sé verðmunur og ólíkt vöruúrval í versluninni Sports Direct og á vefsíðunni. Stofnunin óskaði skýringa Sports Direct og fékk upplýsingar um að verslunin á Íslandi standi ekki að vefsíðunni
13.6.2016

Héraðsdómur staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu flýtigjalds.
13.6.2016

Hafðu áhrif á neytendalöggjöfina

Neytendastofa vekur athygli á því að á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að því að skoða hvort neytendalöggjöf sambandsins sé að skila tilætluðum árangri fyrir neytendur. Þær gerðir sem falla undir skoðunina eru:
10.6.2016

Neytendastofa sektar Hótel Keflavík

Neytendastofu barst erindi frá Flughótel Keflavík þar sem kvartað var vegna neikvæðra umsagna sem skrifuð voru um hótelið á bókunarvefsíðu. Taldi Flughótel Keflavík að starfsmaður annars hótels, Hótel Keflavík, hefði ritað ummælin í tengslum við bókanir fyrir ferðamenn
9.6.2016

Áhrif á kauphegðun barna

Mynd með frétt
Gerð hefur verið rannsókn á áhrifum markaðssetningar í gegnum samfélagsmiðla, vefleiki og leikjaöpp á kauphegðun barna. Í rannsókninni var farið yfir umfang auglýsinga og sölu í leikjum sem beint er að börnum.
8.6.2016

Lög um neytendasamninga hafa tekið gildi

Neytendastofa hefur sinnt eftirliti með ákvæðum laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Lögin hafa nú verið felld úr gildi með gildistöku nýrra laga um neytendasamninga. Megintilgangur laga um neytendasamninga er hinn sami og laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga var, að tryggja neytendum nægar upplýsingar og ýmis réttindi við kaup á vörum og þjónustu.
6.6.2016

Toyota innkallar 36 Yaris bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 36 Yaris bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að við mikið álag eins og ef ekið er í djúpa holu eða upp á háan kant getur lega í demparaturni að framan brotnað.
3.6.2016

Toyota innkallar Lexus IS og Avensis bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 89 Lexus IS bifreiðum árgerð 2005-2008 og 104 Avensis bifreiðum árgerð 2008. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í Takata öryggispúðum.
2.6.2016

BL ehf innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 27 Renault bifreiðum árgerð 2014, af tegundinni Trafic III
31.5.2016

Tiger innkallar flautu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á flautu. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að hlutinn sem býr til hljóðið í flautunni getur losnað ef togað eða ýtt er í hann.
27.5.2016

Neytendastofa sektar fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á níu verslanir fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar hjá sér. Um er að ræða verslanir sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri
26.5.2016

Neytendastofa sektar hundasnyrtistofur

Neytendastofa tók til skoðunar verðmerkingar á sölustað hundasnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem stofnunin skoðaði vefsíður sem snyrtistofurnar halda úti.
25.5.2016

Áfrýjunarnefnd fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa sektaði Heimkaup í fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 kr. á félagið.

Page 36 of 93

TIL BAKA