Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
5.2.2016
Sameiginlegt átak í öryggi hlaupahjóla

Neytendastofa hefur í samstarfi við eftirlitsstofnanir í Evrópu farið í átak vegna öryggis hlaupahjóla. Skoðuð voru yfir 5000 hlaupahjól, úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Yfir 94% af hlaupahjólunum sem send voru til prófunar reyndust ekki í lagi.
1.2.2016
Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið
Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
26.1.2016
Innréttingar og tæki sektað vegna útsöluauglýsinga
Neytendastofa hefur sektað Innréttingar og tæki fyrir villandi útsöluauglýsingar. Stofnuninni barst kvörtun frá Múrbúðinni þar sem félagið taldi tilboðs og útsöluauglýsingar Innréttinga og tækja andstæðar góðum viðskiptaháttum. Athugasemdirnar voru þríþættar
21.1.2016
Aukin neytendavernd við netbókun ferða og ferðapakka

Núgildandi EES reglur um pakkaferðir (alferðir) eiga rót að rekja allt aftur til ársins 1990. Frá þeim tíma hefur framboð á ódýrum flugfargjöldum og sala á netinu aukist stórlega og einnig hvernig að ferðamenn skipuleggja og kaupa sér orlofsferðir með ferðapökkum sem þeir sjálfir setja saman.
19.1.2016
Ákvarðanir Neytendastofu staðfestar
Með ákvörðunum Neytendastofu nr. 30/2015 og 33/2015 var verslunum Vietnam Market ehf. og Samkaup ehf. rekstraraðila Nettó gert að greiða sektir vegna skorts á verðmerkingum í verslunum sínum.
18.1.2016
BL ehf innkallar 247 Nissan bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 247 Nissan Note bifreiðum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 30.08.2005-31.12.2011 Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans Takata að möguleiki er á að aukinn þrýstingur komi upp þegar loftpúði virkjast, með þeim afleiðingum að púðinn rifni.
16.1.2016
IKEA innkallar trommukjuða og tungutrommu

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO trommukjuðum eða LATTJO tungutrommu vegna slysahættu. Leikföngin hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.
14.1.2016
Bernhard innkallar Honda Pilot bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi tvær Honda Pilot bifreiðar. Ástæða innköllunar er að við árekstur þenjast loftpúðar farþega- og /eða bílstjóramegin út og geta hugsanlega vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðunum borist agnir úr umgjörð þeirra inn í farþegarými og í versta falli valdið meiðslum á farþegum.
7.1.2016.jpg?proc=Newslist)
Tilkynning um slysahættu vegna Neyðarkalls
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna lyklakippu, Neyðarkall björgunarsveitanna, sem seld var í nóvember 2015. Í tilkynningunni kemur fram að dagana 5. – 7. nóvember sl. hafi farið fram árleg fjáröflun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) með sölu á Neyðarkallinum.
5.1.2016
Réttur neytenda ef vara er gölluð – 2 ár eða 5 ár
Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að réttur neytenda til að bera fram kvörtun vegna vöru sem reynist gölluð er 2 ár ef um er að ræða almenna vöru
4.1.2016
Neytendastofa leitar upplýsinga um handblys
Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu vegna handblysa um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að alls hafi 7 börn slasast vegna handblysa og grunur er um að þau hafi verið gölluð.
29.12.2015
Neytendur sýni varúð
Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.
22.12.2015
Skoðun á forpökkuðum laxi og tígrisrækjum.
Neytendastofa skoðaði í byrjun desember forpakkaðan lax frá Betri vörum og forpakkaðar tígrisrækjur frá Innnes. Ákveðið var að skoða umræddar vörur eftir að athugasemdir bárust frá neytendum um að ekki væri samræmi á milli merkinga á umbúðum og nettóþyngdar vöru. Þyngd laxins var ekki í samræmi við það sem stóð á pakkningunni heldur var 20% lægra verð.
22.12.2015
Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda
Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.
22.12.2015
Dagsektir á Kredia og Smálán felldar úr gildi
Neytendastofa lagði dagsektir á félögin Kredia og Smálán með ákvörðun nr. 3/2015 þar sem félögin höfðu ekki farið að ákvörðun stofnunarinnar nr. 28/2014 og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014.
21.12.2015
Veitingastaðir sektaðir
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á veitingastöðum í og við miðbæ Reykjavíkur sektað níu veitingastaði vegna ástands verðmerkinga hjá þeim.
16.12.2015
Hekla innkallar Volkswagen Caddy

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Volkswagen AG um innköllun á Caddy bifreiðum sem framleiddar voru frá maí 2012 til janúar 2013. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að jarðsamband fyrir rafmagnsstjórnbox sé ekki fest með réttum hætti.
14.12.2015
Jokumsen innkallar barnakjóla
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Jokumsen netverslun. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í þremur barnakjólum samræmast ekki lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2014 um öryggi barnafatnaðar. Vörurnar sem um ræðir eru fjólublár kjóll með blómum og slaufu, túrkís kjóll með pallíettum og blómi og bleikur og silfurlitaður pallíettukjól
14.12.2015
Brimborg innkallar Volvo bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016.
2.12.2015
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í tilefni af notkun Go Green ehf. á léninu gogreencars.is. Taldi Neytendastofa auðkennin innihalda almenn orð auk þess sem áhersluorðið „go“ fremst í vörumerki Go Green dragi úr hættu á ruglingi.
30.11.2015
Áfrýjunarnefnd bannar lénið heklacarrental.is
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að banna Guðmundi Hlyni Gylfasyni ekki að nota lénið heklacarrental.is þar sem lénið væri ekki notað í atvinnustarfsemi og engin atvinna rekin undir léninu. Þá teldi stofnunin ekki hættu á að neytendur villist á léninu og auðkennum Heklu hf.
27.11.2015
Hópkaupum gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup skuli greiða dagsektir kr. 50.000 á dag þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum. Neytendur hafa lögbundinn rétt til að skila vöru sem keypt er á netinu í 14 daga frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðsins. Nánari upplýsingar um skilarétt má sjá hé
26.11.2015
Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna.
Neytendastofa mun í byrjun næsta árs bjóða upp á í fyrsta sinn í fimm ár endurmenntunarnámskeið fyrir vigtarmenn. Með útgáfu laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn var gildistími löggildingar vigtarmanna lengdur úr fimm árum í tíu ár.
25.11.2015
Neytendastofa sektar Íslenskt meðlæti
Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.
23.11.2015
Heimkaup sektað fyrir brot á útsölureglum
Neytendastofa tók til skoðunar framkvæmd Heimkaupa við tilboð og útsölur. Málið snéri fyrst og fremst um það að stofnunin gengi úr skugga um að vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en afsláttur var auglýstur. Við meðferð málsins kom fram að flestar af þeim vörum sem málið snéri að höfðu ekki verið til sölu áður og var að sögn Heimkaupa um að kynningartilboð að ræða.
Page 38 of 93