Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

28.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kortaþjónustan ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að uppfæra ekki upplýsingar um keppinaut á heimasíðu fyrirtækisins.
20.11.2006

Áfýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Heimsferða ehf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 5/2006 vísað frá kæru Heimsferða ehf. í kjölfar ákvörðunar Neytendastofu. Neytendastofa, í ákvörðun nr. 9/2006, taldi Heimsferðir hafa brotið gegn alferðalögum með kröfu um viðbótargreiðslu fyrir ferð vegna gengisbreytinga.
6.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2006

Neytendastofa hefur bannað notkun firmanafnsins Garðar og vélar ehf. Stofnunin telur að veruleg hætta sé á að neytendur og viðskiptamenn villist á firmanöfnunum Garðvélar ehf. og Garðar og vélar ehf.
25.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 12/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að innheimta Fasteignasölunnar Fasteign.is á umsýslugjaldi úr hendi kaupanda fasteignar án þess að gera um það sérstakan samning brjóti gegn ákvæðum 5. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
24.10.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir ákvörðun Neytendastofu úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 3/2006 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006. Neytendastofa hafði lagt fyrir Nýherja hf. að láta afskrá lénið fartolva.is þar sem skráning og notkun lénsins bryti gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2006

Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf.
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2006

Neytendastofa hefur bannað Europro ehf. alla notkun tilboðsblaða, pöntunarblaða og vörulista fyrirtækisins í núverandi formi í kjölfar kvörtunar Würth á Íslandi ehf.
12.10.2006

Skýrsla nefndar um neysluviðmið

Starfshópur, sem skipaður var af viðskiptaráðherra árið 2004 til þess að leita svara við þeirri spurningu „hvort framkvæmanlegt sé að semja neysluviðmið fyrir Ísland og hverjir séu kostir þess og gallar“, hefur skilað áliti sínu.
27.9.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Timeout.is sf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 4/2006, Timeout.is sf. gegn Neytendastofu. Neytendastofa hafði í ákvörðun nr. 3/2006 ekki talið ástæðu til afskipta vegna kvörtunar Timeout.is sf. yfir notkun Netvísis ehf. á léninu timeout.is.
6.9.2006

Hættulegar rafhlöður í fartölvum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Apple á rafhlöðum fyrir fartölvur fyrirtækisins af gerðunum iBook G4 og PowerBook G4.
21.8.2006

Hættulegar rafhlöður í fartölvum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun EJS hf og Dell á rafhlöðum fyrir fartölvur af gerðinni Dell.
18.7.2006

Víkkun á umfangi faggildingarsviðs kvörðunarþjónustu Neytendastofu frá UKAS

Þann 4. júlí 2006 gaf breska faggildingarstofan UKAS út nýtt vottorð um faggildingu kvörðunarþjónustu Neytendastofu
18.7.2006

Nýkomið er út Mælifræðiágrip með fræðslu um mælifræði

Neytendastofa hefur fræðsluhlutverk og nú gefur hún út Mælifræðiágrip, fæst ókeypis hjá stofnuninni
17.7.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 2/2006, kæra Iceland Excursion Allrahanda ehf. á ákvörðun Neytendastofu um að kærandi hafi með fullyrðingunum „best prices“ og „better tours – better prices“ brotið gegn ákvæðum 6. og 7. gr. laga nr. 57/2005
3.7.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2006

Ljóshraði ehf. kvartaði til Neytendastofu yfir skráningu IP fjarskipta ehf. á léninu ljoshradi.is.
31.5.2006

Norræn skýrsla um viðbótartryggingar

Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur verið gefin út skýrsla um viðbótartryggingar við vörukaup á Norðurlöndum. Viðbótartryggingar eru tryggingar sem neytendur kaupa í verslunum um leið og þeir kaupa vörur eins og rafmagns- og heimilistæki.
30.5.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2006

Neytendastofa hefur bannað EJS hf. alla notkun á léninu fartölvur.is og lagt fyrir fyrirtækið að láta afskrá það eftir kvörtun Opinna kerfa ehf.
30.5.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2006

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu kvörtun Timeout.is sf. yfir notkun Netvísis ehf. á léninu timeout.is. Telur stofnunin ekki ástæðu til að aðhafast í málinu þar
30.5.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006

Opin kerfi ehf. kvörtuðu til Neytendastofu yfir skráningu Nýherja hf. á léninu fartolva.is en sjálft á fyrirtækið lénið fartolvur.is.
30.5.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2006

Neytendastofa hefur bannað Ballettskóla Eddu Scheving alla notkun lénsins ballett.is og lagt fyrir fyrirtækið að afskrá það.
30.5.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2006

Neytendastofa hefur bannað Stillingu hf. alla notkun lénsins bílanaust.is og lagt fyrir fyrirtækið að láta afskrá það.
18.5.2006

Skýrsla um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldstæðum

Neytendastofa hefur gefið út skýrslu um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldstæðum. Þar kemur fram að víða er pottur brotinn í þessum málum á tjaldstæðum landsins.
17.5.2006

Verð í kassa hærra en verð í hillu

Neytendastofa vekur athygli neytenda á óvenju miklu ósamræmi í verðmerkingum í matvöruverslunum en að undanförnu hefur mikið borið á því að verð í afgreiðslukassa sé hærra en verðmerking í hillu segir til um.

Page 87 of 92

TIL BAKA