Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

10.5.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um stjórnvaldssekt á Nóatún

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 1/2006, Nóatún ehf. gegn Neytendastofu. Nóatún kærði til áfrýjunarnefndar neytendamála ákvörðun Neytendastofu, nr. 1/2006, um 500.000 kr. stjórnvaldssekt
5.5.2006

Evrópskar reglur um timbureiningahús taka gildi

Þann 15. maí n.k. taka gildi evrópskar reglur um markaðssetningu timbureiningahúsa sem m.a. kveða á um CE-merkingu þeirra.
28.4.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2006

Neytendastofa hefur bannað Iceland Excursion Allrahanda ehf. að nota í auglýsingum fullyrðingar um að fyrirtækið bjóði betri ferðir, betra verð og bestu ferðirnar. Þetta er gert þar sem Allrahanda hefur ekki getað fært sönnur á fullyrðingarnar.
18.4.2006

Ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2005

Komin er út ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2005. Þar kemur m.a. fram að farið var í 287 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 6924 rafföng skimuð.
6.4.2006

Eldsupptök ókunn í bruna á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal

Neytendastofa hefur lokið vettvangsrannsókn ásamt tæknideild lögreglunnar í Reykjavík á eldsvoða sem varð að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.
5.4.2006

Óviðunandi verðmerkingar í matvöruverslunum

Niðurstöður nýlegrar könnunar Neytendastofu sýna að verðmerkingar eru mun lakari nú en þegar síðasta könnun fór fram fyrir einu ári síðan.
17.3.2006

Eldsupptök við vökvadælur í frystihúsi á Breiðdalsvík

Líkur eru á að bilun hafi orðið í rafmagnsbúnaði tengdum vökvadælum sem staðsettar voru á lofti þess hluta frystihússins sem brann.
16.3.2006

Könnun á umfangi slysa og óhappa af völdum rafmagns hjá fagmönnum á rafmagnssviði

Á síðasta ári lét Neytendastofa, í samráði við Samorku, SART og Rafiðnaðarsamband Íslands, rannsóknarfyrirtækið IMG Gallup kanna tíðni rafmagnsslysa og óhappa hjá fagmönnum á rafmagnssviði. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar meðal fagmanna á rafmagnssviði á hinum Norðurlöndunum.
15.3.2006

Norræn skýrsla um hreyfanleika viðskiptavina á milli fjármálastofnana á Norðurlöndum

Niðurstöður sýna meðal annars að mikill munur er á þjónustugjöldum dæmigerðrar norrænnar fjölskyldu og að hreyfanleiki neytenda á fjármálamarkaði er minni en á öðrum samkeppnismörkuðum.
7.3.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 1/2005, Harðviður ehf. gegn Neytendastofu.
2.3.2006

Börn og auglýsingar

Heimili og skóli, talsmaður neytenda og umboðsmaður barna héldu málþing um auglýsingar og börn 1. mars 2006. Hér má nálgast framlag Neytendastofu á málþinginu.
21.2.2006

Neytendastofa hefur sektað Nóatún ehf. um kr. 500.000 vegna auglýsinga þar sem fram kemur fullyrðingin bestir í fiski

Nóatún hefur ítrekað birt auglýsingar þar sem fram kemur fullyrðingin „bestir í fiski“ án þess að hafa getað sýnt fram á að fullyrðingin standist.
9.2.2006

Öryggi kveikjara aukið til muna

Evrópusambandið hefur ákveðið að leyfa einungis sölu og markaðssetningu á kveikjurum með barnalæsingu. Bannið tekur formlega gildi eftir sex mánuði og mun Neytendastofa hafa eftirlit með því hér á landi að hér séu einungis til sölu kveikjarar sem uppfylla þessar kröfur Evrópusambandsins.
2.2.2006

Verðþróun á grænmeti og ávöxtum

Hér eru birtar niðurstöður úr verðkönnun Neytendastofu á grænmeti og ávöxtum sem gerð var í sl. viku. Niðurstöður sýna að verð á ávöxtum og grænmeti er nú lægra en það var fyrir ári.
5.1.2006

Samningur talsmanns neytenda við Neytendastofu undirritaður

Þann 30. desember sl. var samningur talsmanns neytenda við Neytendastofu undirritaður en lögum samkvæmt hefur talsmaður neytenda aðsetur hjá Neytendastofu. Samkomulagið felur í sér að sett er formleg umgjörð um samstarf embættisins og Neytendastofu.
29.12.2005

Opinn raforkumarkaður

Frá 1. janúar 2006 verður raforkumarkaðurinn frjáls og geta neytendur keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa. Opnaður hefur verið vefur á þessari síðu með leiðbeiningum til raforkunotenda sem og reiknivél þar sem neytendur geta séð hvar hagkvæmast er að kaupa raforku hverju sinni.
13.12.2005

Kynning á eldavélabrunum í Kringlunni

Neytendastofa, í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, stóð fyrir kynningu á brunahættu af eldavélum í Kringlunni dagana 8.-10. desember s.l.
8.12.2005

Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin

Um þessar mundir er notkun hverskyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt.
15.11.2005

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2005

Neytendastofa hefur tekið til ákvörðunar kvörtun Harðviðar ehf. yfir skráningu og notkun Sifjar ehf. á léninu hardvidur.is.
15.11.2005

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2005

Neytendastofa hefur bannað Dreifingu ehf. að birta samanburðarauglýsingu sem og frekari dreifingu Malt-O-Meal morgunkorns
31.10.2005

Fullt út úr dyrum á morgunverðarfundi Neytendastofu og Staðlaráðs

Morgunverðarfundur sem Neytendastofa og Staðlaráð boðuðu til á Nordica Hótel föstudaginn 28. október sl. var vel sóttur af fagmönnum á rafmagnssviði.
27.10.2005

Íslenskur hlutverkaleikur hlýtur norræn verðlaun

Hlutverkaleikurinn, sem ber nafnið Raunveruleikur, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um námsefni í neytendamálum sem Norræna embættismannanefndin efndi til í tenglum við Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík þessa dagana.
19.10.2005

Hvers mega fagmenn á rafmagnssviði vænta?

Neytendastofa og Staðlaráð boða til morgunverðarfundar föstudaginn 28. október nk. á Nordica Hótel. Tilefnið er nýr íslenskur staðall, ÍST 200 Raflagnir bygginga.
7.10.2005

Norrænt samstarf í neytendamálum

Neytendastofa vekur athygli á að Norræna ráðherranefndin í neytendamálum gefur á hverju ári út fjölda skýrslna um neytendamál.

Page 88 of 92

TIL BAKA