Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

23.7.2015

BL ehf innkallar 235 Renault Clio IV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 235 Renault Clio IV bifreiðar af árgerðinni 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar
22.7.2015

Ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli þann 7.júlí sl. Farið var í 15 fyrirtæki og fengu sex þeirra fyrirmæli frá Neytendastofu um að bæta ástand verðmerkinga.
21.7.2015

Toyota innkallar 5450 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
20.7.2015

Verðmerkingar í byggingavöruverslunum og timbursölum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá níu byggingavöruverslunum og fimm timbursölum. Þær níu byggingavöruverslunum sem skoðaðar voru tilheyrðu Bauhaus, Byko, BYMOS, Fossberg, Húsasmiðjunni og Múrbúðinni. Kannaðar voru verðmerkingar almennt auk þess sem teknar voru 25 vörur af handahófi þar sem borið var saman hillu- og kassaverð.
17.7.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 286 Chevrolet Captivur

Lógó Chevrolet
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 286 Chevrolet Captiva bifreiðum af árgerð 2011-2015
17.7.2015

Verðmerkingar og vínmál í Hveragerði og á Selfoss

Neytendastofa skoðaði í Hveragerði og Selfossi verðmerkingar og hvort að vínmál á veitingastöðum væru lagi. Farið var á þrjá veitingastaði í Hveragerði og þrjá á Selfossi. Kannað var hvort matseðill væri við inngang og magnupplýsingar drykkja kæmu fram á matseðli. Af þessum sex veitingastöðum
15.7.2015

Toyota á Íslandi innkallar 145 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á sjö Prius + bifreiðum og 138 Auris bifreiðum, árgerð 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf forrit í stjórntölvu fyrir rafmótora.
14.7.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 20/2014 komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn ákvæðum þágildandi laga um neytendalán með skilmála um vaxtaendurskoðun
13.7.2015

Auk neytendavernd með bílaleigubíla í Evrópu

Í dag, 13. júlí, hafa fimm stór bílaleigufyrirtæki samþykkt að endurskoða framkvæmd sína gagnvart neytendum í kjölfar sameiginlegra aðgerða neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Neytendur munu hagnast af skýrari skilmálum um tryggingar og eldsneytisáfyllingar
13.7.2015

BL ehf innkallar 75 Dacia Duster bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 75 Dacia Duster bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf handbremsubarka hvort losnað hafi upp á þeim við handbremsuhandfang inní bíl.
9.7.2015

Dagsektir lagðar á Define the line

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun þess efnis að vefverslunin Define the line skuli greiða dagsektir þar til upplýsingum á síðunni verður komið í lag.
8.7.2015

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá 30. október 2014. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar um öryggisgalla í undirskriftarbúnaði Auðkennis. Þá taldi Neytendastofa að kvartandi hafi ekki verið aðili að rannsókn stofnunarinnar í kjölfar kvörtunarinnar.
6.7.2015

Suzuki bílar hf innkallar 221 Suzuki Ignis bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 221 Suzuki Ignis bifreiðum af árgerðinni 2001-2006. Ástæða innköllunarinnar er að feiti sem notuð er á snertur kveikjulásins getur orðið leiðandi af hitamyndun sem verður við neista myndun
1.7.2015

10 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Neytendastofa fagnar 10 ára stofnafmæli sínu í dag 1. júlí 2015 er lög nr. 62/2005, um Neytendastofu tóku gildi. Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í viðskiptum og stofnun sérstaks eftirlits með réttindum neytenda markaði þáttaskil í neytendavernd hér á landi
30.6.2015

BL ehf innkallar Nissan Note og Nissan Leaf bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi fimm Nissan Note og 30 Nissan Leaf bifreiðar af árgerðinni 2013-2014.
26.6.2015

BL ehf innkallar Subaru Impreza XV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Subaru Impreza XV bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þegar setið er í farþegasæti og aukahlutur er tengdur við 12V notenda innstungu bifreiðar t.d. Ipod eða snjallsíma og viðkomandi snertir járn íhluti bílsins sem er jarðtengdur
24.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu. Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kom að Orkan byði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið töldu félögin fullyrðingarnar ekki standas
22.6.2015

Norræn neytendayfirvöld samhæfa aðgerðir gegn duldum auglýsingum

Á fundi norrænna neytendayfirvalda í Osló þann 15. – 16. júní síðastliðinn var meðal annars rætt að duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa aukist á undanförnum árum. Breið samstaða er um aukið norrænt samstarf og samhæfingu aðgerða á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu norræna neytendayfirvalda sem birtist í dag.
18.6.2015

Um 2500 tilkynningar varðandi hættulegar vörur í Evrópu

Á árinu 2014 voru samtals 2.435 tilkynningar um hættulegar vörur á heimasíðu Rapex. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rapex sem nú hefur verið gefin út fyrir árið 2014. Flestar vörurnar voru leikföng, fatnaður, vefnaðarvörur og tískuvörur. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi hættulegar vörur.
16.6.2015

Neytendastofa kannar blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofa fór núna á dögunum og kannaði merkingar á blöðrum. Á pakkningunni þarf að koma fram að blöðrur séu ekki fyrir átta ára og yngri til að blása upp. Farið var í Hagkaup, Nettó, Krónuna, Bónus, Rúmfatalagerinn, Partýbúðina, A4 og Megastore. Alls voru 350 blöðrur skoðaðar og voru allar merkingar á þeim í lagi.
15.6.2015

Neytendastofa sektar bakarí

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert
14.6.2015

Go Green heimilt að nota gogreencars.is

Neytendastofu barst kvörtun frá bílaleigunni Green Car þar sem kvartað var yfir notkun bílaleigunnar Go Green á léninu gogreencars.is. Taldi Green Car lénið svo líkt léni Green Car, greencar.is, að hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum.
12.6.2015

Viljayfirlýsingu á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína

Innanríkisráðuneytið og Stjórnardeild Alþýðulýðveldisins Kína um gæðaeftirlit, skoðanir og sóttvarnir hafa undirritað viljayfirlýsingu á milli ríkjanna eða MOU (e. Memorandum of Understanding). Samkomulagið hefur verið í vinnslu síðan Liu Yuting, aðstoðarráðherra heimsótti Ísland árið 2013. Frá þeim tíma hafa sérfræðingar skipst á drögum sem eru nú endanleg og var yfirlýsingin undirrituð þann 11. júní síðastliðinn
12.6.2015

Ábyrgðir þegar raftæki eru keypt á netinu

Neytendastofa tók síðast liðið haust þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu á samtals 437 vefsíðum sem selja raftæki (t.d. farsíma, tölvur, myndavélar og sjónvörp). Þar af voru 12 íslenskar vefsíður skoðaðar af Neytendastofu sem valdar voru með hliðsjón af stærð og vinsældum
11.6.2015

Tiger innkallar viðarvélmenni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á viðarvélmenni vegna verksmiðjugalla. Þessi útgáfa af vélmennum getur verið hættuleg þar sem eyrun á hliðunum geta dottið af og valdið köfnunarhættu

Page 40 of 92

TIL BAKA