Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
24.6.2014
Seinni heimsókn í ísbúðir og pósthús
Neytendastofa fór í ísbúðir og pósthús á höfuðborgarsvæðinu í maí sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur.
20.6.2014
Ástand verðmerkinga á Akranesi og Borgarnesi
Dagana 10. – 12. júní sl. voru verðmerkingar kannaðar í 38 fyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi. Af þessum 38 fyrirtækjum fengu átta þeirra fyrirmæli frá Neytendastofu um að bæta ástand verðmerkinga.
20.6.2014
Samræmi milli hillu- og kassaverðs athugað
Dagana 10. – 12. júní sl. voru verðmerkingar kannaðar á Akranesi og Borgarnesi. Heimsótt var 21 fyrirtæki, apótek, byggingavöruverslanir, matvöruverslanir og bensínstöðvar.
14.6.2014
Bönd í 17. júní blöðrum
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
13.6.2014
Tilskipun um réttindi neytenda tekur gildi
Réttindi neytenda um alla Evrópu hafa verið styrkt með tilskipun um réttindi neytenda. Tilskipunin kveður á um réttindi neytenda hvar og hvenær sem þeir kaupa vöru eða þjónustu innan Evrópu, hvort sem er á netinu eða í verslunum. Lög sem innleiða tilskipunina í hverju og einu ríki innan EES taka gildi í dag en á Íslandi er innleiðingu þó ekki lokið. Sum af þeim réttindum sem tilskipunin færir neytendum eru nú þegar í gildi hér á landi en íslenskir neytendur þurfa að bíða lengur eftir því að njóta annarra réttinda sem tilskipunin felur þeim vegna viðskipta hér innanlands.
11.6.2014
Eftirlit Neytendastofu skilar árangri
Í lok apríl sl. fór fulltrúi Neytendastofu á allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í lok maí með seinni heimsókn. Farið var á þær tíu bensínstöðvar sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri ferð
10.6.2014
Bílaumboðið Askja innkallar 72 Kia bíla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 72 KIA Sportage (SLe), framleiddir 7. október 2011 til 21. nóvember 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að í einhverjum bifreiðum getur verið að sætisbeltastrekkjari virki ekki við bílstjórasæti og reynist svo vera verður skipt um hann.
6.6.2014
Smálánafyrirtæki sektuð fyrir of háan kostnað
Neytendastofa hefur eftirlit með því að lánssamningar vegna neytendalána séu í lagi. Hluti af eftirlitinu er að fara yfir hvort allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram í samningum og hvort árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) sé rétt reiknuð. Lánveitendur eiga í lánssamningi að veita neytendum bæði skýrar upplýsingar um kostnað sem fylgir
5.6.2014
Markaðssetning Bauhaus á Garðkrafti
Neytendastofu barst kvörtun frá Fóðurblöndunni yfir markaðssetningu Bauhaus á áburðinum Garðkrafti sem kynntur sé í verslun fyrirtækisins með vörumerkinu „Blákorn“ sem sé skráð eign Fóðurblöndunnar. Slík markaðssetning geti valdið ruglingi.
4.6.2014
Mínar síður liggja niðri
Af óviðráðanlegum ástæðum hefur flutningur Rafrænnar Neytendastofu til nýs hýsingaaðila dregist.
4.6.2014
Heitið Eignamat
Neytendastofu barst kvörtun frá eiganda lénsins eignamat.is vegna notkunar fyrirtækisins Eignamats ehf. á heitinu. Kvartandi og Eignamat ehf. séu í samkeppni þar sem báðir aðilar fáist við mat á eignum. Kvartandi hafi átt og notað lénið frá árinu 2007 en Eignamat ehf. hafi verið skráð fyrirtæki frá árinu 2009
3.6.2014
Markaðssetning Sparnaðar bönnuð
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um markaðssetningu Sparnaðar á viðbótarlífeyristryggingu í tilefni kvörtunar Allianz. Í samanburðarauglýsingu sem Sparnaður notaðist við í símasölu og hafði í einhverjum tilvikum sent neytendum í tölvupósti var borin saman viðbótarlífeyristrygging sem þýsku tryggingafélögin Bayern og Allianz bjóða hér á landi.
28.5.2014
Vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána Íslandsbanka
Neytendastofu hefur tekið ákvörðun um að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna. Stofnuninni barst kvörtun frá Hagsmunasamtökunum yfir markaðssetningu Íslandsbanka á þjónustu sem bankinn kallar „Vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána“.
28.5.2014
BL ehf innkallar 57 Hyundai

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai IX-35 bifreiðum, framleiddir 17. október 2011 til 8. júní 2012
27.5.2014
Verðmerkingar í pósthúsum kannaðar
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 10 pósthús og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort söluvara væri verðmerkt. Verðlisti var á öllum stöðum en gerð var athugasemd við tvö pósthús, Póstinn Stórhöfða og Póstinn Dalvegi þar sem vantaði
23.5.2014
66° Norður innkallar barnafatnað

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá 66° Norður.
22.5.2014
Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur felld úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2013.
22.5.2014
Verðmerkingar í ísbúðum kannaðar
Dagana 14. – 16. maí sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga í 19 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
20.5.2014
Alþjóðlegi mælifræðidagurinn 2014
Ár hvert halda mælifræðistofnanir upp á 20. maí því að þann dag árið 1875 var metrasamþykktin undirrituð
19.5.2014
Innköllun á Canon PowerShot SX50 myndavélum

Neytendastofu barst tilkynning frá Nýherja hf., umboðsaðila Canon á Íslandi, þess efnis að skipta þarf um svokallaðan sjónglugga (viewfinder) á fáeinum Canon myndavélum af gerðinni PowerShot SX50 HS, framleiddar á tímabilinu 1. september og 15. nóvember 2013, með raðnúmer sem byrja á „69“,“70“ eða „71“ og eru með 1 sem sjötta tölustaf í raðnúmerinu.
16.5.2014
Bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins kannaðar

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá 72 bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu núna í maí sl. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athugað á milli hillu- og kassaverðs.
15.5.2014
FESA fundur maí 2014
FESA (Forum of European Supervisory Authorities for Electronic Signatures) fundur var haldinn á Íslandi 7. og 8. maí.
6.5.2014
Áfrýjunarnefnd staðfestir stjórnvaldssekt
Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart iStore og eiganda hennar. Ummælin voru talin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að hafa viðskipti. Um var að ræða endurtekið brot og taldi Neytendastofa því rétt að leggja 150.000 kr.
5.5.2014
Toyota á Íslandi innkallar Yaris

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Yaris bifreiðum vegna bilunnar í festingu í mælaborði fyrir stýrissúlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009.
5.5.2014
Innköllun á Dyson AM04 og AM05 hiturum

Dyson innkallar Dyson Hot og Dyson Hot+Cool (AM04 and AM05) hitara. Þetta á við um alla liti af ofangreindum hiturum. Þetta á ekki við Dyson’s Air Multiplier kæliviftur (AM01, AM02, AM03, AM06, AM07 og AM08). Ástæðan er sú að skammhlaup hefur orðið og kviknað hefur í fjórum hiturum
Page 49 of 93