Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
18.12.2014
4G auglýsingar Nova bannaðar
Neytendastofa hefur bannað frekari birtingu 4G auglýsinga Nova þar sem fram koma fullyrðingar um hraða þjónustunnar. Stofnuninni bárust kvartanir bæði frá Símanum og Tal þar sem kvartað var yfir auglýsingum Nova.
17.12.2014
Neytendastofa kannar verðupplýsingar bílasala
Neytendastofa kannaði í haust verðmerkingar á bílasölum og vefsíðum bílasala. Farið var í 31 bílasölu á höfuðborgarsvæðinu og athugað hvort verðskrá yfir þjónustu bílasala væri sýnileg á staðnum sem dæmi þarf söluþóknun að koma skýrt fram. Gerðar voru athugasemdir við fjórar bílasölur.
16.12.2014
Húsasmiðjan sektuð
Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna vegna verðmerkinga. Um er að ræða sekt fyrir skort á verðmerkingum í verslunum félagsins í Reykjanesbæ og á Akranesi.
12.12.2014
BL ehf innkallar 99 Nissan Leaf bíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 99 Nissan Leaf bíla af árgerðinni 2013-2014.
11.12.2014
Tiger innkallar kertastjaka

Tiger hefur innkallað kertastjaka með vörunúmerunum 1002960 og 1002961.
10.12.2014
Lén og vörumerki Þyrluþjónustunnar
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND.
9.12.2014
Seinni heimsókn Neytendastofu á dekkjaverkstæði
Neytendastofa kannaði dekkjaverkstæði höfuðborgarsvæðisins í október sl. í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár væri sýnileg fyrir viðskiptavini. Þessari könnun var svo fylgt eftir og var farið á þau 14 dekkjaverkstæði sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri heimsókn.
8.12.2014
Bernhard ehf innkallar 215 Honda bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 215 Honda bifreiðar af gerðunum CR-V, Civic, Jazz, Accord og Stream af árgerðinni 2002-2003
5.12.2014
Heitið Iceland taxi tours
Neytendastofa hefur lokið ákvörðun í máli þar sem Iceland taxi kvartaði yfir heitinu Iceland taxi tours og léninu icelandtaxitours.is
5.12.2014
Ákvörðun Neytendastofu staðfest af áfrýjunarnefnd neytendamála
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu Neytendastofu vegna ætlaðra brota Jafnréttishúss ehf. á ákvæðum laga 57/2005.
5.12.2014
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að bæklingur Tölvuteks sem bar yfirskriftina „DESEMBER TILBOГ hefði að geyma auglýsingar sem brytu í bága við útsölureglur þar sem ekki var um verðlækkun að ræða.
5.12.2014
Lénið gti.is
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar lénsins gti.is.
2.12.2014
Toyota innkallar 613 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 613 Toyota bíla af gerðunum Auris, Corolla, Urban Cruiser og Yaris af árgerðinni 2008 - 2014.
1.12.2014
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest bann Neytendastofu við birtingu Tæknivara á auglýsingu um Samsung Galaxy S4 farsíma. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að auglýsingin
28.11.2014
BL ehf innkallar Nissan Qashqai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan Qashqai bifreiðum af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að í versta tilfelli getur dráttarbeisli
26.11.2014
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats.
25.11.2014
Brimborg ehf innkallar Volvo XC60

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um innköllun á 87 Volvo xc60 bifreiðum af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunarinnar er að bilun
25.11.2014
Bílabúð Benna innkallar 67 Chevrolet Spark

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 67 Chevrolet Spark árgerð 2013-2014. Chevrolet hefur uppgötvað hugsanlega bilun í gírkassapúða í viðkomandi bílum. Ef bilunarinnar verður vart þá getur gírkassinn færst til og þá gæti mögulega driföxull farið úr sambandi og bifreiðin því orðið óökuhæf. Skipt verður um
24.11.2014
Álit EFTA dómstóls styður niðurstöðu Neytendastofu að 0% sé óheimilt
EFTA dómstóllinn hefur gefið út ráðgefandi álit um að óleyfilegt sé samkvæmt tilskipunum um neytendalán að færa inn 0% verðbólgu við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) þegar verðbólga er fyrir hendi þegar útreikningur er gerður. Í máli nr. 8/2014 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu
18.11.2014
Innköllun Bibi snuða

Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun nýrrar tegundar Bibi snuða frá Nuggi, All new generation soothers, snuðið er frekar gegnsætt í útliti og ekki með snuðhaldi
17.11.2014
Lokað eftir hádegi í dag
Neytendastofa verður lokuð eftir hádegi í dag, mánudaginn 17. nóvember, vegna starfsdags.
Bent er á að ábendingum má koma til Neytendastofu í gegnum Mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
14.11.2014
Sölubann á Galdrasett og Galdradót Einars Mikaels
Neytendastofa vill vekja athygli þeirra sem eiga ,,Galdrasett Einars Mikaelsʻʻ eða ,,Galdradót Einars Mikaelsʻʻ að vörurnar innihalda smáhluti sem geta fests í koki og þar með valdið köfnunarhættu hjá börnum. Vörurnar eru því ekki ætlaðar börnum yngri en þriggja ára
12.11.2014
Jaguar innkallar bíla
Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex innköllun frá Jaguar Land Rover Limited á Jaguar bifreiðum af gerðinni XJ, XF og F-Type. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslu-tímabili frá
7.11.2014
Sektarákvarðanir staðfestar
Neytendastofa hefur á þessu ári sektað 29 verslanir fyrir brot gegn verðmerkingarreglum. Húsasmiðjan Skútuvogi og Kostur kærðu sektarákvarðanir sínar til áfrýjunarnefndar neytendamála og fóru fram á að sektirnar yrði felldar úr gildi.
7.11.2014
Samkaup innkallar gölluð ilmkerti

Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun teljósa með ilmi. Um er að ræða teljós sem hafa verið seld í verslununum Samkaup úrval, Samskaup strax, Nettó og Kaskó. Þetta eru fjórar gerðir kerta með fjórum ilmtegundum: jarðarberja, ferskju, vanillu og lín, hafa verið seld í 25 stykkja pokum.
Page 45 of 93