Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

29.1.2015

Bernhard innkallar Peugeot 308 II bifreið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Peugeot 308 II bifreið af árgerðinni 2013. Ástæða innköllunarinnar er að skipta þarf út læsingarhring á gírstöng
29.1.2015

Askja innkallar 135 Mercedes Benz bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 135 Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni Sprinter, ML, SLK, C-Class, E-Class Coupe/Conv, CLS, S-Class, CSA, GLA, A-Class og B-Class með motor OM651
23.1.2015

Hekla hf innkallar VW Polo GP bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi VW Polo GP bifreiðar af árgerðinni 2015.
21.1.2015

BL ehf innkallar 198 Nissan Qashqai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 198 Nissan Qashqai J10 bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að styrkleika missir getur komið fram í festingu stýris
20.1.2015

Askja innkallar 7 Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 7 Mercedes Benz Actros/Antos bíla af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á lausri skrúfu/bolta á stífu sem tengis loftpúðafjöðrum að framan og þarf að herða á skrúfu/boltum.
9.1.2015

Námskeið vigtarmanna 19. - 21. janúar

Neytendastofa mun daganna 19. - 21. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Þekkingarsetur Þingeyjinga á Húsavík.
9.1.2015

Nicotinell auglýsingar ósanngjarnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Vistor, umboðsaðila Nicorette hér á landi, yfir auglýsingum Artasan, umboðsaðila Nicotinell, þar sem því var haldið fram að auglýsingarnar væri villandi og ósanngjarnar bæði gagnvart neytendum og keppinautum.
8.1.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Plúsmarkaðinn vegna verðmerkinga á síðasta ári. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest sektina. Í úrskurðinum kemur fram að það hafi verið í fullu samræmi við meðalhófsreglu að beita sektum fyrir brot
8.1.2015

Bönd og reimar í barnafötum

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem skoðað var hvort að bönd og reimar í barnafatnaði væru of löng. Á hverju ári verða börn fyrir slysum um allan heim vegna þess að bönd eða reimar hafa verið of löng, í fatnaði. Vegna þessa hafa þau flækst t.d. í reiðhjólum, hurðum og í leikvallartækjum.
5.1.2015

Neytendastofa sektar hjólbarðaverkstæði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað fimm hjólbarðaverkstæði í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Neytendastofa fór í heimsóknir á hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli um að lagfæra
29.12.2014

Veitingastaðnum Loftið bannað að nota heitið Loftið.

Neytendastofa hefur bannað veitingastaðnum Loftið sem rekinn er af Boltabarnum ehf. að nota heitið Loftið. Stofnuninni barst kvörtun frá keppinautnum Farfuglar ses sem rekur m.a. Loft Bar, þar sem fyrirtækið taldi að brotið væri gegn rétti sínum með notkun heitisins.
29.12.2014

Neytendastofa sektar A4 vegna TAX FREE auglýsinga

A4 Skrifstofa og skóli ehf. auglýsti svonefndan TAX FREE afslátt af vörum verslunarinnar, dagana 25.-28. september 2014. Í auglýsingum A4 kom hins vegar ekki fram hver afsláttarprósenta tilboðsins væri. Með ákvörðun Neytendastofu þann 10. janúar 2013 hafði stofnunin bannað A4 að auglýsa með sama hætti,
29.12.2014

Innköllun á Esska snuðhöldurum í Lindex

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á að Lindex hefur innkallað snuðhaldara frá Esska, vörunúmer 7163714
23.12.2014

Lög um neytendalán og lán tryggð með handveði

Neytendastofa vill, í tilefni umfjöllunar í fjölmiðlum um lánveitingar Kaupum allt gull, vekja athygli á gildissviði laga um neytendalán og ástæðu þess að lánveitingar Kaupum allt gull telst ekki neytendalán. Fjölmiðlar hafa greint frá því að lánveiting Kaupum allt gull teljist ekki neytendalán þar sem lánið sé aðeins veitt til þriggja mánaða í senn og endurnýist við hverja vaxtagreiðslu.
22.12.2014

Google og Apple hafa brugðist við kröfum neytenda

Neytendastofa tekur þátt í samstarfi evrópskra eftirlitsstofnana á sviði neytendamála, svonefndu Consumer Protection Cooperation Network. Eitt af fjölmörgum viðfangsefnum hafa verið svokölluð „in-app“ kaup en með þeim er átt við rafræn kaup í smáforritum (öppum) eða tölvuleikjum. Mikill fjöldi kvartana hefur borist frá neytendum á evrópska efnahagssvæðinu vegna þessa.
19.12.2014

Innköllun á kertum

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun Gies á kertum vegna mögulegrar slysahættu. Í tilkynningu frá umboðsaðila Gies á Íslandi, Ölgerðinni, kemur fram að þýski kertaframleiðandinn Gies hafi ákveðið að innkalla kubbakerti vegna slysahættu. Kubbakertin eru í stærðum 100x58, 130x58, 160x58 og 200x68 og í öllum litum sem seld hafa verið í verslunum.
19.12.2014

Firmaheitið og vörumerkið CITY TAXI

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar City Taxi ehf. (áður Borgarleiðir ehf.), á vörumerkinu CITY TAXI og vegna skráningar á firmaheitinu City Taxi ehf.
18.12.2014

4G auglýsingar Nova bannaðar

Neytendastofa hefur bannað frekari birtingu 4G auglýsinga Nova þar sem fram koma fullyrðingar um hraða þjónustunnar. Stofnuninni bárust kvartanir bæði frá Símanum og Tal þar sem kvartað var yfir auglýsingum Nova.
17.12.2014

Neytendastofa kannar verðupplýsingar bílasala

Neytendastofa kannaði í haust verðmerkingar á bílasölum og vefsíðum bílasala. Farið var í 31 bílasölu á höfuðborgarsvæðinu og athugað hvort verðskrá yfir þjónustu bílasala væri sýnileg á staðnum sem dæmi þarf söluþóknun að koma skýrt fram. Gerðar voru athugasemdir við fjórar bílasölur.
16.12.2014

Húsasmiðjan sektuð

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna vegna verðmerkinga. Um er að ræða sekt fyrir skort á verðmerkingum í verslunum félagsins í Reykjanesbæ og á Akranesi.
12.12.2014

BL ehf innkallar 99 Nissan Leaf bíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 99 Nissan Leaf bíla af árgerðinni 2013-2014.
11.12.2014

Tiger innkallar kertastjaka

Mynd með frétt
Tiger hefur innkallað kertastjaka með vörunúmerunum 1002960 og 1002961.
10.12.2014

Lén og vörumerki Þyrluþjónustunnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND.
9.12.2014

Seinni heimsókn Neytendastofu á dekkjaverkstæði

Neytendastofa kannaði dekkjaverkstæði höfuðborgarsvæðisins í október sl. í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár væri sýnileg fyrir viðskiptavini. Þessari könnun var svo fylgt eftir og var farið á þau 14 dekkjaverkstæði sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri heimsókn.
8.12.2014

Bernhard ehf innkallar 215 Honda bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 215 Honda bifreiðar af gerðunum CR-V, Civic, Jazz, Accord og Stream af árgerðinni 2002-2003

Page 45 of 93

TIL BAKA