Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

17.10.2014

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 41 Lexus bifreiðar af gerðunum GS, IS og LS. Bifreiðarnar eru framleiddar á árunum 2005 til 2008
16.10.2014

Verðskrá á dekkjaverkstæðum

Neytendastofa kannaði á dögunum verðmerkingar á dekkjaverkstæðum höfuðborgarsvæðisins. Nú fer að koma að því að landsmenn þurfi að skipta yfir á vetrardekkin og eiga neytendur rétt á því að geta gert verðsamanburð á milli verkstæða og leitað eftir bestu tilboðunum. Farið var á 35 dekkjaverkstæði og athugað hvort verðskrá yfir alla framboðna þjónustu væri sýnileg.
13.10.2014

Brimborg innkallar Ford

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg varðandi innkallanir 392 Ford bifreiðum. Um er að ræða 381 Ford Escape bifreiðar árgerð 2008-2011 og 11 Ford Explorer framleidda á tímabilinu 11/2/2011 til 23/1/2012. Um er að ræða 381 bifreið.
10.10.2014

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa fór í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu núna í september sl.til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir með seinni heimsókn í þær fimm sundlaugar sem stofnunin hafði áminnt eftir fyrri könnun
9.10.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 163 Suzuki Swift birfreiðum af framleidda árið 2013 og 2014.
3.10.2014

Apótek Vesturlands sektað

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi og gerði kröfur um endurbætur þar sem þörf var á.
3.10.2014

Úrskurður áfrýjunarnefnda

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnunin notkun á auðkenninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is þar sem mikil hætta væri á ruglingi milli þess og vörumerkisins Fabrikkan sem er í eigu Nautafélagsins
1.10.2014

Toyota innkallar Hilux

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi eina Hilux bifreið árgerð 2011 vegna hugsanlegs galla í stýri.
29.9.2014

IKEA innkallar barnarólu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á GUNGGUNG barnarólu vegna slysahættu. Barnarólan hefur verið seld á öllum IKEA mörkuðum frá 1. apríl 2014. Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að borist hafi tilkynningar um að festingar rólunnar standist ekki öryggiskröfur IKEA og geti valdið slysum
26.9.2014

Ákvörðun um vaxtaendurskoðunarákvæði Íslandsbanka

Neytendastofu barst kvörtun frá neytanda yfir vaxtaendurskoðunarákvæði í lánssamningi hans hjá Íslandsbanka.
23.9.2014

Námskeið vigtarmanna 6 - 8 október

Neytendastofa mun daganna 6 - 8 október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
22.9.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Jimny

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 132 Suzuki Jimny bifreiðum framleiddir á tímabilinu 7. maí 2012 til 24. mars 2014.
19.9.2014

Auglýsingar um fimm ára ábyrgð á Toyota bílum

Neytendastofu barst kvörtun Toyota á Íslandi hf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf., sem rekur Stóru bílasöluna. Meðal annars var kvartað yfir auglýsingum Úranusar um fimm ára ábyrgð. Toyota hafi fyrst íslenskra bifreiðafyrirtækja boðið fimm ára ábyrgð og greiði framleiðanda sérstaklega fyrir hana
19.9.2014

Notkun á heitinu Rekstrarvörur

Neytendastofu barst kvörtun Rekstrarvara ehf. vegna notkunar Olís á heitinu Rekstrarvörur. Töldu Rekstrarvörur notkunina óheimila og brjóta gegn réttindum sínum þar sem félagið eigi skráð orðmerkið REKSTRARVÖRUR
19.9.2014

Ákvörðun um samanburð Hringdu á síma- og internetþjónustu

Neytendastofu barst kvörtun frá Tal yfir samanburðarauglýsingum Hringdu þar sem borið var saman verð á síma- og internetþjónustu hjá Hringdu og Tal, Vodafone og Símanum.
19.9.2014

Auðkennið Activity Group

Neytendastofu barst kvörtun frá Skálpa ehf. yfir skráningu og notkun Afþreyingarhópsins ehf. á auðkenninu Activity Group. Fyrirtækin eru keppinautar á sviði ferðaþjónustu.
18.9.2014

Söluvörur illa verðmerktar í sundlaugum

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 16 sundlaugar og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og einnig hvort söluvörur og veitingar væru verðmerktar.
17.9.2014

Villandi afsláttamerkingar Sports Direct

Neytendastofu barst kvörtun frá Intersport yfir framkvæmd útsölu og verðmerkinga Sports Direct og hefur stofnunin nú lokið ákvörðun í málinu.
16.9.2014

IKEA innkallar GUNGGUNG barnarólu vegna slysahættu

Mynd með frétt
IKEA hvetur þá viðskiptavini sem eiga GUNGGUNG barnarólu að taka hana tafarlaust úr notkun og skila henni í IKEA verslunina þar sem hún verður endurgreidd að fullu.
15.9.2014

Áreiðanlegur listi – aukið traust á rafrænum skilríkjum á EES-svæðinu

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur hefur nú lokið við innleiðingu á Áreiðanlegum lista (e. Trusted List) en það er forsenda þess að rafrænar undirskriftir frá Íslandi séu viðurkenndar og samþykktar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
11.9.2014

Söfn höfuðborgarsvæðisins

Neytendastofa fór á söfn höfuðborgarsvæðisins í júní sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í ágúst með seinni heimsókn. Farið var á Árbæjarsafn og á Sögusafnið Grandagarði
10.9.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf. um innköllun á 85 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu
9.9.2014

Verðmerkingarsektir staðfestar

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þrjár verðmerkingarsektir Neytendastofu sem kærðar voru til nefndarinnar. Um er að ræða 50.000 kr. sekt sem Neytendastofa lagði á Fiski Gallerý fyrir skort á verðmerkingum í versluninni og tvær 50.000 kr. sektir sem Neytendastofa lagði á Cafe Kringlan og Blátt fyrir að magnupplýsingar drykkja væri ekki að finna í matseðli á veitingastöðunum Cafe Klassík og Cafe Blu
5.9.2014

Réttindi flugfarþega vegna eldgoss

Neytendastofa vill benda flugfarþegum á að kynna sér réttindi sín vegna tafa og aflýsinga á flugi af völdum eldgossins. Ef flugi seinkar eða því er aflýst verður flugfélag að bjóða farþegum endurgjaldslaust
3.9.2014

Norrænt átak gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu

Norrænir umboðsmenn sem jafnframt eru forstjórar neytendastofnana hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu. Á fundi sem fram fór í Kaupmannahöfn hafa forstjórarnir einnig ákveðið að auka alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn þessum brotum gagnvart neytendum, segir í sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra frá fundinum.

Page 47 of 93

TIL BAKA