Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

29.10.2013

Auglýsing Nýherja ekki talin villandi

Prentvörur lögðu fram kvörtun vegna auglýsingar Nýherja um þjónustu að nafni Tölvuský með yfirskriftinni „Vertu með ALT undir CTRL“. Töldu Prentvörur fullyrðinguna ósannaða og til þess fallna að vera villandi fyrir
28.10.2013

Óverðmerktar verslanir í miðbæ Reykjavíkur

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í seinni eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í þær 17 verslanir sem höfðu fengið áminningu frá Neytendastofu vegna síðustu eftirlitsferðar sem farin var á tímabilinu 12. – 22 ágúst sl. Neytendastofa gerði athugasemdir við að fimm verslanir höfðu ekki komið verðmerkingum í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga. Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.
25.10.2013

Ummæli fyrirsvarsmanns IPhone.is í lagi

Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrirsvarsmaður netverslunarinnar Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, fyrirsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust
25.10.2013

Neytendastofa sektar eiganda Buy.is

Neytendastofu barst kvörtun frá iStore yfir ummælum Buy.is á Facebook síðu Buy.is þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum
24.10.2013

Tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó BS hefur verið að dreifa. Bannið er sett í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst um að Strætó BS væri að dreifa endurskinsmerkjum sem ekki væru í lagi.
23.10.2013

Tímabundið sölubann á leikföng framlengt

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að framlengja hið tímabundna sölubann um fjórar vikur og veita frekari frest til þess að skila inn gögnum til stofnunarinnar. Rétt er að taka sérstaklega fram að sölubannið á ekki aðeins við um þær vörur sem seldar eru í þessum verslunum heldur tekur bannið til allra verslana
23.10.2013

Aflétting sölubanns hjá Húsasmiðjunni

Þann 7. október síðastliðinn lagði Neytendastofa tímabundið sölubann á hitateppi í verslun á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskar leiðbeiningar vantaði á það, sbr. frétt Neytendastofu frá 9. október 2013, en lög og reglur settar samkvæmt þeim gera ráð fyrir því
18.10.2013

Ástand verðmerkinga og voga í fiskbúðum ekki gott

Í september síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru löggildingar á vogum skoðaðar. En vogir sem notaðar eru til að ákvarða verð á vöru eiga að mæla rétt og vera löggiltar.
15.10.2013

Skylda til að auglýsa árlega hlutfallstölu kostnaðar

Endurskoðuð lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember 2013. Í gilandi lögum um neytendalán sem og í ákvæðum hinna nýju laga er kveðið á um að þegar auglýst eru lán til neytenda þá er ávallt skylt að geta um árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í árlegri hlutafallstölu kostnaðar
14.10.2013

Auglýsing Hringdu og ummæli í blaðagrein bönnuð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum.
10.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 430 Nissan bifreiðum, Qashgai (J10) og X-trail (T31). Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2006 (nóv) til 2013 (apríl). Ástæða innköllunarinnar er sú að skemmd getur komið upp í
4.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 bifreiðum af tegundinni Qashgai J10 (framleidda 1. des, 2006 - 15. maí 2012) og X-Trail T31 (framleidda 29. nóv, 2006- 11. okt. 2011). Ástæða innköllunar er sú að á slæmum vegum getur reim CVT-skiptingar snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og/eða grip missi í drifhjólum. Ef ökutæki er ekið áfram í þessu ástandi getur sú staða komið upp að bilannaljós (MIL) komi upp með
2.10.2013

Sölubann á snuð með ljósi

Mynd með frétt
Neytendastofu barst ábending um snuð sem hafði brotnað í munni barns þegar það féll fram fyrir sig með þeim afleiðingum að barnið hlaut skurð í efri góm. Neytendastofa óskaði eftir gögnum sem sýndu fram á að snuðið væri í lagi. Engin gögn
1.10.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í Smáralind

Farið var í þau sex fyrirtæki 66 Norður, Joe boxer, Smash, Tal , Cintamani og Dorothy Perkins sem fengið höfðu bréf frá Neytendastofu til að athuga hvort verslunareigendur hefðu farið að tilmælum um úrbætur. Cintamani var eina verslunin sem enn
30.9.2013

Könnun Neytendastofu á þyngd forpakkninga.

Neytendastofa gerði könnu á þyngd forpakkninga frá 17 framleiðendum. Framkvæmd var úrtaksvigtun, þar sem skoðað var hvort raunveruleg þyngd vöru væri í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Skoðaðar voru 24 ólíkar vörutegundir og má þar nefna: kæfu, skinku, pepperoni, osta, gos, bökunarvörur, brauð, salat og pylsur.
27.9.2013

BL ehf. innkallar Land Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Land Rover bifreiðum, Freelander og Evogue. Um er að ræða 25 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur orðið vart við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði(um 4% bifreiðanna).
26.9.2013

Haustnámskeið vigtarmanna

Almennt vigtarmannanámskeið verður haldið 7. - 9. október 2013. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. október kl. 9:30 að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Aðilar sem fengið hafa bráðabirgðalöggildingu í sumar eru með réttindi
26.9.2013

Eftirfylgni eftirlits á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Þann 5. September sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirfylgni hjá fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði. Farið var í 10 fyrirtæki, 2 matvöruverslanir, 2 sérvöruverslanir og 6 veitingastaði.
25.9.2013

Verðmerkingar í miðbæ Reykjavíkur

Mynd með frétt
Verslunareigendur eru skyldugir til að hafa verðmerkingar skýrar og vel sýnilegar bæði inni í verslun og í sýningargluggum. Dagana 12. – 22 ágúst sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í 119 verslanir og skoðað hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Verðmerkingar voru ekki í lagi í 17 verslunum. Það voru verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr.
23.9.2013

Tímabundið sölubann á leikföng

Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.
20.9.2013

Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi

Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu
19.9.2013

Firmaheitið istore bannað

Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami aðili rekur eru í samkeppni við verslunina iStore.
18.9.2013

Verðmerkingar í Kringlunni

Í byrjun júlí heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 108 sérvöruverslanir Kringlunnar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Reyndust 10 verslanir ekki vera með verðmerkingarnar í lagi. Í byrjun september var athugað hvort verslanirnar
9.9.2013

Eftirlit með vogum í matvöruverslunum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur skoðað undanfarið ástand löggildingar voga í matvöruverslunum. Þar er átt við vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru til verðlagningar í verslunum á tveggja ára fresti. Við löggildingu á vogum er sannreynt að vogin sé að vigta rétt.
4.9.2013

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreiðar af gerðinni Lexus RX400h

Page 53 of 92

TIL BAKA