Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

9.11.2015

Útvarpsauglýsing Skeljungs villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverzlun Íslands hf. vegna auglýsinga Skeljungs á Orkulyklinum, en í auglýsingunni kom fram fullyrðingin: „[Orkulykillinn] veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“
6.11.2015

Neytendastofa sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á Suðurlandi og í Reykjavík sektað sex fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga hjá þeim. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða almennt
4.11.2015

Verðmerkingar í verslunum og á vefsíðum golfverslana

Neytendastofa kannaði verðmerkingar og merkingar á vefsíðum golfverslana á Höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hjá Golfbrautin, Golfbúðin, Golfskálinn, Hole in One og Örninn Golfverslun.
2.11.2015

Lindex innkallar barnavesti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Lindex á bleiku barnavesti með vörunúmeri 7233167 sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að hnapparnir hafa ekki verið festir
30.10.2015

Ólavía og Oliver innkalla Julia barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Ólavíu og Oliver á barnarúmi frá Basson sem heitir Julia. Barnarúmið getur verið hættulegt börnum þar sem þeim getur stafað hengingarhætta af því hvernig horn rúmsins eru hönnuð.
28.10.2015

Toyota innkallar 2249 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2249 Yaris, Corolla, Auris, Rav4, Urban Cruiser bifreiðar af árgerðum frá 2005-2010.
23.10.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um loftið

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Boltabarsins á heitinu væri til þess fallin að valda ruglingshættu við Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Taldi Neytendastofa að líta yrði til þeirrar ríku
22.10.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 53/2014 vegna kvörtun Norðurflugs ehf. vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND
21.10.2015

Innköllun á Silver Cross Micro kerrum

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Silver Cross Micro kerru. Ástæða innköllunarinnar er að hætta er á að barn geti skorið sig á skörpum brúnum eða klemmt
15.10.2015

Lokun skiptiborðs Neytendastofu vegna verkfalls SFR

Skiptiborð Neytendastofu verður að óbreyttu lokað frá fimmtudeginum 15. október til miðvikudagsins 21. október vegna verkfalls félagsmanna SFR. Ekki verður brugðist við tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is fyrr en að verkfalli loknu á miðvikudag.
14.10.2015

Toyota innkallar 32 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 32 Toyota Proace bifreiðar árgerð 2013.
6.10.2015

Öryggi neytenda í Evrópu

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem fram koma ábendingar til allra ríkja um hættulegar vörur aðrar en matvæli, lækningavörur og lyf. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum um hættulegar vörur eins fljótt og auðið er.
5.10.2015

Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer

Mynd með frétt
Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á loftpúðum. Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Lancer árgerðum 2003 til 2008.
1.10.2015

Villandi samanburðarauglýsingar Gagnaveitunnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna auglýsinga Gagnaveitunnar á ljósleiðara. Í auglýsingunum var vatnsglas og vatnsflaska meðal annars notuð sem myndlíking fyrir eiginleika ljósleiðara samanborið við aðra gagnaflutningstækni á markaði.
30.9.2015

Neytendastofa sektar Símann

Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.
29.9.2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.
28.9.2015

Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013.
23.9.2015

Skorkort neytendamála sýnir þörf á úrlausnarleiðum utan dómstóla

Skorkort neytendamála fyrir árið 2015 sýnir að markaður fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri hefur enn tækifæri til að stækka. Aðspurðir svörðu 61% neytenda því að þeir upplifi sig öruggari í viðskiptum í sínu ríki heldur en yfir landamæri. Skorkortið, sem einblínir að þessu sinni á rafrænan innri markaði, leiðir einnig í ljós að vantraust, landfræðilegar hindranir og mismunun í verði eru enn helstu hindranirnar fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri.
18.9.2015

Ilva innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
16.9.2015

Námskeið vigtarmanna 5. – 7. Október

Neytendastofa mun daganna 5. - 7. október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslu- og símenntunarmiðstöðina Visku í Vestmannaeyjum.
14.9.2015

Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2.
11.9.2015

Neytendastofa sektar bílasölur

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á.
11.9.2015

Slæmt ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa gerði könnun í júlí sl. á ástandi verðmerkinga hjá 15 fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli. Þessari könnun var svo fylgt eftir í lok ágúst og var ástand skoðað hjá þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn
4.9.2015

Seinni eftirlitsferð á Selfoss og í Hveragerði

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og hvort að það væri ekki samræmi á milli hillu- og kassaverðs hjá 54 verslunum í Hveragerði og á Selfossi. Kom í ljós að verðmerkingar voru ekki í lagi í 23 fyrirtækjum. Þegar könnuninni var fylgt eftir kom í ljós að níu fyrirtæki höfðu ekki farið eftir fyrirmælum Neytendastofu um að lagfæra verðmerkingarnar hjá sér.
2.9.2015

Ólavía og Óliver innkalla barnabók

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns

Page 40 of 93

TIL BAKA