Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
29.4.2013
BYKO innkallar hættuleg trampólín

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BYKO um innköllun á 4,3 m trampólíni með öryggisneti sem seld voru árið 2011. Komið hefur í ljós að suðusamsetning, sem tengir járnhringinn við lappirnar, getur gefið sig.
18.4.2013
Lénið litlaflugan.is
Litla flugan ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Litlu flugunnar textílverkstæðis ehf. á léninu litlaflugan.is. Litla flugan ehf. sé leiðandi vörumerki meðal veiðimanna og fluguhnýtara
16.4.2013
BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan bifreiðum, Almera N16, Navara Double Cab D22, Pathfinder R50, X-Trail T30, Patrol Y61, Terrano R20.
16.4.2013
Ákvörðun vegna auglýsinga Póstdreifingar
Íslandspóstur kvartaði yfir auglýsingu Póstdreifingar þar sem fram kom að fyrirtækið sæi um að koma bæklingi um þjóðaratkvæðagreiðslu inn á hvert heimili á landinu. Að mati Íslandspóst mátti skilja auglýsinguna þannig að Póstdreifing dreifi bæklingnum inn á öll heimili í landinu og að dreifikerfi Póstdreifingar sé svo víðtækt að það nái um allt landi.
15.4.2013
Bernhard ehf innkallar Honda bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni Accord. Um er að ræða alls 1054 bifreiðar árgerð 2002-2008.
15.4.2013
Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála
Lyfjagreiðslunefnd kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga Skipholtsapóteks þar sem auglýst voru lyf á heildsöluverði. Með bréfi Neytendastofu dags. 6. september 2012 var tekin sú ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða vegna auglýsinganna.
12.4.2013
Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á Yaris framleidd á tímabilinu 2001-2003, Corolla framleidd á tímabilinu 2000-2002, Avensis framleidd á tímabilinu 2002-2003 og Lexus SC430 framleidd á tímabilinu 2000-2003. Um er að ræða í kringum 700 bifreiðar.
4.4.2013
Hekla hf. innkallar Mitsubishi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Mitsubishi i-MiEV rafmagns fólksbifreiðum. Um er að ræða 9 bifreiðar árgerð 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að
3.4.2013
BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan Juke F15. Um er að ræða 5 bifreiðar árgerð 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að þegar loftpúði í stýri á Juke springur út þá geta
2.4.2013
Niðurstöður könnunar um bankareikninga fyrir neytendur
Gerð var almenn og opin könnun hjá ESB til að fá fram sjónarmið stjórnvalda og hagsmunaaðila á EES svæðinu hvort allir geti stofnað bankareikninga, hvort auðvelt sé fyrir neytendur að færa viðskipti milli banka og hvort vandamál séu varðandi upplýsingar sem gefnar eru til neytenda um þjónustugjöld banka.
21.3.2013
Tilkynning varðandi Iron Gym

Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda um að hættulegt æfingatæki væri á markaðnum. Um er að ræða Iron Gym upphífingastöng sem seld er í versluninni Hreysti. Kvörtunin barst í kjölfar slyss sem varð þegar notandi féll aftur fyrir sig við það að tækið losnaði af dyrakarmi.
19.3.2013
BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Megane II Estate. Um er að ræða 236 bifreiðar árgerð 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er sú að
18.3.2013
Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar
Kvartað var til Neytendastofu vegna meintu broti Miðlunar ehf. á ákvæðum laga um húsgöngu og fjarsölusamninga sem kveða á um bann við notkun á tilteknum fjarskiptaaðferðum. Með bréfi, dags. 6. september 2012, tók Neytendastofa þá ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu
15.3.2013
Bankaþjónusta kemur verst út í skorkorti neytenda

Skorkort neytendamála fyrir árið 2012 sýnir að Evrópskir neytendur eru óánægðir með hvernig ýmsir markaði starfa. Þeir þjónustumarkaðir sem komu hvað verst út eru bankaþjónusta, fjarskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn. Þriðja árið í röð eru markaður með fjárfestingar, veðlán og húsnæðismarkaður á botninum. Væntingum neytenda virðist
14.3.2013
Must Visit Iceland ehf. heimilt að nota auðkennið ICE LAGOON
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun Must Visit Iceland ehf. á auðkenninu ICE LAGOON. Stofnuninni barst kvörtun frá Jökulsárlóni ehf. þar sem félagið taldi sig eiga einkarétt á auðkenninu og því væri Must Visit Iceland ehf. bannað að nota það.
8.3.2013
Kvörtun Atvinnueignar vegna firmanafns og léns
Atvinnueign leitaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Leiguumsjónar á firmanafninu Atvinnueignir.
8.3.2013
Rafhjól innkallar rafhlöður fyrir rafhjólabúnað
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rafhjól ehf. um innköllun á rafhlöðum sem notuð eru í rafhjólabúnað á reiðhjólum.
5.3.2013
Neytendastofa sektar Betra bak
Neytendastofa hefur lagt 1.500.000 stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst heilsudýnur á tilboðsverði lengur en heimilt er Betra bak hafði boðið Tempur heilsudýnur á lækkuðu verði samfellt
5.3.2013
Lénið leikjavaktin.is
Skynet ehf. sem rekur vefsíðuna vaktin.is kvartaði yfir skráningu og notkun Paintball ehf. á léninu leikjavaktin.is. Í kvörtuninni kemur fram að Skynet telji að neytendur muni álíta að tengsl séu á milli leikjavaktin.is og vaktin.is sem muni hafa slæm áhrif á vaktin.is.
1.3.2013
Neytendastofa bannar Kringlunni að nota fullyrðinguna „Stærsta útsala landsins“.
Neytendastofu barst kvörtun frá Smáralind vegna notkunar Kringlunnar á fullyrðingunni „Stærsta útsala landsins“ í auglýsingum um útsölu fyrirtækja í Kringlunni.
26.2.2013
Eldri gerð af Skotta á hjóli ekki í lagi
Fígúran "Skotti á hjóli" sem sett hefur verið á páskaegg frá Freyju árið 2011 og 2012 uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til leikfanga.
12.2.2013
Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á IS250 Lexus. Um er að ræða 89 bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2006 til janúar 2011.
8.2.2013
Kveikjarar

Af gefnu tilefni vill Neytendastofa minna á fáein atriði er varðar öryggi kveikjara. Kveikjarar eiga alltaf að vera búnir barnalæsingum. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af afli til þess að unnt sé að kveikja á kveikjaranum.
6.2.2013
ítrekun - 83 vatnsvélar enn í notkun

Neytendastofa vill ítreka fyrir almenningi taka strax úr sambandi og skila vatnsvélum frá Champ Design CO., Ltd. Nú er talið að hægt sé að rekja níu eldsvoða út frá vélunum.
4.2.2013
Eftirlit með vínmálum

Neytendastofa hefur gert könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort í notkun væru löggilt veltimál (sjússamæla ) og vínskammtara og einnig hvort að vínglös og bjórglös hafi viðeigandi merkingar. Tilgangurinn var að kanna hvort verið væri að fylgja eftir reglum um vínmál sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu.
Page 57 of 93