Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
21.11.2013
Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í matvöruverslanir
Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá 78 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessari könnun var svo fylgt eftir í október sl. og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimasóknina.
20.11.2013
Forstjóri Neytendastofu kjörinn í stjórn Prosafe

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu var kjörinn í aðalstjórn Prosafe á aðalfundi samtakanna 13. nóvember 2013. Prosafe eru samtök stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfa að eftirliti með öryggi vöru sem er framleidd eða flutt inn á EES svæðið. Á vegum Prosafe eru veittir styrkir til
19.11.2013
Seinni eftirlitsferð á Neytendastofu í veitingahús
Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og
15.11.2013
Orkubú Vestfjarða fær vottað innra eftirlit með varmaorkumælum

Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Áður hafði Orkubúið verið fyrst til að hljóta viðurkenningu á innra eftirliti með rafmagnsmælum.
14.11.2013
Seinni heimsókn Neytendastofu í fiskbúðir
Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í október sl. með seinni heimsókn í þær fjórar fiskbúðir
14.11.2013
BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai I30. Um er að ræða 262 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
13.11.2013
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun að banna Gentle Giants að merkja miðasöluhús fyrirtækisins með orðunum „THE TICKET CENTER“.
13.11.2013
Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni auglýsinga Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) um að fyrirtækið styrki verkefnið Opinn skógur.
11.11.2013
Tímabundið sölubann á vörur unnar úr eðalmálmum
Starfsmenn Neytendastofu fóru í skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til þess að kanna hvort vörur unnar úr eðalmálmum væru með lögbundna ábyrgðastimpla.
6.11.2013
Óverðmerktar vörur í bakaríum
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum.
5.11.2013
Markaðssetning Álfaborgar á flotefni í lagi
Neytendastofu barst kvörtunar frá Múrbúðinni vegna markaðssetningu Álfaborgar á flotefninu Codex FM 50 Turbo.
31.10.2013
Kynningarbæklingur um neytendalán

Neytendastofa hefur eftirlit með nýjum lögum um neytendalán þar sem réttindi neytenda eru bætt og meiri skyldur lagðar á lánveitendur en áður hefur verið gert.
31.10.2013
Athugun Neytendastofu á vefsíðum sem selja rafrænar vörur
Neytendastofa tók þátt árið 2012 í samræmdri skoðun á vefsíðum sem selja leiki, tónlist, rafbækur og kvikmyndir sem neytandinn hleður niður af netinu. Nú, ári frá því að skoðunin fór fram, hefur upplýsingum á 116 vefsíðum verið breytt í kjölfar stjórnvaldsaðgerða viðkomandi ríkis. Enn er unnið að stjórnvaldsaðgerðum til að
29.10.2013
Auglýsing Tæknivara „sími sem skilur þig“ bönnuð
Neytendastofu barst kvörtun frá Skakkaturninum sem flytur inn vörur frá vörumerkinu Apple, vegna auglýsingar Tæknivara sem bar yfirskriftina „sími sem skilur þig“. Í auglýsingunni var auglýstur Samsung Galaxy S4 farsími.
29.10.2013
Auglýsing Nýherja ekki talin villandi
Prentvörur lögðu fram kvörtun vegna auglýsingar Nýherja um þjónustu að nafni Tölvuský með yfirskriftinni „Vertu með ALT undir CTRL“. Töldu Prentvörur fullyrðinguna ósannaða og til þess fallna að vera villandi fyrir
28.10.2013
Óverðmerktar verslanir í miðbæ Reykjavíkur
Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í seinni eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í þær 17 verslanir sem höfðu fengið áminningu frá Neytendastofu vegna síðustu eftirlitsferðar sem farin var á tímabilinu 12. – 22 ágúst sl. Neytendastofa gerði athugasemdir við að fimm verslanir höfðu ekki komið verðmerkingum í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga.
Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.
25.10.2013
Ummæli fyrirsvarsmanns IPhone.is í lagi
Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrirsvarsmaður netverslunarinnar Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, fyrirsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust
25.10.2013
Neytendastofa sektar eiganda Buy.is
Neytendastofu barst kvörtun frá iStore yfir ummælum Buy.is á Facebook síðu Buy.is þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum
24.10.2013
Tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó BS hefur verið að dreifa. Bannið er sett í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst um að Strætó BS væri að dreifa endurskinsmerkjum sem ekki væru í lagi.
23.10.2013
Tímabundið sölubann á leikföng framlengt
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að framlengja hið tímabundna sölubann um fjórar vikur og veita frekari frest til þess að skila inn gögnum til stofnunarinnar. Rétt er að taka sérstaklega fram að sölubannið á ekki aðeins við um þær vörur sem seldar eru í þessum verslunum heldur tekur bannið til allra verslana
23.10.2013
Aflétting sölubanns hjá Húsasmiðjunni
Þann 7. október síðastliðinn lagði Neytendastofa tímabundið sölubann á hitateppi í verslun á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskar leiðbeiningar vantaði á það, sbr. frétt Neytendastofu frá 9. október 2013, en lög og reglur settar samkvæmt þeim gera ráð fyrir því
18.10.2013
Ástand verðmerkinga og voga í fiskbúðum ekki gott
Í september síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru löggildingar á vogum skoðaðar. En vogir sem notaðar eru til að ákvarða verð á vöru eiga að mæla rétt og vera löggiltar.
15.10.2013
Skylda til að auglýsa árlega hlutfallstölu kostnaðar
Endurskoðuð lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember 2013. Í gilandi lögum um neytendalán sem og í ákvæðum hinna nýju laga er kveðið á um að þegar auglýst eru lán til neytenda þá er ávallt skylt að geta um árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í árlegri hlutafallstölu kostnaðar
14.10.2013
Auglýsing Hringdu og ummæli í blaðagrein bönnuð
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum.
10.10.2013
BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 430 Nissan bifreiðum, Qashgai (J10) og X-trail (T31). Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2006 (nóv) til 2013 (apríl). Ástæða innköllunarinnar er sú að skemmd getur komið upp í
Page 53 of 93