Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
23.9.2013
Tímabundið sölubann á leikföng
Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.
20.9.2013
Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi
Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu
19.9.2013
Firmaheitið istore bannað
Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami aðili rekur eru í samkeppni við verslunina iStore.
18.9.2013
Verðmerkingar í Kringlunni
Í byrjun júlí heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 108 sérvöruverslanir Kringlunnar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Reyndust 10 verslanir ekki vera með verðmerkingarnar í lagi. Í byrjun september var athugað hvort verslanirnar
9.9.2013
Eftirlit með vogum í matvöruverslunum

Neytendastofa hefur skoðað undanfarið ástand löggildingar voga í matvöruverslunum. Þar er átt við vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru til verðlagningar í verslunum á tveggja ára fresti. Við löggildingu á vogum er sannreynt að vogin sé að vigta rétt.
4.9.2013
Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreiðar af gerðinni Lexus RX400h
30.8.2013
Er endurskinsmerkið þitt í lagi?
Neytendastofa vill koma því á framfæri að neytendur athugi vel hvort að allar upplýsingar og merkingar séu til staðar á endurskinsmerkjum áður en þau er notuð. Það hefur komið of oft fyrir að merki séu seld eða gefin sem endurskinsmerki en eru það í raun ekki. Það er oft ekki hægt að sjá mun á endurskinsmerki sem er í lagi og öðru merki sem lítur eins út, með sama lit, form og
26.8.2013
Innköllun á UVEX reiðhjálmum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á UVEX reiðhjálmum af gerðinni Exxential (áður Uvision) sem seldir hafa verið hjá Lífland frá árinu 2010. Framleiðandinn, UVEX er auk þess að innkalla tvær
23.8.2013
Verðmerkingar í Smáralind almennt til fyrirmyndar
Fulltrúar Neytendastofu gerðu könnun á verðmerkingum hjá sérverslunum í Smáralind. Farið var í 69 verslanir með margskonar rekstur. Skoðað var hvort verðmerkingar í sýningargluggum væru í lagi þar sem við átti, einnig var athugað hvort verðmerkingar voru í lagi inni í verslununum.
22.8.2013
Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði
Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og gerði könnun hjá 23 fyrirtækjum. Farið var á 11 veitingastaði , fimm matvöruverslanir, tvær byggingavöruverslanir og fimm sérvöruverslanir. Skoðaðar voru verðmerkingar, vogir, magnupplýsingar drykkja og vínmál.
16.8.2013
Villandi merkingar á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR
Neytendastofa hefur bannað Drífu ehf. notkun á merkingum á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR án þess að fram komi hvaðan vörurnar séu upprunnar.
15.8.2013
IKEA innkallar barnarúm

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á KRITTER eða SNIGLAR barnarúmum vegna slysahættu. Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir um að skoða dagsetningarstimpilinn á miðanum sem festur er annað hvort á
15.8.2013
Neytendastofa kannar veitingahús á höfuðborgarsvæðinu
Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu á 97 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.
14.8.2013
Ástand verðmerkinga á bensínstöðvum
Í júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og skoðuðu 15 bensínstövar. Skoðaðar voru verðmerkingar og hvort eldsneytisdælur (bensín og dísel) væru með löggildingu ásamt því að skoðað var hvort löggildingarmiði væri sýnilegur.
13.8.2013
Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju um innköllun á 356 KIA bifreiðum. Komið hefur í ljós galli í bremsurofa sem var notaður í nokkur módel af KIA bílum.
12.8.2013
Toyota innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 58 Yaris bifreið. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2013.
8.8.2013
Upplýsingavefur fyrir kennara
Á vegum Evrópusambandsins hefur verið settur upp gagnvirkur fræðslu og upplýsingavefur sem heitir Consumer Classroom. Tilgangurinn með vefsíðunni er að auka neytendafræðslu í skólum. Vefurinn var unninn í samstarfi við kennara og er hann sérstaklega ætlaður kennurum sem sjá um neytendafræðslu fyrir 12-18 ára nemendur.
7.8.2013
Ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum
Í verslun Byko voru vörur vel merktar. Í verslun Húsasmiðjunnar var annað á nálinni þar sem verðmerkingar voru ekki í lagi og ósamræmi á milli hillu og kassaverðs var 20%. Vörur voru ekki á réttum stöðum og vantaði verðmerkingar víða
6.8.2013
Neytendastofa sektar Toys R Us
Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á 19. Janúar ehf., rekstraraðila verslunarinnar Toys R Us, fyrir brot á útsölureglum.
2.8.2013
Neytendastofa sektar Lyfju
Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Lyfju fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 6. janúar 2012. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að hætta
1.8.2013
Skilmálar við kaup lesbóka á lestu.is
Neytendastofa þátt í sameiginlegri athugun evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar á sölu á rafrænum vörum og gerði af því tilefni könnun á íslenskum vefsíðum sem selja tónlist, bækur og myndbönd rafrænt í gegnum netið. Lestu ehf. braut á ákvæðum laga sem Neytendastofu er falið eftirlit með.
31.7.2013
Verðmerkingar í Kringlunni
Í byrjun júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérvöruverslanir í Kringlunni til að skoða hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Farið var í 108 verslanir og af þeim voru 74 með sýningarglugga fyrir vörur sínar.
30.7.2013
Lénið blomatorg.is
Blómatorgið kvartaði yfir skráningu og notkun Smiðsins byggingafélags ehf. á léninu blomatorg.is. Í erindinu segir að nafn lénsins og rekstur þess sé hið sama og hjá Blómatorginu sem einnig eigi lénið blomatorgid.is. Blomatorg.is sé starfrækt á viðskiptavild Blómatorgsins og sé því til þess fallið að blekkja
30.7.2013
Bílasamningar Lýsingar sbr. dóm Hæstaréttar nr. 672/2012
Neytendastofa vill hvetja neytendur sem eru með tiltekna gerð bílasamninga við Lýsingu hf. að gera kröfu um endurútreikninga.
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni nr. 34/2010 úrskurðað
30.7.2013
Könnun á neytendamálum milli ríkja innan EES
Mikill munur er á neytendavernd milli ríkja innan ESB/EES. Aðeins 35% íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu eru óhræddir við að kaupa vöru á Netinu yfir landamæri frá kaupmanni sem er í öðru EES ríki. Sjö af hverjum tíu neytendum segjast ekki vita hvað þeir eigi að gera ef þeir fá senda vöru sem þeir hafa ekki pantað.
Page 55 of 93