Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
15.1.2010
Endurmenntunarnámskeið
Endurmenntunarnámskeið til endurlöggildingar vigtarmanna verður haldið 25. janúar n.k.
11.1.2010
Sælgæti í kvikmyndahúsum óverðmerkt

Neytendastofu hafa borist fjölmargar athugasemdir að undanförnu um lélegar verðmerkingar á söluvörum hjá kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu.
7.1.2010
Griffli heimilt að auglýsa Alltaf ódýrari en bannað að auglýsa Lang langflestir titlar á einum stað.
Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um auglýsingar og fullyrðingar Griffils m.a. í tengslum við skiptabókamarkað félagsins og verðkönnun Morgunblaðsins á námsbókum.
7.1.2010
Vodafone bannað að kynna þjónustupakka sína sem tilboð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir því orðalagi Vodafone að kalla þjónustupakka fyrir fyrirframgreidda farsímaþjónustu tilboð.
22.12.2009
Verðmerkingar sérvöruverslana í Spönginni til fyrirmyndar
Fulltrúar Neytendastofu fóru í eftirlitsferð í Mjóddina, Spöngina, Fjörðinn og Strandgötuna í Hafnarfirði. Í heildina var farið í 44 fyrirtæki og voru 27 þeirra með vörur í sýningarglugga.
22.12.2009
IKEA innkallar LEOPARD barnastólinn

IKEA biður viðskiptavini sína sem eiga LEOPARD barnastól að hætta strax að nota stólinn og skila sætinu og grindinni til IKEA. Tekið er á móti stólnum í Skilað og skipt og verður hann að fullu endurgreiddur.
17.12.2009
Neytendastofa sektar Toys"R"Us

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000- kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum.
17.12.2009
Allianz gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt.
Nýi Kaupþing banki, nú Arion banki, kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði Allianz á nokkrum lífeyrissparnaðarleiðum. Nýi Kaupþing taldi samanburðinn villandi og þá ávöxtun sem borin var saman ekki samanburðarhæfa
16.12.2009
Tilkynning varðandi Gorenje kæli-/frystiskápa
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Gorenje varðandi kæli-/frystiskápa. Við tilteknar kringumstæður er möguleiki á galla í einingu
16.12.2009
Innköllun á brunndælum frá Kärcher
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kärcher á brunndælum sem Rafver hefur umboð fyrir.
16.12.2009
Verðmerkingum í sýningargluggum stóru verslanamiðstöðvanna hrakar
Farið er reglulega í umfangsmikið eftirlit til að minna verslunareigendur á þessa skyldu sína og eru þeir sem ekki fara eftir ábendingum um úrbætur á verðmerkingum sektaðir.
15.12.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda vegna ferðar sem hann hafði keypt með Icelandair. Neytandinn bókaði þriggja nátta ferð til Seattle af vefsíðu Icelandair og greiddi fyrir 57.650- kr. Síðar kom tilkynning frá Icelandair þess efnis að verð ferðarinnar hafi verið rangt
15.12.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 10/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2009. Með ákvörðun nr. 21/2009 lagði Neytendastofa 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar.
15.12.2009
Réttur neytenda til að sjá verð í sýningargluggum brotinn
Í byrjun desember fóru fulltrúar Neytendastofu í slíka eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Skoðað var hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Farið var í 152 verslanir og af þeim voru 138 með
11.12.2009
Dekkjaverkstæði laga verðmerkingar
Eins og fram kom í frétt frá Neytendastofu í lok október sl. var mjög algengt að verðskrá yfir helstu þjónustuliði dekkjaverkstæða væri ekki sýnileg eins og vera ber,
9.12.2009
Fræðslufundur um vogir

Neytendastofa bauð til fræðslufundar um vogir fimmtudaginn 3. desember 2009 í húsnæði stofnunarinnar. Á fundinn mættu söluaðilar vogar, aðilar sem veita þjónustu við notendur voga s.s. hugbúnaðarþjónustu og
9.12.2009
Skýrsla um gjöld flugfélaga
Skýrsla um gjöld sem flugfélög leggja á fargjöld er afrakstur samstarfsverkefnis 11 evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar sem Neytendastofa tók þátt í. Undanfarið ár hafa stjórnvöldin rannsakað hvaða gjöld neytendum er skylt að greiða þegar keypt er flugfar
8.12.2009
Auglýsingar Elísabetar ólögmætar
Neytendastofa hefur bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga.
8.12.2009
Neytendastofa bannar samanburðarreiknivél Tals í óbreyttri mynd
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um reiknivél Tals þar sem neytendur gátu borið símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til Tals.
2.12.2009
Neytendastofa bannar notkun á léninu hestagallery.is
LG Mottur ehf. kvörtuðu til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Friðjóns B. Gunnarssonar á léninu hestagallery.is sem er samhljóða vörumerki LG Mottna,
2.12.2009
Meiri fjárhagsleg vernd neytenda

Milljónir ferðamanna bóka pakkaferðir á Netinu eða hjá ferðaskrifstofum þar sem samsetningin getur verið flug, hótel eða bílaleigubíll. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að undirbúa nýjar reglur sem munu veita neytendum meiri fjárhagslega vernd ef eitthvað fer úrskeiðis
23.11.2009
Heimsókn nemenda í neytendamarkaðsrétti
Föstudaginn 20. nóvember s.l. fékk Neytendastofa heimsókn frá meistaranemum í neytendamarkaðsrétti við Háskólann í Reykjavík.
23.11.2009
Yfir helmingur matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu með mikið ósamræmi milli hillu- og kassaverðs
Dagana 3. – 13. nóvember sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögum ber verslunareigendum skylda að verðmerkja allar vörur.
23.11.2009
Tilmæli frá OECD um aukna neytendafræðslu
Í fréttatilkynningu frá OCED kemur fram að nauðsynlegt er að stjórnvöld auki neytendafræðslu í skólum. Markmiðið er að efla gagnrýna hugsun hjá ungum neytendum og auka meðvitund þeirra um neyslu og markaðssetningu
20.11.2009
Ákvæði í áskriftarsamningi Stöðvar2 brot á lögum
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni, nr. 31/2009, gert 365 miðlum ehf. að breyta áskriftarskilmálum sínum vegna Stöðvar 2.
Page 77 of 93