Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
12.10.2009
Mikill verðmunur á milli bakaría.
Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarið gert tvær verðkannanir hjá bakaríum þar sem farið var í 53 bakarí á höfuðborgarsvæðinu og skoðaðar sjö vörutegundir: Kringla, birkirúnstykki, skúffukökusneið, snúður með glassúr, vínarbrauðslengja, kókoskúla og kókómjólk.
6.10.2009
Úrbætur líkamsræktarstöðva á ástandi- og sýnileika verðmerkinga
Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir á líkamsræktarstöðvar höfuðborgarsvæðisins til að athuga ástand- og sýnileika verðmerkinga.
6.10.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Hársnyrtistofunnar Andromedu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 8/2009 vísað frá kæru Hársnyrtistofunnar Andromedu
5.10.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Með ákvörðun nr. 17/2009 ákvað Neytendastofa að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 7/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu.
2.10.2009
Verðmerkingar á Akranesi í september 2009
Þann 7. september sl. fóru starfsmenn Neytendastofu á Akranes og athuguðu ástand verðmerkinga hjá 30 fyrirtækjum. Ástand verðmerkinga var nokkuð gott, helst vantaði upp á verðmerkingar hjá matvöruverslunum og sérverslunum.
1.10.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 9/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009.
1.10.2009
Ný yfirstjórn neytendamála
Á Alþingi hafa verið samþykkt lög um breytingu á Stjórnarráði Íslands. Í hinum nýju lögum felst að neytendamál og Neytendastofa munu frá og með 1. október 2009 heyra undir dómsmála-og mannréttindaráðuneytið.
30.9.2009
Himnesku ehf. bönnuð notkun firmaheitis, vörumerkja og léns
Neytendastofa hefur bannað Himnesku ehf. notkun firmaheitisins Himneskt, vörumerkjanna HIMNESK og HIMNESKT og lénsins himnesk.is.
29.9.2009
Athugun á verðmerkingum í Borganesi
Þann 8. september sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga verslana í Borganesi. Farið var í 21 verslun, sérverslanir, bakarí, hárgreiðslu- og snyrtistofur, bensínafgreiðslustöðvar og matvöruverslanir.
29.9.2009
Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við gengisútreikninga á kreditkortareikningi
Stofnuninni barst kvörtun vegna gengisútreikninga á erlendum hraðbankaúttektum sem framkvæmdar voru í byrjun október 2008. Á vefsíðum kreditkortafyrirtækjanna kom fram fullyrðing um að kreditkort sé greiðslumiðill líkt og seðlar
28.9.2009
Neytendastofa víkur til hliðar breytingu á samningsskilmála bílasamnings
Tilefni ákvörðunarinnar var ábending frá neytanda þar sem fram kom að SP-Fjármögnun byði viðskiptavinum sínum að gera breytingar á skilmálum samningsins vegna greiðsluerfiðleika.
23.9.2009
Íslenska gámafélaginu gert að afskrá lénið gamur.is hjá ISNIC
Gámaþjónustan kvartaði yfir skráningu og notkun Íslenska gámafélagsins á léninu gamur.is. Gámaþjónustan hafi átt lénið gamar.is frá 1998 en Íslenska gámafélagið hafi skráð lénið gamur.is í mars 2000.
23.9.2009
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir vegna léna.
Íslenska gámafélagið kvartaði yfir skráningu og notkun Gámaþjónustunnar á lénunum grænatunnan.is og graenatunnan.is.
18.9.2009
Athugun á verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu
Dagana 25 - 27. ágúst sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 53 bakaríum í eigu 24 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
18.9.2009
Verðmerkingar hjá líkamsræktarstöðvum
Í byrjun september fóru starfsmenn Neytendastofu í líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og athuguðu ástand verðmerkinga. Farið var í 21 stöð á höfuðborgarsvæðinu í eigu 15 fyrirtækja.
17.9.2009
Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 25-28.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
9.9.2009
Athugun Neytendastofu á sölu raftækja á Netinu
Neytendastofa tekur þátt í samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, sbr. ákvæði laga nr. 56/2007. Einn þátturinn í samstarfinu eru samræmdar aðgerðir á ýmsum afmörkuðum sviðum viðskiptalífsins, á ensku nefnt „sweep“.
3.9.2009
Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 23-33
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
1.9.2009
Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu
Dagana 13. og 14. maí 2009 fór fram árleg UKAS úttekt á kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Úttektin snýst einkum um að kanna hvort þjónustan standist kröfur ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunar- og/eða prófunarstofur
28.8.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Með ákvörðun nr. 3/2009 bannaði Neytendastofa Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt.
28.8.2009
Villandi tilboðsmerkingar á vefsíðu Tölvutækni
Neytendastofu hefur gefið Tölvutækni sjö daga til að koma vefsíðunni í rétt horf. Að þeim tíma linuð þarf fyrirtækið að greiða 50.000 kr. í sekt á dag þar til viðeigandi leiðréttingar hafa verið gerðar
27.8.2009
Neytendastofa sektar ferðaskrifstofu
Neytendastofa hefur lagt 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar
18.8.2009
Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 20-24.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættuleg leikföng þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
14.8.2009
Neytendastofa bannar auglýsingu Office1
Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga Office1 þar sem fullyrt er að skólavörur hjá Office1 séu um 30% ódýrari en hjá Pennanum/Eymundsson.
11.8.2009
Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu
Fulltrúar Neytendastofu fóru í 78 verslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar til að kanna hvort vörur væru verðmerktar og hvort samræmi væri á milli verðs á hillu og í kassa. Teknar voru af handahófi 50 vörutegundir í hverri matvöruverslunum.
Page 78 of 92