Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
30.4.2010
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa lagði 10.000.000 kr. stjórnvaldssekt á BYKO fyrir að brjóta gegn lagaákvæðum og reglum sem gilda um útsölur. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest niðurstöðu en lækkaði sekt Byko
28.4.2010
Innköllun á barnabók
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Ungu ástinni minni ehf. varðandi innköllun á bókinni DÝR Í GÓÐU SKAPI.
26.4.2010
Samráð stjórnvalda á EES svæðinu um réttindi flugfarþega
Neytendastofa tók í dag þátt í samráðsfundi sem framkvæmdastjórn ESB skipulagði með stjórnvöldum á sviði neytendamála til að fara yfir og ræða helstu réttindi flugfarþega vegna seinkunar og tafa af völdum ösku úr Eyjafjallajökli.
19.4.2010
Ársskýrsla 2009 um hættulegar vörur sýnir að samstarf stjórnvalda á EES svæðinu virkar vel
Á árinu 2009 varð 7% aukning í heildarfjölda tilkynninga sem Neytendastofu barst í gegnum RAPEX tilkynningakerfi Evrópusambandsins samanborið við heildarfjölda tilkynninga á árinu 2008 samkvæmt árlegu yfirliti Evrópusambandsins.
19.4.2010
Bakarí bæta verðmerkingar
Dagana 15. – 25. Mars síðastliðinn fóru starfsmenn Neytendastofu á milli bakaría á höfuðborgarsvæðinu og könnuðu hvort farið væri eftir lögum og reglum um verðmerkingar.
16.4.2010
Viðbótartryggingar þegar keypt er ný vara
Á fundi norrænna embættismanna um neytendamál (Nordkons) var til umfjöllunar nýlega norræn skýrsla sem gerð var um viðbótartryggingar sem neytendum eru boðnar til kaups er þeir kaupa ný heimilistæki t.d. þvottavélar og flatskjái.
15.4.2010
Réttindi flugfarþega vegna eldgoss
Neytendastofa vill benda flugfarþegum á að kynna sér réttindi sín vegna tafa og aflýsinga á flugi af völdum eldgossins. Ef flugi seinkar eða því er aflýst verður flugfélag að bjóða farþegum endurgjaldslaust:
13.4.2010
Lénið eign.is almennt og lýsandi fyrir sölu fasteigna
Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli vegna notkunar á léninu eign.is. Kvartað var yfir skráningu og notkun Softverk á léninu þar sem kvartandi hafi notað það um árabil og ætti skráð vörumerkið eign.is.
12.4.2010
Auglýsingar um útvarpshlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna
Neytendastofa hefur í ákvörðun sinni fjallað um auglýsingar 365 miðla um útvarpshlustun á Bylgjuna. Rúv kvartaði yfir því að í auglýsingunni væri tekin saman hlustun á Bylgjuna fm 98.9, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna og borið saman við Rás 1 annars vegar og Rás 2 hins vegar.
12.4.2010
Verðmerkingareftirlit á Akranesi og í Borgarnesi
Dagana 15 - 17. mars sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og í Borgarnesi.
9.4.2010
Sala á viðbótarlífeyrissparnaði
Neytendastofu barst kvörtun frá Sparnaði ehf. þar sem kvartað var yfir viðskiptaháttum Landsbankans og KB Ráðgjafar
9.4.2010
Sérvöruverslanir sektaðar vegna verðmerkinga
Eins og fram kom í frétt Neytendastofu í febrúar s.l. hefur verðmerkingaeftirlit Neytendastofu gert könnun á ástandi verðmerkinga hjá sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
9.4.2010
Kvikmyndahús sektuð vegna verðmerkinga
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá kvikmyndahúsum eins og fram kom í frétt stofnunarinnar í febrúar s.l. og hefur stofnunin í kjölfarið sektað Senu ehf
7.4.2010
Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi að hluta
Með ákvörðun nr. 27/2009 bannaði Neytendastofa Himnesku ehf. alla notkun firmaheitisins Himneskt, vörumerkjanna HIMNESK og HIMNESKT og lénsins himnesk.is. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest niðurstöðu Neytendastofu varðandi lénið himnesk.is en fellt ákvörðunina að öðru leyti úr
6.4.2010
Aðgengi að verðskrám Útfararstofa
Starfsmenn Neytendastofu fóru í tvígang á milli útfararstofa á höfuðborgarsvæðinu, Í fyrri ferðinni var farið á allar útfarastofur og kannað hvort verðskrá væri til staðar. Í seinniferðinni var farið aftur á þá staði sem ekki voru með verðskrá til taks
30.3.2010
Mikill verðmunur milli apóteka höfuðborgarsvæðisins á lausasölulyfjum
Neytendastofa vill leiðrétta misræmi milli texta í tilkynningu og töflu vegna verðkönnunar á lyfjum frá 29.03.2010
30.3.2010
Auglýsingar um OSRAM sparperur bannaðar
Neytendastofa hefur bannað Jóhanni Ólafssyni & Co að birta auglýsingar með fullyrðingum um að OSRAM sparperur séu umhverfisvænar og auglýsingar þar sem ljósmagn 11W sparperu er borið saman við ljósmagn 60W glóperu.
29.3.2010
Hagkaup innkallar gallaðar púslmottur úr frauðplasti
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Hagkaup hvetji viðskiptavini sína að taka úr umferð og skila tafarlaust púslmottum úr frauðplasti fyrir 3ja ára og yngri. sem seld hefur verið undir vöruheitinu Disney Princess
29.3.2010
Skorkort neytendamála sýnir verri stöðu neytenda
Skorkort neytendamála sýnir verri stöðu neytenda og varpar ljósi á atriði sem koma í veg fyrir að neytendur geti gert góð kaup
29.3.2010
Ákvörðun Neytendastofu vegna ummæla stjórnarformanns Sparnaðar ehf
Í fréttatilkynningu frá Sparnaði ehf., sem birt var þann 1. apríl 2009, var um það fjallað að KB Ráðgjöf og Landsbankinn hafi orðið uppvís að ólögmætu atferli við sölu viðbótarlífeyrissparnaðar og að Sparnaður hafi sent kvörtun til Neytendastofu vegna viðskiptahátta félaganna.
29.3.2010
Mikill verðmunur milli apóteka höfuðborgarsvæðisins á lausasölulyfjum
Í könnun sem Neytendastofa gerði á verði nokkurra lausasölulyfja kom í ljós að verðmunur er í einhverjum tilvikum allt að 50%.
26.3.2010
Banvæn slys vegna Fisher Price leikfanga framleidd milli 1965 og 1991

Neytendastofu hefur borist tilkynning um upplýsingaherferð sem framleiðandi Fisher-Price leikfanga hefur ákveðið að hrinda af stað en þar er varða við leikföngunum „Litla fólkið“ sem voru framleidd á árunum 1965 til 1991. Nýlega lést 10 mánaða stúlkubarn
22.3.2010
Undantekning ef lausasölulyf eru verðmerkt í apótekum
Dagana 26. febrúar – 10. mars síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 31 apótek á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur, einnig voru teknar vörur af handahófi og gerð athugun á samræmingu milli hillu- og kassaverðs.
19.3.2010
Orkubú Vestfjarða fyrst til að fá viðurkenningu á innra eftirliti með raforkumælum.

Reikningar fyrir rafmagnsnotkun verða að vera réttir og mælarnir í lagi. Löggilding mælitækis felur í sér staðfestingu Neytendastofu að mælirinn mæli rétt. Almenna reglan er að m
16.3.2010
Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 1- 5.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Page 75 of 93