Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

6.4.2022

Nýjar leiðbeinandi reglur Neytendastofu

Neytendastofa hefur nú gefið út leiðbeinandi reglur um upplýsingar seljanda við fjarsölu sem eru ætlaðar öllum þeim sem selja vörur t.d. á netinu.
4.4.2022

Cromwell Rugs sektað

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Cromwell Rugs ehf. hafi í auglýsingum sínum viðhaft viðskiptahætti sem væru óréttmætir.
29.3.2022

Upplýsingar í auglýsingum NúNú lána ehf. um neytendalán

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsinga NúNú lána ehf. Ábendingarnar snéru annars vegar að auglýsingu félagsins og hins vegar upplýsingagjöf á vefsíðu þess.
21.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa taldi BPO Innheimtu hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með innheimtu krafna sem tilkomnar voru vegna smálánaskulda. Í ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að birting krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna bryti í bága við góða viðskiptahætti. Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði félaginu að viðhafa þessa viðskiptahætti og lagði á það stjórnvaldssekt.
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest Skanva

Neytendastofa sektaði Skanva fyrir brot á útsölureglum og eldri ákvörðun stofnunarinnar með kynningum um 35% lægra netverð. Neytendastofa fór fram á að félagið sannaði að verðlækkunin væri raunveruleg en Skanva lagði ekki fram fullnægjandi gögn eða sýndi fram á það með öðrum fullnægjandi hætti að vörurnar hefðu verið seldar á hærra verði áður en verð þeirra lækkaði.
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði bann við sölu og afhendingu á kertum sem seld voru í verslunum Samkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi kertanna.
25.2.2022

Drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu

Neytendastofa hefur sett upp drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu. Í leiðbeiningunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljenda þegar vara eða þjónusta er boðin til sölu t.d. á netinu. Leiðbeiningarnar byggja á ákvæðum laga um neytendasamninga, laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
8.2.2022

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvistinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
25.1.2022

Viðskiptahættir Stóru bílasölunnar ehf.

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Stóru bílasölunnar ehf. um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingar félagsins „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ ásamt verðsamanburð við ótilgreint listaverð hjá umboði.
21.1.2022

Frávísun mála – Málsmeðferð Neytendastofu

Neytendastofa vísaði 11 erindum frá án eflislegrar meðferðar á árinu 2021 sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Fjölgun frávísunar mála á rætur að rekja til lagabreytingar sem gerð var árið 2020 sem kveður á um að Neytendastofa ákveði hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar.
17.1.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Flekaskilum ehf. Í erindinu var kvartað yfir auglýsingum keppinautar á hótelbókunarkerfi.
31.12.2021

Ákvörðun um kynningu endurnýjunar aðildar hjá Costco

Neytendastofu barst ábending um að þegar viðskiptavinur endurnýi aðild sína hjá Costco þá miði upphaf nýrrar aðild við þann tími sem fyrri aðild rann út en ekki daginn sem aðild er endurnýjuð. Í öllu kynningarefni komi fram að aðild séu 12 mánuðir en samkvæmt þessu geti endurnýjuð aðild verið styttri.
30.12.2021

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Sólvöllum ehf. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is en Sólvellir eigi vörumerkið Iceland Express.
30.12.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Ákvörðun Neytendastofu var sú að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því. Að sama skapi féllst stofnunin ekki á það að framsetning S.G. Veitinga á vörunum, þ.e. útlit, innihald, heiti og framsetning á vefsíðu, brjóti gegn góðum viðskiptaháttum gagnvart neytendum eða Ísey Skyr Bar.
17.12.2021

Auðkennið ZOLO

Neytendastofu barst kvörtun frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf. á auðkenninu og vörumerkinu ZOLO. Í kvörtuninni er rakið að Zolo og dætur telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði framangreindu og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd.
26.11.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa taldi ekki tilefni til aðgerða vegna auðkennisins JÚMBÓ þar sem heildarmat á útliti auðkenna Sóma, Jömm og Oatly leiddi til þess að stofnunin taldi ekki hættu á að neytendur rugluðust á þeim.
26.11.2021

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun einstaklings á léninu ferdafelaginn.is sem Íþróttasambandið taldi valda hættu á ruglingi við tímarit sem sambandið gefur út, undir sama heiti.
24.11.2021

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Neytendastofa taldi auglýsingar Nova í tengslum við tilboð félagsins villandi þar sem tilboðið var kynnt í tiltekinn tíma en það síðar framlengt.
24.11.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa lauk ákvörðun vegna auðkennisins NORDIC CAMPERS þar sem Nordic Car Rental ehf. var bannað að nota auðkennið.
24.11.2021

Auglýsingar Sjóvá-Almennar tryggingar villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Verði tryggingum hf. vegna vegna auglýsinga og markaðsherferðar Sjóvá-Almennar tryggingar hf. á kaskótryggingu Sjóvá fyrir ökutæki og samanburði sem gerður var á skilmálum trygginga fyrirtækjanna. Taldi Vörður að um villandi viðskiptahætti væri að ræða og ólögmætar samanburðarauglýsingar. Sjóvá gæti ekki fært sönnur á fullyrðingar í auglýsingunum og að upplýsingar í auglýsingunum og markaðsherferðinni væru rangar, villandi og órökstuddar.
27.10.2021

Auglýsingar Bensínlauss villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Bílaumboðinu Öskju ehf. vegna auglýsinga Bensínlauss ehf. Í kvörtuninni kom fram að í auglýsingum Bensínlauss væri að finna rangar fullyrðingar um verð á Kia og Mercedes Benz bifreiðum sem Bensínlaus auglýsi til sölu. Auk þess voru gerðar athugasemdir við fullyrðingar um ábyrgð bifreiðanna.
27.10.2021

Fullyrðingar Atlantsolíu bannaðar

Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu. Annars vegar fullyrðinguna „cheapest gas stop“ og hins vegar fullyrðinguna „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“.
25.10.2021

Framsetning á ávinningi Heklu villandi

Neytendastofu barst ábending vegna notkunar Heklu á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu vísaði hugtakið til ávinnings viðskiptavina Heklu af samkomulagi milli félagsins og Audi. Innifaldi ávinningur væri ekki settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af verði bílsins heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta væri samningur Audi og Heklu ekki til staðar
25.10.2021

Viðskiptahættir Sparibíls

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Bonum ehf., sem rekur Sparibíl um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar almennu fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og hins vegar fullyrðinguna um 800.000 kr. lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð og að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum.
21.10.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í ákvörðun Neytendastofu var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hætta á ruglingi milli fyrirtækjanna og því ekki tilefni til aðgerða.

Page 5 of 92

TIL BAKA