Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
5.3.2013
Lénið leikjavaktin.is
Skynet ehf. sem rekur vefsíðuna vaktin.is kvartaði yfir skráningu og notkun Paintball ehf. á léninu leikjavaktin.is. Í kvörtuninni kemur fram að Skynet telji að neytendur muni álíta að tengsl séu á milli leikjavaktin.is og vaktin.is sem muni hafa slæm áhrif á vaktin.is.
1.3.2013
Neytendastofa bannar Kringlunni að nota fullyrðinguna „Stærsta útsala landsins“.
Neytendastofu barst kvörtun frá Smáralind vegna notkunar Kringlunnar á fullyrðingunni „Stærsta útsala landsins“ í auglýsingum um útsölu fyrirtækja í Kringlunni.
26.2.2013
Eldri gerð af Skotta á hjóli ekki í lagi
Fígúran "Skotti á hjóli" sem sett hefur verið á páskaegg frá Freyju árið 2011 og 2012 uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til leikfanga.
12.2.2013
Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á IS250 Lexus. Um er að ræða 89 bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2006 til janúar 2011.
8.2.2013
Kveikjarar
Af gefnu tilefni vill Neytendastofa minna á fáein atriði er varðar öryggi kveikjara. Kveikjarar eiga alltaf að vera búnir barnalæsingum. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af afli til þess að unnt sé að kveikja á kveikjaranum.
6.2.2013
ítrekun - 83 vatnsvélar enn í notkun
Neytendastofa vill ítreka fyrir almenningi taka strax úr sambandi og skila vatnsvélum frá Champ Design CO., Ltd. Nú er talið að hægt sé að rekja níu eldsvoða út frá vélunum.
4.2.2013
Eftirlit með vínmálum
Neytendastofa hefur gert könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort í notkun væru löggilt veltimál (sjússamæla ) og vínskammtara og einnig hvort að vínglös og bjórglös hafi viðeigandi merkingar. Tilgangurinn var að kanna hvort verið væri að fylgja eftir reglum um vínmál sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu.
25.1.2013
Markaðseftirlitsáætlun 2013
Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
24.1.2013
20 nýútskrifaðir vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 14 – 16 janúar. Í Reykjavík sátu 14 þátttakendur námskeiðið en einnig sátu sex fjarnámskeið sem var haldið á samtímis á Húsavík og Kópaskeri.
22.1.2013
Neytendastofa bannar auglýsingar N1
Neytendastofu barst kvörtun frá Skeljungi vegna auglýsinga N1 um 3% minni eyðslu með notkun eldsneytis frá N1 sem innihaldi fjölvirk bætiefni. Auglýsingarnar komu m.a. fram á heimasíðu og bensíndælum félagsins
22.1.2013
Neytendastofa bannar auglýsingar Skeljungs
Neytendastofu barst kvörtun frá N1 vegna auglýsinga Skeljungs. Auglýsingarnar komu m.a. fram í dagblöðum og útvarpi og var í þeim fullyrt að með því að nota Shell V-Power gætu neytendur sparað 6 kr. þar sem um væri að ræða 2,4% minni eyðsla á lítra. Var tekið fram að auglýsingarnar væru byggðar á mælingum tveggja íslenskra aðila og fóru
21.1.2013
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Neytendastofa sektaði Tal um sjö og hálfa milljón kr. Sektin var vegna brota á lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og eldri ákvörðunum stofnunarinnar.
21.1.2013
Úrskurður í máli FÍA
Með ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin að yfirlýsingar FÍA og forsvarsmanns félagsins við viðskiptamenn IFSA, sem settar voru fram í þeim tilgangi að fá þá til að láta af samstafi við IFSA, hafi verið brot gegn 5. gr. og 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
17.1.2013
Hættulegar vatnsvélar - innköllun
Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar sl. leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko.
17.1.2013
BL innkallar Opel Antara
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 70 OPEL ANTARA bifreiðum framleiddar á árunum 2007- 2010
15.1.2013
Innkölluð Strumpaljós
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á strumpaljósi/moodlight . Um er að ræða 10 cm háan lampa
11.1.2013
Skýjaluktir – kínversk ljósker
Neytendastofa vill benda á að fólk sýni mikla aðgát við notkun skýjalukta. Þó svo að luktirnar séu fallegar þá geta þær verið stórhættulegar og valdið miklu tjóni. Skýjaluktir eða kínversk ljósker eru gerð úr pappír og innihalda vaxkubb eða annað eldfimt efni sem kveikt er í.
3.1.2013
Auglýsingar og slagorð Griffils bannað
Neytendastofu barst erindi frá Egilsson ehf. sem rekur ritfangaverslanirnar A4 þar sem kvartað var yfir auglýsingum Griffils. Í auglýsingunum var vísað til sona Egils og gert að því grín hvað hann væri klaufskur og hvort eitthvað væri að honum.
28.12.2012
Verðvernd Bauhaus
Í tilefni kvörtunar hefur Neytendastofa bannað Bauhaus að birta fullyrðingar um besta verðið sem byggja á því að félagið bjóði verðvernd. Fyrirtæki verða að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra og Neytendastofa taldi ekki fullnægjandi að vísa til verðverndar til sönnunar á fullyrðingu um besta verðið.
27.12.2012
Úrskurður áfrýjunarnefndar Neytendamála
Orka ehf. kvartaði yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka.is þar sem Orka hafði einakrétt á firmanafninu ORKA og skapaði það hættu á ruglingi að Poulsen noti firmaheitið Orku sem lén.
27.12.2012
Heitið Parktetslíparinn og lénið parketsliparinn.is
Parketslíparinn ehf. kvartaði yfir notkun Jörgengs Más Guðnasonar á heitinu Parketslíparinn og léninu parketsliparinn.is. Í kvörtuninni kemur fram að aðilar séu á sama markaði og ruglingur hafi átt sér stað á milli fyrirtækjanna.
20.12.2012
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Bónus brytu í bága við lög um viðskiptahætti og markaðssetningu. Auglýsingarnar voru birtar í kjölfar verðkönnunar ASÍ sem Bónus gerði athugasemdir við en Krónan kom best út úr könnuninni. Í auglýsingunum kom fram að Bónus væri sem fyrr ódýrasti valkostur fyrir íslensk heimili og fyrir neðan kom fram að Bónus harmaði að ASÍ hafi láðst að taka ódýrasta valkostinn í Bónus.
19.12.2012
Fullyrðing og slagorð Prentvara bönnuð
Neytendastofa hefur bannað Prentvörum að birta auglýsingar með fullyrðingunni „Þúsundir ánægðra viðskiptavina vita hvar þeir fá prenthylki sem eru allt að 50% ódýrari“ auk þess sem fyrirtækinu hefur verið bannað að birta slagorðið „borgaðu minna, prentaðu meira“.
18.12.2012
Vélaþjónustunni Hálstak.is heimilt að nota lénið halstak.is
Félagið Háls-tak ehf. kvartaði yfir skráningu og notkun Vélaþjónustunnar Hálstaks.is á léninu halstak.is þar sem hún væri að valda ruglingi við fyrirtæki hans.
18.12.2012
Toyota innkallar Prius
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota varðandi innköllun á Prius vegna kælidælu í Hybridkerfi. Alls er um að ræða 143 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2003 -2009.
Page 57 of 92