Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

9.10.2012

Endurskinsmerki

Neytendastofa vill koma á framfæri til neytenda að áður en fólk kaupir eða fær endurskinsmerki gefins að skoða allar merkingar á því.
1.10.2012

Húsasmiðjan sektuð fyrir fullyrðingu í auglýsingum

BYKO kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Húsasmiðjunnar þar sem fullyrt var að Húsasmiðjan byði „Landsins mesta úrval af pallaefni“.
28.9.2012

Neytendastofa sektar Hagkaup

Á Tax Free dögum Hagkaups 10. – 14. maí s.l. voru stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind þar sem fram kom að þá helgina væru Tax Free dagar. Prósentuafslátturinn var hins vegar ekki tilgreindur eins og Neytendastofa hafði gert kröfu um.
25.9.2012

Skýrsla ESB um mælifræðitilskipunina - stöðumat

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert úttekt og stöðumat á tilskipun 2004/22/EB um mælitæki. Árið 2004 var þessi tilskipun samþykkt og hún innleidd hér á landi með lögum nr. 91/2006 svo og reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á
21.9.2012

Löggilding gjaldmæla í leigubifreiðum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sent innanríkisráðherra til staðfestingar drög að reglugerð um löggildingu á gjaldmælum leigubifreiða. Samkvæmt lögum um leigubifreiðaakstur
20.9.2012

Lénin gularsidur.is og gularsíður.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Já Upplýsingaveitur ehf. yfir skráningu og notkun Finna ehf. á lénunum gularsidur.is og gularsíður.is. Já Upplýsingaveitur eiga skráð
19.9.2012

Bláar og bleikar vatnsflöskur innkallaðar í verslunum H&M

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá neytendum á vatnsflöskum fyrir börn í verslunum H&M um heim allan. Ástæða innköllunar er sú að stútur flöskunnar getur brotnað í marga smáa hluti
18.9.2012

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Avensis og RAV4 bifreiðum. Um er að ræða 100 Avensis bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2011 og 1380 RAV4 bifreiðar frá nóvember 2005 til ágúst 2010.
12.9.2012

Nú eiga allar vörur að vera verðmerktar

Í ágúst kannaði Neytendastofa hvort vörur í raftækjaverslunum væru verðmerktar. Farið var í 28 verslanir á höfuðborgarsvæðinu bæði til að skoða hvort að allar vörurnar væru
6.9.2012

Fullyrðing TM bönnuð

Neytendastofa hefur bannað TM að birta fullyrðinguna „Tryggingafélög eru öll eins alveg þangað til eitthvað kemur fyrir. Þá viltu vera hjá TM“. VÍS kvartaði við Neytendastofu yfir
5.9.2012

Fullyrðingin „Nr. 1 í innheimtu slysabóta“ bönnuð

Neytendastofu barst kvörtun yfir fullyrðingunni þar sem fram kom að hún gæfi til kynna að Tort væri fremst og best í innheimtu slysabóta. Tort hafnaði því og sagði fullyrðinguna vísa til þess að Tort væri fyrsta lögfræðistofan sem sérhæfði sig í innheimtu slysabóta.
22.8.2012

Verðmerkingar kvikmyndahúsa

Í júní sl. fór fulltrúi Neytendastofu í heimsókn í kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins og athugaði þar verðmerkingar á miðum og neysluvörum. Farið var í sjö kvikmyndahús. Í kjölfarið sendi Neytendastofa Laugarásbíói og Sambíóunum Kringlunni bréf vegna ófullnægjandi verðmerkinga.
17.8.2012

Innflutningur á 15, 25 og 40 W glærum glóperum bannaður frá 1. september 2012

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að frá og með 1. september nk. er framleiðendum ljósapera ekki lengur heimilt að selja og dreifa glærum 15 W, 25 W og 40 W glóperum til heildsala og endursöluaðila.
16.8.2012

Bernhard innkallar Honda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf varðandi innköllun á Honda Jazz bifreiðum framleidd á árunum 2009 -2011
8.8.2012

Kvarðanir

Mynd með frétt
Stöðug aukning er í starfseminni hjá kvörðunarþjónustunni og fjölgaði útgefnum vottorðum um 20% á árinu 2011 miðað við 2010. Á síðast liðnum tíu árum hefur orðið tvöföldun í fjölda tækja sem eru tekin til
3.8.2012

Varmaorkumælar – drög að reglugerð

Hjá Neytendastofu hefur verið í undirbúningi reglugerð um eftirlit með varmaorkumælum, þar sem afhent orka er reiknuð út frá hitastigi vatnsins og rúmmáli
31.7.2012

Vínmál

Vínmál, sjússamælar, bjórglös o.fl. er skylt að löggilda eða nota sérstaklega merkt glös. Öll vínmál sem framleidd eru og markaðssett eftir að tilskipun nr. 2004/22/EB var samþykkt falla nú undir ákvæði hennar en tilskipunin er innleidd hér
26.7.2012

Bann við markaðssetningu á vöru sem inniheldur DMF (dímetýlfumerat)

Neytendastofa hefur lagt bann við markaðssetningu á vörum sem innihalda DMF-dímetýlfúmerat. DMF er efni sem getur drepið myglusveppi . Efnið er oftast notað við til að koma í veg fyrir að húsgögn, skór og ýmsar vörur
25.7.2012

Royale Mini sléttujárn – innköllun

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Milano Beauty ehf. á sléttujárnum af gerðinni Royale Mini.
23.7.2012

Drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða

Neytendastofa hefur samið drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða.
23.7.2012

Könnun á þyngd forpakkaðar vöru hjá Kötlu matvælaiðju ehf

Neytendastofa gerði könnun á þyngd forpakkaðra vöru hjá Kötlu matvælaiðju ehf. Skoðaðar voru þrjár vörutegundir, gróft salt í 1200 gramma pakkningum, púðursykur í 1000 gramma pakkningum og Bónus rasp í 300 gramma
20.7.2012

Kínverskur ráðherra heimsækir Neytendastofu

Mynd með frétt
Wang Dongfeng, aðstoðarráðherra í iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu í Peking fór fyrir sendinefnd fimm háttsettra embættismann sem heimsóttu Neytendastofu þann 12. júlí s.l. Sendinefndin kynnti sér starfsemi Neytendastofu og hvernig að staðið er að vernd neytenda hér
19.7.2012

Grillburstar úr vír varasamir

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist ábending um að í Bandaríkjunum og víðar hafi vírburstar sem eru notaðir til að hreinsa grill valdið alvarlegum slysum á fólki.
18.7.2012

Verðmerkingar í ísbúðum

Neytendastofa gerði athugun á verðmerkingum í 15 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu eftir ábendingu frá neytanda um að verðmerkingum væri ábótavant í ísbúðum.
16.7.2012

Ársskýrsla Neytendastofu 2011

Ársskýrsla Neytendastofu fyrir árið 2011 er komin út. Símtöl á árinu voru fimm þúsund talsins. Heildarmálafjöldi hefur farið vaxandi á öllum starfssviðum stofnunarinnar. Á árinu hefur verið lögð áhersla á að kanna hvort þyngd vöru í forpakkningum sé sú sem lofað er á umbúðunum.

Page 59 of 92

TIL BAKA