Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
14.8.2013
Ástand verðmerkinga á bensínstöðvum
Í júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og skoðuðu 15 bensínstövar. Skoðaðar voru verðmerkingar og hvort eldsneytisdælur (bensín og dísel) væru með löggildingu ásamt því að skoðað var hvort löggildingarmiði væri sýnilegur.
13.8.2013
Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju um innköllun á 356 KIA bifreiðum. Komið hefur í ljós galli í bremsurofa sem var notaður í nokkur módel af KIA bílum.
12.8.2013
Toyota innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 58 Yaris bifreið. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2013.
8.8.2013
Upplýsingavefur fyrir kennara
Á vegum Evrópusambandsins hefur verið settur upp gagnvirkur fræðslu og upplýsingavefur sem heitir Consumer Classroom. Tilgangurinn með vefsíðunni er að auka neytendafræðslu í skólum. Vefurinn var unninn í samstarfi við kennara og er hann sérstaklega ætlaður kennurum sem sjá um neytendafræðslu fyrir 12-18 ára nemendur.
7.8.2013
Ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum
Í verslun Byko voru vörur vel merktar. Í verslun Húsasmiðjunnar var annað á nálinni þar sem verðmerkingar voru ekki í lagi og ósamræmi á milli hillu og kassaverðs var 20%. Vörur voru ekki á réttum stöðum og vantaði verðmerkingar víða
6.8.2013
Neytendastofa sektar Toys R Us
Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á 19. Janúar ehf., rekstraraðila verslunarinnar Toys R Us, fyrir brot á útsölureglum.
2.8.2013
Neytendastofa sektar Lyfju
Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Lyfju fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 6. janúar 2012. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að hætta
1.8.2013
Skilmálar við kaup lesbóka á lestu.is
Neytendastofa þátt í sameiginlegri athugun evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar á sölu á rafrænum vörum og gerði af því tilefni könnun á íslenskum vefsíðum sem selja tónlist, bækur og myndbönd rafrænt í gegnum netið. Lestu ehf. braut á ákvæðum laga sem Neytendastofu er falið eftirlit með.
31.7.2013
Verðmerkingar í Kringlunni
Í byrjun júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérvöruverslanir í Kringlunni til að skoða hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Farið var í 108 verslanir og af þeim voru 74 með sýningarglugga fyrir vörur sínar.
30.7.2013
Lénið blomatorg.is
Blómatorgið kvartaði yfir skráningu og notkun Smiðsins byggingafélags ehf. á léninu blomatorg.is. Í erindinu segir að nafn lénsins og rekstur þess sé hið sama og hjá Blómatorginu sem einnig eigi lénið blomatorgid.is. Blomatorg.is sé starfrækt á viðskiptavild Blómatorgsins og sé því til þess fallið að blekkja
30.7.2013
Bílasamningar Lýsingar sbr. dóm Hæstaréttar nr. 672/2012
Neytendastofa vill hvetja neytendur sem eru með tiltekna gerð bílasamninga við Lýsingu hf. að gera kröfu um endurútreikninga.
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni nr. 34/2010 úrskurðað
30.7.2013
Könnun á neytendamálum milli ríkja innan EES
Mikill munur er á neytendavernd milli ríkja innan ESB/EES. Aðeins 35% íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu eru óhræddir við að kaupa vöru á Netinu yfir landamæri frá kaupmanni sem er í öðru EES ríki. Sjö af hverjum tíu neytendum segjast ekki vita hvað þeir eigi að gera ef þeir fá senda vöru sem þeir hafa ekki pantað.
29.7.2013
Raftækjaverslanir verða að bæta orkumerkingar

Neytendastofa gerði könnun í raftækjaverslunum á því hvort staðlaðir orkumerkimiðar væru límdir á heimilistækin sem þar voru seld. Aðeins 8% af tækjunum voru réttilega merkt. Könnunin sýnir að mikið vantar upp á þekkingu á reglum um orkumerkingar heimilistækja
24.7.2013
Of hávær leikföng
Talið er að á milli 25% - 33% Bandaríkjamanna sem þjást af heyrnaskaða sem megi rekja til hávaða, allavega að hluta til. Börn eru sérstaklega varnarlaus fyrir hávaða sem getur valdið heyrnartapi,
22.7.2013
Mælifræði í daglegu lífi

Veist þú hvað mælifræði er? Hvaða áhrif hún hefur á líf þitt á hverju degi? Getur þú ekki ímyndað þér eitt dæmi í daglegu lífi þínu?
15.7.2013
Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði mælifræði funduðu á Íslandi.
EURAMET, samtök landsmælifræðistofnana (NMI) í Evrópu, hélt í fyrsta skipti í sögu samtakanna aðalfund í Reykjavík. Kynntu þar helstu sérfræðingar Evrópu á sviði mælifræði athyglisverðar rannsóknir sem verið er að vinna að.
12.7.2013
Toyota innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 21 Yaris bifreið sem séu í umferð hér á landi. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2010-2011. Hætta er á því að rafliði í
10.7.2013
Slæmt ástand verðmerkinga í matvörubúðum
Í júní sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 78 verslanir og valdar af handahófi 50 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar voru því 3.3900 vörur. Af 78 verslunum voru einungis tvær verslanir Bónus í Holtagörðum og Bónus í Kringlunni sem voru í fullkomnu lagi.
3.7.2013
Könnun á verði fasteignasala
Neytendastofa gerði könnun á kostnaði við sölu fasteigna hjá fasteignasölum sem koma að sölu íbúðarhúsnæðis. Í því fólst að kannað var hver söluþóknun væri annars vegar fyrir einkasölu og hins vegar almenna sölu, hvort og þá hve háa þóknun tekið væri ef eign selst ekki, hvort tekið væri umsýslugjald og að lokum kostnað vegna auglýsinga.
2.7.2013
Raftækjaverslanir almennt vel verðmerktar
Starfsmenn Neytendastofu fóru í 14 raftækjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu og gerðu könnun á ástandi verðmerkinga. Verðmerkingar í verslununum voru almennt góðar. Þó voru gerðar athugasemdir við að töluvert væru um óverðmerktar vörur í verslunum Elko á Granda og í Skeifunni.
1.7.2013
BL ehf. innkallar 564 Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 Nissan bifreiðum. Um er að ræða 517 Nissan Qashqai framleidda á árunum 2006 – 2012 og 47 Nissan X-Trail
28.6.2013
Nýjar reglur um innflutning á barnabílstólum – mikilvæg tilkynning til almennings

Innanríkisráðuneytið hefur staðfest reglugerð um breytingu á reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum. Neytendastofa er í hinni nýju reglugerð falið markaðseftirlit með barnabílstólum. Frá 1. júlí 2013 má, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, aðeins markaðssetja, flytja inn og selja öryggisbúnað (barnabílstól eða bílpúða með baki) sem uppfyllir evrópskar kröfur í ökutækjum samkvæmt
28.6.2013
Verðmerkingar sérvöruverslana í smáverslunarkjörnum
Fulltrúar Neytendastofu hafa í júní verið að taka út verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum sérvöruverslana í þjónustukjörnum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var í verslunum í Mjóddinni, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 41 fyrirtæki og voru 32 þeirra með vörur í sýningarglugga.
28.6.2013
Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í málum nr. 20/2012 og 22/2012 staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða vegna umbúða um Rautt kóreskt ginseng.
28.6.2013
Toyota á Íslandi innkallar Prius

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi þrjár Prius bifreiðar vegna mögulegrar bilunar í hemlakerfi.
Page 55 of 93