Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
29.12.2005
Opinn raforkumarkaður
Frá 1. janúar 2006 verður raforkumarkaðurinn frjáls og geta neytendur keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa. Opnaður hefur verið vefur á þessari síðu með leiðbeiningum til raforkunotenda sem og reiknivél þar sem neytendur geta séð hvar hagkvæmast er að kaupa raforku hverju sinni.
13.12.2005
Kynning á eldavélabrunum í Kringlunni
Neytendastofa, í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, stóð fyrir kynningu á brunahættu af eldavélum í Kringlunni dagana 8.-10. desember s.l.
8.12.2005
Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin
Um þessar mundir er notkun hverskyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt.
15.11.2005
Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2005
Neytendastofa hefur tekið til ákvörðunar kvörtun Harðviðar ehf. yfir skráningu og notkun Sifjar ehf. á léninu hardvidur.is.
15.11.2005
Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2005
Neytendastofa hefur bannað Dreifingu ehf. að birta samanburðarauglýsingu sem og frekari dreifingu Malt-O-Meal morgunkorns
31.10.2005
Fullt út úr dyrum á morgunverðarfundi Neytendastofu og Staðlaráðs
Morgunverðarfundur sem Neytendastofa og Staðlaráð boðuðu til á Nordica Hótel föstudaginn 28. október sl. var vel sóttur af fagmönnum á rafmagnssviði.
27.10.2005
Íslenskur hlutverkaleikur hlýtur norræn verðlaun
Hlutverkaleikurinn, sem ber nafnið Raunveruleikur, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um námsefni í neytendamálum sem Norræna embættismannanefndin efndi til í tenglum við Norðurlandaráðsþing sem haldið er í Reykjavík þessa dagana.
19.10.2005
Hvers mega fagmenn á rafmagnssviði vænta?
Neytendastofa og Staðlaráð boða til morgunverðarfundar föstudaginn 28. október nk. á Nordica Hótel. Tilefnið er nýr íslenskur staðall, ÍST 200 Raflagnir bygginga.
7.10.2005
Norrænt samstarf í neytendamálum
Neytendastofa vekur athygli á að Norræna ráðherranefndin í neytendamálum gefur á hverju ári út fjölda skýrslna um neytendamál.
6.10.2005
Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2005
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um uppgreiðslugjald af neytendalánum.
28.9.2005
Markaðsrannsókn á fjöltengjum
Nokkuð hefur borið á hættulegum fjöltengjum á markaði í Evrópu undanfarin misseri og því lét rafmagnsöryggissvið Neytendastofu kanna fjöltengjamarkaðinn hér á landi.
26.9.2005
Könnun á umfangi slysa og óhappa af völdum rafmagns hjá fagmönnum á rafmagnssviði
Neytendastofa (áður Löggildingarstofa) hefur í samráði við Samorku, SART og Rafiðnaðarsamband Íslands ákveðið að láta rannsóknarfyrirtækið IMG Gallup kanna tíðni rafmagnsslysa og óhappa hjá fagmönnum á rafmagnssviði.
21.9.2005
Hættulegir gashitarar
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Olíufélagsins á Outback gashiturum.
15.9.2005
Hættulegir straumbreytar
Rafmagnsöryggissvið Neytendastofu vekur athygli á innköllun Sony á straumbreytum fyrir þunnu gerðina (slimline) af PlayStation 2 leikjatölvum.
15.9.2005
Hættuleg fjöltengi
Rafmagnsöryggissvið Neytendastofu vekur athygli á innköllun Ikea á fjöltengjum sem seld voru í verslun fyrirtækisins á tímabilinu apríl til ágúst 2005. Um er að ræða litrík fjöltengi með 3 innstungum (tenglum).
2.9.2005
Kynning á starfsemi Neytendastofu
Neytendastofa tók til starfa 1. júlí 2005 og tók hún við hlutverki
1.9.2005
Ársskýrsla Löggildingarstofu 2004
Í ársskýrslu Löggildingarstofu sem hér birtist er gefið yfirlit um starfsemi
16.8.2005
Skýrsla um bruna og slys af völdum rafmagns 2004 komin út
Flestir rafmagnsbrunar verða á heimilum og eldavélin er sem fyrr hættulegasta rafmagnstækið.
8.7.2005
Gísli Tryggvason skipaður talsmaður neytenda
Viðskiptaráðherra skipaði hinn 1. júlí s.l. Gísla Tryggvason í embætti talsmanns neytenda.
8.7.2005
Tryggvi Axelsson skipaður forstjóri Neytendastofu
Viðskiptaráðherra skipaði hinn 30. júní s.l. Tryggva Axelsson í stöðu forstjóra Neytendastofu.
8.7.2005
Ný stofnun - Neytendastofa
Á nýliðnu þingi voru samþykkt ný lög um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005.
Samkvæmt þeim lögum tekur ný stofnun, Neytendastofa, til starfa hinn 1. júlí. Neytendastofa tekur við hlutverki Löggildingarstofu sem lögð er niður frá sama tíma og hluta af þeim verkefnum sem áður voru á starfssviði Samkeppnisstofnunar.
9.6.2005
Stórhættulegt straujárn
Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur borist tilkynning um straujárn, með gerðarmerkingunni „PERLA", sem valdið hefur a.m.k. þremur dauðsföllum í Grikklandi.
25.5.2005
Ársskýrsla Aðalskoðunar hf um markaðseftirlit raffanga 2004
Aðalskoðun hf hefur gefið út ársskýrslu um markaðseftirlit raffanga fyrir árið 2004. Þar kemur m.a. fram að alls fór fyrirtækið í 343 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári.
22.4.2005
Örugg notkun trampólína
Leiðbeiningar um örugga notkun trampólína, uppsetningu, staðsetningu og viðhald
22.3.2005
Hættuleg fjöltengi
Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun á fjöltengjum sem seld voru í verslunum Bónuss í desember til febrúar sl. Um er að ræða fjöltengi með 3 innstungum (tenglum) og rofa.
Page 89 of 92