Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

22.3.2005

Úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði í leikhúsum

Ástand raflagna og rafbúnaðar í leikhúsum víða ábótavant skv. ástandskönnun Löggildingarstofu í kjölfar slyss í Þjóðleikhúsinu.
16.3.2005

Bruni í Rjúpufelli, 27. feb. s.l., af völdum rafmagns

Neistamyndun í víratengjum orsakaði bruna í Rjúpufelli nýverið skv.nýlokinni rannsókn rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu
8.3.2005

Frumvarp að staðli um raflagnir bygginga

Frumvarp að staðli um raflagnir bygginga er nú kominn út og er til umsagnar hjá Staðlaráði Íslands til 1.06.2005
1.3.2005

Háspennustaðallinn komin út

Staðlaráð hefur staðfest staðalinn ÍST EN 170, Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV
22.2.2005

Rafmagnsslys á vinnusvæði

Lokið er rannsókn Löggildingarstofu á rafmagnsslysi á vinnusvæði. Leiddi hún í ljós að orsök slyssins má rekja til að ekki var farið að reglum um rafmagnsöryggi.
22.2.2005

Bruni í fiskimjölsverksmiðju í Grindavík

Rannsókn Löggildingarstofu á bruna í fiskimjölsverksmiðju leiðir í ljós að ekki hafi kviknað út frá rafmagni
22.2.2005

Myndbönd og geisladiskar um rafmagnsöryggi

Fræðsluefni um rafmagnsöryggi, sérstaklega ætlað skólum, er komið út á myndbandi og geisladiski
9.2.2005

Hættuleg snuð á markaði

Löggildingarstofa vekur athygli neytenda á hættulegum snuðum á markaði Löggildingarstofa vekur athygli á innköllun á tveimur tegundum snuða: Pussycat Supersut Classic og BabyNova.
20.1.2005

Hættulegir kertastjakar

Löggildingarstofa vekur athygli á sölubanni á kertastjökum í formi jólasveina sem voru til sölu í verslunum Húsasmiðjunnar.
29.12.2004

Barnastólar og öryggi þeirra

Frá því í byrjun september 2004 hafa verið tilkynnt 10 slys sem orðið hafa þegar börn á aldrinum 7-14 mánaða hafa fallið aftur fyrir sig þegar þau hafa setið í háum barnastól við matarborð.
21.12.2004

Hættulegur neyðarlýsingarlampi (ÚT-lampi).

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun á hættulegum neyðarlýsingarlömpum (ÚT-lömpum) frá Daisalux á Spáni sem fer nú fram á vegum S. Guðjónssonar ehf. Nokkrir brunar hafa orðið af völdum þessara lampa hér á landi.
16.12.2004

Röng meðferð kerta oftast orsök kertabruna

Kerti og kertaskreytingar tilheyra aðventunni og ekki síst skammdeginu. Reynsla undanfarinna ára sýnir að full ástæða er til að fara varlega því allt of marga bruna má rekja til kæruleysislegrar meðferðar kerta.
14.12.2004

Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin.

Um þessar mundir er notkun hverskyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt.
15.11.2004

Eldhúsbrunar kynntir í Kringlunni

Löggildingarstofa í samvinnu við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir kynningu á brunahættu af eldavélum í Kringlunni dagana 11.-13. nóvember
12.11.2004

Hættuleg sjónvarpstæki.

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun Sony á sjónvarpstækjum.
26.10.2004

Brunar og slys vegna rafmagns árið 2003 - skýrsla Löggildingarstofu komin út

Hátt í 60% rafmagnsbruna á heimilum vegna eldavéla og sjónvarpa segir í nýrri skýrslu Löggildingarstofu um bruna og slys vegna rafmagns árið 2003.
15.10.2004

Innköllun á Färgglad barnastólum

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun IKEA á Färgglad barnastólum.
14.10.2004

Hættulegir straumbreytar

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun EJS hf á straumbreytum fyrir Dell fartölvur
30.9.2004

Enn fjölgar viðurkenndum öryggisstjórnunarkerfum

Nýverið hafa Norðurál, Skinnaiðnaður, Kassagerðin og Árvakur í Kringlunni fengið viðurkenningu Löggildingarstofu á innri öryggisstjórnun sinni
22.9.2004

Yfirgripsmikil úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði í gisti- og veitingahúsum

Síðastliðin tvö ár hefur rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu látið skoða raflagnir á þriðja hundrað gisti- og veitingahúsa víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðununum var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar í gisti- og veitingahúsum og koma ábendingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara.
7.9.2004

Hættuleg fjöltengi.

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun á fjöltengjum sem seld voru í verslunum Bónuss í júlí og ágúst á þessu ári. Um er að ræða fjöltengi með 4 eða 5 innstungum (tenglum) og rofa.
6.9.2004

Hættulegir straumbreytar.

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun IBM á straumbreytum fyrir fartölvur.
25.8.2004

Hættulegt ferðamillistykki.

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu vekur athygli á innköllun Targus á ferðamillistykkinu "Universal All-In-One Plug Adapter / Travel Power Adapter". Alls hafa verið seld um 200 slík millistykki á Íslandi.
24.8.2004

Nýjar reglur um hönnun og setningu háspennulína

Greinar 401, 403-404 í rur um háspennulínur breytast. Skal nú fara eftir staðlinum ÍST EN 50341 fyrir línur yfir 45 kV málspennu.
18.8.2004

Viðurkenning nýrra öryggisstjórnunarkerfa

Löggildingarstofa hefur viðurkennt öryggisstjórnun Landsspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut, Þvottahúsi LSH, Spalar og verksmiðju Síldarvinnslunnar á Siglufirði

Page 90 of 92

TIL BAKA