Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

27.5.2014

Verðmerkingar í pósthúsum kannaðar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 10 pósthús og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort söluvara væri verðmerkt. Verðlisti var á öllum stöðum en gerð var athugasemd við tvö pósthús, Póstinn Stórhöfða og Póstinn Dalvegi þar sem vantaði
23.5.2014

66° Norður innkallar barnafatnað

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá 66° Norður.
22.5.2014

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur felld úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2013.
22.5.2014

Verðmerkingar í ísbúðum kannaðar

Dagana 14. – 16. maí sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga í 19 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
20.5.2014

Alþjóðlegi mælifræðidagurinn 2014

Ár hvert halda mælifræðistofnanir upp á 20. maí því að þann dag árið 1875 var metrasamþykktin undirrituð
19.5.2014

Innköllun á Canon PowerShot SX50 myndavélum

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Nýherja hf., umboðsaðila Canon á Íslandi, þess efnis að skipta þarf um svokallaðan sjónglugga (viewfinder) á fáeinum Canon myndavélum af gerðinni PowerShot SX50 HS, framleiddar á tímabilinu 1. september og 15. nóvember 2013, með raðnúmer sem byrja á „69“,“70“ eða „71“ og eru með 1 sem sjötta tölustaf í raðnúmerinu.
16.5.2014

Bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins kannaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá 72 bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu núna í maí sl. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athugað á milli hillu- og kassaverðs.
15.5.2014

FESA fundur maí 2014

Mynd með frétt
FESA (Forum of European Supervisory Authorities for Electronic Signatures) fundur var haldinn á Íslandi 7. og 8. maí.
6.5.2014

Áfrýjunarnefnd staðfestir stjórnvaldssekt

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart iStore og eiganda hennar. Ummælin voru talin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að hafa viðskipti. Um var að ræða endurtekið brot og taldi Neytendastofa því rétt að leggja 150.000 kr.
5.5.2014

Toyota á Íslandi innkallar Yaris

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Yaris bifreiðum vegna bilunnar í festingu í mælaborði fyrir stýrissúlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009.
5.5.2014

Innköllun á Dyson AM04 og AM05 hiturum

Mynd með frétt
Dyson innkallar Dyson Hot og Dyson Hot+Cool (AM04 and AM05) hitara. Þetta á við um alla liti af ofangreindum hiturum. Þetta á ekki við Dyson’s Air Multiplier kæliviftur (AM01, AM02, AM03, AM06, AM07 og AM08). Ástæðan er sú að skammhlaup hefur orðið og kviknað hefur í fjórum hiturum
25.4.2014

RAPEX – Tíu ár af bættu öryggi í Evrópu

Í ár fagnar Rapex tíu ára sögu af velgengni þar sem öll aðildarríki EES hafa unnið saman að auknu öryggi neytenda í Evrópu. Tíu ára afmæli Rapex er vitnisburður um sífellt vaxandi mikilvægi eftirlitsstjórnvalda í hverju landi og samstarfs þeirra við önnur eftirlitsstjórnvöld innan EES til þess að tryggja öruggi neytenda á markaði.
23.4.2014

Seinni heimsókn Neytendastofu í efnalaugar

Í mars sl. heimsótti fulltrúi Neytendastofu efnalaugar höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár yfir alla framboðna þjónustu væru í samræmi við lög og reglu.
23.4.2014

Innköllun á krullujárni frá Lee Stafford

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun á krullujárni frá Lee Stafford
23.4.2014

Auðkennið Atmo og lénið atmo.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Atmo ehf. yfir notkun Andrúm ehf. á auðkenninu Atmó og skráningu á léninu atmo.is.
22.4.2014

Tölvutek sektað vegna tilboðsbæklings

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvutek ehf. fyrir brot á útsölureglum.
16.4.2014

Verslunin Rúm Gott sektuð fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað verslunina Rúm Gott í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga í húsgagnaverslunum. Starfsmaður Neytendastofu kannaði verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá Rúm Gott
16.4.2014

Toyota á Íslandi innkallar Hilux og Rav4

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 31 Rav4 og 737 Hilux bifreiðum vegna bilunnar í leiðslu fyrir öryggispúða í stýri. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2006 til 2007.
16.4.2014

Auðkennið Kvosin

Neytendastofu barst kvörtun frá versluninni Kvosin yfir notkun Kvosin Downtown Hotel á auðkenninu Kvosin. Taldi félagið notkunina ólögmæta þar sem fyrirtækið hafi rekið Verslunina Kvosina og Café Kvosina síðan árið 2009, sem þekkist undir nafninu Kvosin í daglegu tali.
15.4.2014

Hagkaup innkallar barnaföt

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun á barnaflíkum frá Hagkaup. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í flíkunum eru of löng og geta valdið hættu á slysum. Hagkaup er að innkalla tvær flíkur lillabláar buxur af gerðinni Kids up og úlpu í grænum felulitum af gerðinni Rebus.
14.4.2014

Samevrópskt átak á sviði ferðaþjónustu

Neytendastofa tekur reglulega þátt í samræmdum skoðunum á vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar skoðanir eru gerðar til þess að kanna brot á neytendalöggjöf og koma málum í betra horf. Sumarið 2013 voru athugaðar í heildina 552 vefsíður sem selja flugför og hótelgistingu. Á Íslandi voru skoðaðar 10 vefsíður: vefsíður Flugfélags Íslands, Flugfélagsins Ernis, Icelandair og Wow air og vefsíður Central hotels, Grand hótel, Hilton, Hótel Edda, Hótel Rangá og Icelandair hotel.
14.4.2014

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu á Suðurnesi

Neytendastofa gerði könnun í mars sl. á ástandi verðmerkinga hjá 86 fyrirtækjum á Suðurnesjum. Þessari könnun var svo fylgt eftir núna í byrjun apríl og skoðað ástand hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn.
11.4.2014

Snuddubönd

Á undanförnum árum hefur framboð snuddubanda hér á landi aukist töluvert. Einhver hluti þeirra er búinn til í heimahúsum, ýmist saumuð úr efni, hekluð, prjónuð eða föndruð á annan hátt, t.d. með perlum. Mikilvægt er að snuddubönd þjóni þeim tilgangi sem þeim er ætlað og að þau séu örugg. Foreldrar hafa jafnan í nógu að snúast og vilja vera viss um að þeir hlutir sem þeir afhenda börnum sínum geti ekki valdið þeim skaða.
10.4.2014

Toyota á Íslandi innkallar Yaris og Urban Cruiser

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 121 Yaris og Urban Cruiser bifreiðum vegna bilunnar í sætissleða. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2010.
9.4.2014

Neytendastofa kannar þyngd páskaeggja

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í byrjun apríl þyngd páskaeggja hjá Nóa Síríus, Freyju og sælgætisgerðinni Góu – Lindu.Farið var í verksmiðjur framleiðenda þar sem eggin voru vigtuð á staðnum

Page 49 of 92

TIL BAKA