Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

7.8.2014

Hyundai á Íslandi innkallar Santa Fe

Neytendastofa hefur fengið farsæla lausn með samkomulagi við Hyundai um að umboðið taki að sér viðgerð í tilefni af innköllun 214 bifreiða. Neytendastofu bárust ábendingar um vélarbilun á Hyundai Santa Fe árgerð 2005. Í kjölfar ábendinganna hefur Hyundai á Íslandi innkallað framangreindar bifreiðar.
6.8.2014

Heitið „Keflavik Airport Car Rental“

Isavia ohf. kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Húsbílaleigunnar á heitinu „Keflavik Airport Car Rental“. Taldi Isavia notkunina brjóta gegn vörumerkjaréttindum sínum og fela í sér óréttmæta viðskiptahætti þar sem Isavia eigi vörumerkin KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, KEFLAVÍK AIRPORT og KEFLAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT
5.8.2014

Neytendastofa sektar Nettó

Neytendastofa hefur lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á Samkaup hf. rekstraraðila Nettó vegna tilboðs á bókum. Fyrir jól kynnti Nettó ýmsar bækur á tilboðsverði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og reglur um útsölur gera kröfu um.
4.8.2014

Auglýsingar og kynningarefni Orkunnar

Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kemur að Orkan bjóði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið. Fram kemur í kvörtununum að þegar tillit sé tekið til eldsneytismarkaðarins í heild, m.a. margvíslegra afslátta- og punktakerfa
1.8.2014

Auglýsingar Skeljungs hf. „ókeypis þjónusta“

Olís kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Skeljungs hf. sem varða ókeypis þjónustu á bensínstöðvum Shell. Auglýsingarnar voru birtar um nokkurt skeið í strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
31.7.2014

BL ehf. innkallar 428 Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
BL ehf. mun eins fljótt og auðið er innkalla, með bréfi, á alla skráða eigendur 428 Nissan bíla af gerðunum Almera, Navara, X-Trail, Patrol og Terrano af árgerðum 2000 - 2003.
30.7.2014

Auglýsingar Símans um stærsta farsímanetið villandi

Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni.
29.7.2014

Auglýsingar mbl.is brot á lögum

365 miðlar kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum Árvakurs þar sem fram komu fullyrðingar um vinsældir vefsins mbl.is
29.7.2014

Neytendastofa sektar Drífu ehf.

Neytendastofa hefur lagt einna milljón króna stjórnvaldssekt á Drífu þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá ágúst 2013. Með ákvörðuninni hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að merkingar Drífu á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR teldust villandi fyrir neytendur.
28.7.2014

BL ehf innkallar 177 Hyundai Sonata

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai Sonata bifreiðum, framleiddir 1. mars 2005 til 21. janúar 2010.
28.7.2014

Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 31. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
24.7.2014

Misjöfn söluþóknun fasteignasala

Neytendastofu vill benda neytendum á að athuga og bera saman kostnað sem þarf að greiða fasteingasölum við sölu íbúðarhúsnæðis en hann getur verið breytilegur milli fasteignasala.
22.7.2014

Cintamani innkallar barnaföt

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Cintamani. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd og reimar í fjórum barnaflíkum frá Cintamani
21.7.2014

Smábatterí getur valdið mikilli hættu.

Neytendastofa hvetur fólk til að ganga úr skugga um að hlutir með litlum batteríum séu á öruggum stöðum. Smábatterí eru lítil batterí sem svipa til einnar krónu myntar. Þó svo að ekki fari mikið fyrir smábatteríum getur hættan af þeim verið mikil
16.7.2014

Forpakkaðar vörur

Viðskiptahættir hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er mun algengara að vörur sem keyptar eru séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Neytendastofa hefur því aukið eftirlit með forpökkuðum vörum í stað þess að fylgjast nær eingöngu með mælitækjunum við framleiðslu, búðarkassa eða kjötborð verslana.
14.7.2014

Skartgripir úr eðalmálmum

Mynd með frétt
Allar vörur sem seldar eru á Íslandi eru úr eðalmálmum, þ.e. úr gulli, silfri, palladíum og platínu og eiga þeir allir að vera merktar með tvo ábyrgðastimpla. Annars vegar hreinleikastimpillinn sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Hins vegar Nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi eða innflytjandi vörunnar en hann ber ábyrgð á vörunni. Ef þessir stimplar eru ekki á vörunni þá hefur neytandinn ekkert í höndunum sem segir til um það hvað hann er að kaupa .
10.7.2014

Ígló&Indí innkalla barnafatnað

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Ígló&Indí. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í tveimur barnaflíkum frá Ígló&Indí samræmast ekki lög nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2007 um öryggi barnafatnaðar.
10.7.2014

Ástand vínmála ekki gott

Neytendastofa gerði víðtæka könnun á ástandi vínmála annað árið í röð. Vínmál eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös. Farið var á 91 vínveitingastað og kom í ljós að almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur
8.7.2014

Vörur skoðaðar hjá Neytendastofu

Á síðasta ári voru gerðar skoðanir á grundvelli 2670 ábendinga. Algengustu ábendingar voru vegna almennrar vöru (s.s.kerti, bifreiðar, húsgögn, kveikjarar, fatnaðar) síðan leikfanga, barnavara og raffanga. Auk þess bárust 11 tilkynningar frá lögreglunni.
7.7.2014

Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 14. júlí til og með 18. júlí og frá 31. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
6.7.2014

Hekla hf. innkallar Mitsubishi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Outlander II, Outlander III og ASX með samsetninguna 2,2 L DID vél og 6 þrepa sjálfskipting. Á Íslandi eru 15 bílar, af gerðinni Outlander III, sem falla undir þessa innköllun
4.7.2014

Innkaup frá Kína – gætum að CE merkingum

Í tilefni af gildistöku á fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína vill Neytendastofa benda neytendum og öðrum innflytjendum að gæta þess að vörur uppfylli allar kröfur íslenskra laga og reglugerða
3.7.2014

Neytendastofa fór eftirlitsferð í söfn á höfuðborgarsvæðinu.

Þar sem nú fer í hönd mikill ferðamannatími ákvað stofnunin að skoða sérstaklega hvernig verðmerkingum væri háttað á söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Á söfnum er gerð krafa um að verðskrá með aðgangseyri og annarri þjónustu, ef einhver er, sé birt í móttöku eða anddyri. Þá eiga allar söluvörur og veitingar að vera merktar með söluverði.
30.6.2014

Vogir í verslunum

Mikilvægt er fyrir neytendur að geta treyst því að mælingar séu réttar og að löggilding mælitækja sé í gildi. Vogir sem vigta undir 100 kg og notaðar eru til að selja vörur til neytenda eiga að hafa sýnilegar upplýsingar um vigtunina.
26.6.2014

Betri ryksugur með nýjum reglum.

Frá og með 1. september 2014 verður bannað á Evrópska efnahagssvæðinu að framleiðendum ryksuga ekki lengur heimilt að selja og dreifa orkufrekar heimilisryksugur. Frá þeim tíma eru leyfileg hámarks 1600W. Algengustu ryksugurnar eru 1800 W. Wött segja til um það hve mikil rafmagnsnotkun vélarinnar er í ryksugunni. Hafa þarf í huga að meiri orkunotkunin segir ekki til um það hversu góð ryksugan er

Page 47 of 92

TIL BAKA