Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

30.9.2008

IKEA innkallar hnúða á KVIBY kommóð

Viðskiptavinir sem eiga KVIBY kommóðu með framleiðsludagsetningunni 0817 (ár, vika) eða fyrr, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við þjónustuborð IKEA, annað hvort í versluninni eða í síma 520-2500, til að fá nýja hnúða og festingar á kommóðuna sent í pósti
22.9.2008

Ástand verðmerkinga á norðanverðum Vestfjörðum.

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á Ísafirði, Bolungarvík og Súðavík. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, og sérvöruverslanir.
17.9.2008

Ástand verðmerkinga á Hellu, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga frá Hellu til Hafnar. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, og sérvöruverslanir.
17.9.2008

Ástand verðmerkinga á Egilsstöðum

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á Egilsstöðum. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí og sérvöruverslanir.
16.9.2008

Ástand verðmerkinga á Akureyri

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á Akureyri. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, og sérvöruverslanir.
16.9.2008

Aðgerðum Neytendastofu vegna sölu þjónustu tengdri farsímum á Netinu lokið.

Neytendastofa gerði athugun í júní s.l. sem sneri að sölu þjónustu tengdri farsímum á Netinu, þ.e. hringitónum o.þ.h.
15.9.2008

Ástand verðmerkinga á Akranesi og í Borgarnesi

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á Akranesi og Borgarnesi. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, og sérvöruverslanir.
10.9.2008

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 5/2008 staðfest ákvörðun Neytendastofu sem fram kom í bréfi til áfrýjanda þann 14. maí 2008.
9.9.2008

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, fiskbúðir og sérvöruverslanir.
9.9.2008

Ástand verðmerkinga í Reykjanesbæ

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga í Reykjanesbæ. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, fiskbúðir og sérvöruverslanir.
3.9.2008

Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 77 verslanir og valdar af handahófi 25 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 1.925 vörur.
3.9.2008

Í júlí og ágúst gerði Neytendastofa könnun á vörum úr eðalmálmum

Vörur úr eðalmálmi t.d. skartgripir, borðbúnaður og hnífapör, sem boðnar eru til sölu á Íslandi eiga að uppfylla ákvæði laga um vörur unnar úr eðalmálmum
26.8.2008

Ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Celsus ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins
26.8.2008

Ákvörðun Neytendastofu nr. 25/2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Neyðarþjónustan ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 5. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að kasta rýrð á vörur frá ASSA í bréfi til viðskiptamanna.
22.8.2008

Ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Óvissuferðir ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 5. gr. laga nr. 57/2005
22.8.2008

Ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að ekki sé ástæða til aðgerða stofnunarinnar vegna markaðssetningar og merkinga á Rauðu kóresku ginsengi.
19.8.2008

Könnun Neytendastofu á verðmerkingum í fiskbúðum

Dagana 22 - 30. júlí sl. gerði Neytendastofa verðkönnun og athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum og fiskborðum matvöruverslana.
18.8.2008

Sektir á bakarí vegna verðmerkinga

Neytendastofa fylgdi eftir könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum. Kom í ljós að níu af þeim 13 bakaríum sem send voru tilmæli stofnunarinnar höfðu ekki farið að þeim. Neytendastofa hefur því lagt stjórnvaldssektir á þau.
14.8.2008

Ákvörðun nr. 13/2008

Með ákvörðun Neytendastofu var Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni bannað að birta auglýsingu með fullyrðingunni „Merrild, besta kaffihúsið í bænum“. Með því að birta hina bönnuðu auglýsingu eftir 7. júlí 2008 braut Ölgerðin gegn ákvörðun Neytendastofu.
30.7.2008

Mikill ávinningur fyrir viðskipti með vörur innan EES

Innri markaðurinn fyrir vörur mun eflast mjög eftir að aðildarríki ESB og EES-ríkin hafa samþykkt nýjar reglur sem munu fjarlægja síðustu hindranir fyrir frjálsu vöruflæði innan Evrópska efnahagssvæðisins.
24.7.2008

Ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldstæðum víða ábótavant

Undanfarna mánuði hefur öryggissvið Neytendastofu fengið faggiltar skoðunarstofur til að kanna raflagnir og rafbúnað á rúmlega þrjátíu stöðum víðsvegar um land, þar sem mögulegt er að tengja hjólhýsi og húsbíla við rafmagn.
23.7.2008

Verðkönnun og skoðun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga í ísbúðum

Dagana 18. – 22. júlí sl. gerði Neytendastofa verðkönnun og athugun á ástandi verðmerkinga í ísbúðum. Í þessari könnun voru athugaðar allar ísbúðir á höfuðborgar- og Árborgarsvæðinu auk valinna verslana sem selja ís úr vél á sama svæði.
23.7.2008

Skoðun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga á rúmum í húsgagnaverslunum.

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þess efnis að verðmerkingum á rúmum í húsgagnaverslunum væri ábótavant. Gerði stofnunin því athugun á ástandi verðmerkinga í 19 húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sem selja rúm.
22.7.2008

Skoðun Neytendastofu á ástandi verðmerkinga hjá bakaríum

Dagana 19.-24. júní sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 37 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni voru brauðdeildir verslana og stórmarkaða ekki teknar fyrir. Annars vegar var ástand verðmerkinga kannað í hillum og borðum bakaríanna en hinsvegar í kælum.
22.7.2008

Reglur nr. 725/2008 um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar

Tekið hafa gildi reglur nr. 725/2008 um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar sem Neytendastofa setur með heimild í 17. og 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Page 82 of 92

TIL BAKA