Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
25.8.2014
Ósamræmi milli hillu- og kassaverðs
Neytendastofa kannaði samræmi á hillu og kassaverði og verðmerkingar í matvöruverslunum, byggingavöruverslunum og bensínstöðvum á Akureyri. Í átta af 22 fyrirtækjum kom fram misræmi á milli hillu- og kassaverð. Mikilvægt er að neytendur fari vel yfir allar kassakvittanir.
21.8.2014
Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO
Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO. Örbylgjuofnarnir sem hér um ræðir voru seldir í verslunum ELKO undir vörumerkinu Hitachi, vörunúmer CJAL28 á árunum 2008 og 2009. Hér á landi hafa 19 örbylgjuofnar verið seldir.
18.8.2014
Ófullnægjandi verðmerkingar á Akureyri
Neytendastofa athugaði í júlí ástand verðmerkinga hjá apótekum, bakaríum, hárgreiðslustofum og einnig efnalaug á Akureyri. Aðeins fimm fyrirtæki af 12 voru með allar verðmerkingar í lagi.
15.8.2014
Sýningargluggar illa verðmerktir á Akureyri
Neytendastofa heimsótti 63 sérvöruverslanir á Akureyri í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum væru í lagi. Athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar í 21 verslun eða 39%. Einnig voru skoðaðar skargripir úr gulli og silfri til að athuga hvort að allar ábyrgðarmerkingar væru í lagi.
14.8.2014
Byko innkallar heita potta
Í kjölfar ábendingar frá Neytendastofu hefur Byko innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Týpan sem Byko er að innkalla er B-140B, vörunúmer Byko: 88012360, og voru seldir árið 2010. Húsasmiðjan og Bauhaus hafa í vikunni einnig innkallað sambærilega
14.8.2014
Bauhaus innkallar uppblásna heita potta
Í kjölfar ábendingar frá Neytendastofu hefur Bauhaus innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Týpurnar sem Bauhaus innkallar eru Silver cloud B-110, Square pearl B-090 og Black pearl
12.8.2014
Innköllun á UV lömpum fyrir neglur
Neytendastofa vill vekja athygli á RAPEX tilkynningum vegna innköllun á UV lömpum fyrir neglur. Ástæða innköllunarinnar er vegna hættu á rafstraum.
11.8.2014
Innköllun á uppblásnum heitum pottum í Húsasmiðjunni
Á grundvelli ábendingar frá Neytendastofu hefur Húsasmiðjan innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational Products (ORPC) B-110, B-091 og B-132.
8.8.2014
Neytendastofa sektar Bauhaus
Neytendastofa hefur lagt 500.0000 kr. stjórnvaldssekt á Bauhaus þar sem fyrirtækið auglýsti lækkað verð á tilteknum vörum án þess að um raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða.
7.8.2014
Hyundai á Íslandi innkallar Santa Fe
Neytendastofa hefur fengið farsæla lausn með samkomulagi við Hyundai um að umboðið taki að sér viðgerð í tilefni af innköllun 214 bifreiða. Neytendastofu bárust ábendingar um vélarbilun á Hyundai Santa Fe árgerð 2005. Í kjölfar ábendinganna hefur Hyundai á Íslandi innkallað framangreindar bifreiðar.
6.8.2014
Heitið „Keflavik Airport Car Rental“
Isavia ohf. kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Húsbílaleigunnar á heitinu „Keflavik Airport Car Rental“. Taldi Isavia notkunina brjóta gegn vörumerkjaréttindum sínum og fela í sér óréttmæta viðskiptahætti þar sem Isavia eigi vörumerkin KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, KEFLAVÍK AIRPORT og KEFLAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT
5.8.2014
Neytendastofa sektar Nettó
Neytendastofa hefur lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á Samkaup hf. rekstraraðila Nettó vegna tilboðs á bókum. Fyrir jól kynnti Nettó ýmsar bækur á tilboðsverði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og reglur um útsölur gera kröfu um.
4.8.2014
Auglýsingar og kynningarefni Orkunnar
Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kemur að Orkan bjóði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið. Fram kemur í kvörtununum að þegar tillit sé tekið til eldsneytismarkaðarins í heild, m.a. margvíslegra afslátta- og punktakerfa
1.8.2014
Auglýsingar Skeljungs hf. „ókeypis þjónusta“
Olís kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Skeljungs hf. sem varða ókeypis þjónustu á bensínstöðvum Shell. Auglýsingarnar voru birtar um nokkurt skeið í strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
31.7.2014
BL ehf. innkallar 428 Nissan bifreiðar
BL ehf. mun eins fljótt og auðið er innkalla, með bréfi, á alla skráða eigendur 428 Nissan bíla af gerðunum Almera, Navara, X-Trail, Patrol og Terrano af árgerðum 2000 - 2003.
30.7.2014
Auglýsingar Símans um stærsta farsímanetið villandi
Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni.
29.7.2014
Auglýsingar mbl.is brot á lögum
365 miðlar kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum Árvakurs þar sem fram komu fullyrðingar um vinsældir vefsins mbl.is
29.7.2014
Neytendastofa sektar Drífu ehf.
Neytendastofa hefur lagt einna milljón króna stjórnvaldssekt á Drífu þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá ágúst 2013. Með ákvörðuninni hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að merkingar Drífu á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR teldust villandi fyrir neytendur.
28.7.2014
BL ehf innkallar 177 Hyundai Sonata
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai Sonata bifreiðum, framleiddir 1. mars 2005 til 21. janúar 2010.
28.7.2014
Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 31. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
24.7.2014
Misjöfn söluþóknun fasteignasala
Neytendastofu vill benda neytendum á að athuga og bera saman kostnað sem þarf að greiða fasteingasölum við sölu íbúðarhúsnæðis en hann getur verið breytilegur milli fasteignasala.
22.7.2014
Cintamani innkallar barnaföt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Cintamani. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd og reimar í fjórum barnaflíkum frá Cintamani
21.7.2014
Smábatterí getur valdið mikilli hættu.
Neytendastofa hvetur fólk til að ganga úr skugga um að hlutir með litlum batteríum séu á öruggum stöðum. Smábatterí eru lítil batterí sem svipa til einnar krónu myntar. Þó svo að ekki fari mikið fyrir smábatteríum getur hættan af þeim verið mikil
16.7.2014
Forpakkaðar vörur
Viðskiptahættir hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er mun algengara að vörur sem keyptar eru séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Neytendastofa hefur því aukið eftirlit með forpökkuðum vörum í stað þess að fylgjast nær eingöngu með mælitækjunum við framleiðslu, búðarkassa eða kjötborð verslana.
14.7.2014
Skartgripir úr eðalmálmum
Allar vörur sem seldar eru á Íslandi eru úr eðalmálmum, þ.e. úr gulli, silfri, palladíum og platínu og eiga þeir allir að vera merktar með tvo ábyrgðastimpla. Annars vegar hreinleikastimpillinn sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Hins vegar Nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi eða innflytjandi vörunnar en hann ber ábyrgð á vörunni. Ef þessir stimplar eru ekki á vörunni þá hefur neytandinn ekkert í höndunum sem segir til um það hvað hann er að kaupa .
Page 47 of 92