Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

5.9.2011

Bernhard ehf. innkallar Honda mótorhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. vegna innköllunar á Honda mótorhjóli af gerðinni ST1300/A PAN EUROPEAN.
2.9.2011

Firmanafnið Gistihús Keflavíkur ekki villandi

Gistiheimili Keflavíkur kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar á firmanafninu Gistihús Keflavíkur. Taldi Gistiheimili Keflavíkur að hætta væri á ruglingi við nafnið Gistihús Keflavíkur og að nafnið væri villandi með tilliti til staðsetningar
1.9.2011

Orkusparandi perur taka við af þeim gömlu

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að frá og með 1. september er framleiðendum ljóspera ekki lengur heimilt að selja og dreifa glærum 60w glóperum
1.9.2011

Toyota á Íslandi innkallar Prius

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi vegna innköllunar á Prius NHW11 árgerð 2000.
26.8.2011

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Allianz

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 8/2011 vísað frá kæru Allianz á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2011
26.8.2011

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með úrskurði 5/2011 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2011. Í ákvörðuninni var rekstraraðili vefsíðnanna treyjur.com og gjafir.com talinn brotlegur gegn ákvæðum laga
25.8.2011

Upplýsingastýringu bönnuð notkun auðkennisins Platon og lénsins platon.is

Platon leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir notkun Upplýsingastýringar á heitinu Platon og léninu platon.is til að auðkenna fyrirtækið.
24.8.2011

Viðskipti með gull

Mynd með frétt
Vogir sem eru notaðar til að kaupa og selja gull eru löggildingaskyldar. Með því er verið að tryggja að vogirnar vigti rétt.
23.8.2011

Bernhard ehf. innkallar Peugeot

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun frá bílaumboðinu Bernhard ehf á Peugeot af gerðinni Boxer III
23.8.2011

Toyota á Íslandi innkallar Yaris

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi vegna innköllunar á Yaris framleidd á tímabilinu 12.apríl 2010 til 4. Janúar 2011.
19.8.2011

Fyrsta reglugerðin um rafrænar undirskriftir tekur gildi

Neytendastofa hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir. Fyrsta reglugerð um nánari framkvæmd laganna hefur nú verið staðfest, sbr. reglugerð nr. 780/211, um rafrænar undirskriftir.
17.8.2011

Ófullnægjandi verðmerkingar í miðborg Reykjavíkur

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í júlí ástand verðmerkinga í sérvöruverslunum í miðborginni. Farið var í 202 verslanir og reyndust 136 þeirra með verðmerkingar í ólagi, eða um 67% sem er langt frá því sem telst viðunandi.
10.8.2011

Réttindi neytenda

Drög að tilskipun um réttindi neytenda hafa verið til meðferðar á vettvangi ESB í alls 32 mánuði en þann 15. júní s.l. var samstöðu náð meðal aðildarríkja ESB. Nýja tilskipunin mun einfalda reglur um réttindi neytenda einkum á sviði netviðskipta á milli EES-ríkjanna.
2.8.2011

Fréttabréf evrópskra eftirlitsstofnana á sviði neytendamála

Neytendastofa tekur þátt í samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (CPC-nefndin). Á vegum þess hefur verið gefið út fréttabréf
29.7.2011

Löggildingareftirlit voga

Neytendastofa fór á 58 staði (matvöruverslanir, pósthús, fiskbúðir og framleiðendur) á höfuðborgarsvæðinu þar sem vigtun fór fram til að skoða vogirnar.
26.7.2011

Eftirlit með POS vogarkerfum búðarkassa

Neytendastofa gerði átak í eftirliti með POS vogarkerfum búðarkassa en það eru vogir sem eru sambyggðar afgreiðslukerfi, með strikmerkjalestri, kortalesurum, hugbúnað fyrir verðútreikning og fleira
22.7.2011

Vörur úr gulli, silfri, platínu og palladíum

Fulltrúar Neytendastofu hafa í sumar verið að kanna ástandi verðmerkinga og ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa úr eðalmálmum á höfuðborgarsvæðinu.
21.7.2011

Arctic Rafting gert að afskrá heitið Bakkaflöt sem leitarorð úr símaskránni ja.is.

Ferðaþjónustan Bakkaflöt leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir því að þegar heitið Bakkaflöt er slegið inn hjá símaskránni ja.is komi upp bæði Bakkaflöt ferðaþjónusta
19.7.2011

Hagkaup gert að birta prósentuhlutfall afsláttar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingar Hagkaups á Tax Free dögum í tilefni ábendinga og fyrirspurna frá neytendum.
19.7.2011

Ákvörðun Neytendastofu vegna Tax Free auglýsinga Húsasmiðjunnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Byko vegna Tax Free auglýsinga Húsasmiðjunnar þar sem Byko taldi þær brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
19.7.2011

Neytendastofa sektar hárgreiðslu- og snyrtistofur

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá hársnyrtistofum og snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Margar af þeim stofum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar
18.7.2011

Neytendastofa sektar verslanir í Smáralind og Kringlunni

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá verslunum í Kringlunni og Smáralind. Margar af þeim verslunum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar en nokkrar þeirra fóru ekki að tilmælum Neytendastofu.
15.7.2011

Toyota á Íslandi innkallar Lexus

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi varðandi innköllun á Lexus RX400h Hybrid.
14.7.2011

Innköllun á eldspýtum

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Aðfanga á eldspýtum sem þeir fluttu inn og voru til sölu í Bónus og 10-11 á tímabilinu frá 13. maí 2010-23. maí 2011.
13.7.2011

Ákvörðun Neytendastofu vegna viðskiptahátta við lánveitingu

Neytendastofu barst erindi vegna viðskiptahátta Gildis lífeyrissjóðs við lánveitingu. Erindið var tvíþætt þar sem annars vegar var kvartað yfir því að skv. skilmálum lánsins skyldu afborganir þess tengdar vísitölu neysluverðs en í framkvæmd hafi það verið tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar

Page 65 of 92

TIL BAKA